Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rannsóknir fíkniefnamála í lamasessi og miðlæga deildin sögð „gjörsamlega í molum“

Lít­ið er um frum­kvæð­is­rann­sókn­ir og lög­regl­an ræð­ur ekki leng­ur við um­fangs­mik­il fíkni­efna­mál. „Óstarf­hæft“ og „handónýtt batte­rí“ eru dæmi um ein­kunn­ir sem lög­reglu­menn gefa vinnu­staðn­um. Run­ólf­ur Þór­halls­son, yf­ir­mað­ur mið­lægu deild­ar­inn­ar, mun hætta og hverfa aft­ur til fyrri starfa hjá sér­sveit­inni í byrj­un októ­ber. Við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar ber sam­an um að sam­skipta­vand­inn hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafi ágerst og gegn­sýri æ fleiri svið embætt­is­ins.

Rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru í lamasessi miðað við það sem áður var og starfsemi miðlægu rannsóknardeildarinnar hefur beðið verulegan hnekki. Lítið er um frumkvæðisrannsóknir og lögreglan ræður ekki lengur við flókin og umfangsmikil fíkniefnamál. Þetta staðfestir fjöldi lögreglumanna, meðal annars starfsmenn umræddrar deildar og fólk í yfirmannsstöðum hjá embættinu, í samtölum við Stundina.

Meira en helmingur þeirra sem áður störfuðu að fíkniefnarannsóknum hefur verið færður til, hætt eða tekið sér launalaust leyfi eftir að lögreglufulltrúi var ranglega sakaður um brot í starfi og óeðlileg samskipti við aðila úr undirheimum. Reyndum starfsmönnum hefur verið bolað úr deildinni og tveir þeirra kvartað undan einelti Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra.

Í byrjun vikunnar tilkynnti Runólfur Þórhallsson, núverandi yfirmaður miðlægu deildarinnar, samstarfsmönnum sínum að hann hygðist hætta hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og snúa aftur til fyrri starfa hjá sérsveit ríkislögreglustjóra í byrjun október. 

 

Rannsóknir fíkniefnamála í lamasessiHeimildarmönnum Stundarinnar ber saman um að í dag séu síður eltar ólar við stórlaxana í fíkniefnaheiminum en fókusinn settur á „smákrimmana“ og „einföldu málin“.

Undanfarna mánuði hefur Stundin átt regluleg samtöl við 12 starfsmenn lögreglunnar en þar að auki rætt við fyrrverandi starfsmenn og fólk innan stjórnsýslunnar sem býr yfir upplýsingum um málefni embættisins.

Öllum viðmælendum ber saman um að samskiptavandinn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi ágerst og gegnsýri nú flesta starfsemi embættisins. Miðlæga rannsóknardeildin á höfuðborgarsvæðinu hafi veikst umtalsvert og hafi ekki lengur bolmagn til að rannsaka flókin mál. Þá sé mannaflsfrekum rannsóknarúrræðum á borð við skyggingar síður beitt en áður, enda skorti mannskap, sérþekkingu og reynslu til að framkvæma slíkar aðgerðir.

„Óstarfhæf“, „handónýtt batterí“, „brunarústir einar“ og „gjörsamlega í molum“ eru dæmi um þær einkunnir sem heimildarmenn Stundarinnar gefa vinnustaðnum.

Áhersla lögð á „smákrimma“ og „einföldu málin“

Viðmælendum blaðsins ber saman um að í dag sé síður lögð áhersla á að ná stórlöxunum í fíkniefnaheiminum en fókusinn fremur settur á „smákrimma“ og „einföldu málin“.

„Sú kunnátta og þekking sem er nauðsynleg til að ráða niðurlögum þeirra sem stýra eiturlyfjabissnissinum er ekki lengur til staðar,“ segir einn af heimildarmönnum Stundarinnar og annar tekur í sama streng: „Þegar þú losar þig við fólkið sem hefur getuna og kunnáttuna til þess að fara í flóknari málin, þá segir það sig sjálft að lögreglan hefur bara bolmagn til að rannsaka þau litlu.“ Þriðji viðmælandinn tekur enn dýpra í árinni: „Kannski er óábyrgt af mér að segja það, en það er eflaust frábært að vera fíkniefnabarónn í dag. Miðað við það sem áður var, þá eru þeir nánast eftirlitslausir og þurfa varla að fela sig.“

 

Sigríður Björk GuðjónsdóttirLögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Ástandið innan lögreglunnar kom nýlega til tals á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins að frumkvæði Geirs Jóns Þórissonar, varaþingmanns og fyrrverandi yfirlögregluþjóns. Samkvæmt heimildum Stundarinnar spurði hann hvort það væri ekki orðið tímabært að taka á vandanum innan lögreglunnar með afgerandi hætti.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og vinkona Sigríðar Bjarkar, sem skipaði hana í embætti án auglýsingar á sínum tíma, brást harkalega við. Sagði hún að Sigríður hefði mátt þola óvægna umræðu vegna þess að hún væri kona að feta sig á vettvangi þar sem karlar hefðu ráðið lögum og lofum í gegnum tíðina. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun hafa sagt að með tilliti til laga væri það hægara sagt en gert fyrir ráðherra að hrófla við forstöðumanni stofnunar nema sérstakar ástæður lægju að baki.

Minni sérhæfing og meiri miðstýring

Skipulagsbreytingar sem gerðar hafa verið innan lögreglunnar fela í sér að brotaflokkar sem áður voru aðskildir eru komnir undir sama hatt. Samkvæmt nýju skipuriti sem kynnt var sumarið 2015 skiptist rannsóknardeild lögreglunnar nú í tvö svið. Annað sviðið rannsakar kynferðisbrot og hitt sviðið, sem kallað er miðlæga rannsóknardeildin, beinir sjónum að skipulagðri brotastarfsemi, fíkniefnamálum, fjármunabrotum, mansali, vændi, sérrefsilagabrotum, ofbeldisbrotum, erlendum réttarbeiðnum og ýmsu öðru. 

 

Um leið og reyndir rannsóknarlögreglumenn, sem störfuðu á tilteknum sviðum, hafa verið færðir um set er ætlast til þess að aðrir rannsakendur geti sinnt nánast hvaða brotaflokkum sem er. Viðmælendur Stundarinnar, bæði karlar og konur, sem starfað hafa innan lögreglunnar í fjölda ára, telja að með þessu sé unnið gegn sérhæfingu og fyrir vikið verði skilvirkni lögreglurannsókna miklu minni en áður. „Þetta á að heita einhvers konar rannsóknardeild hérna en við erum handónýtt batterí sem gerir lítið annað en að bregðast við og rannsaka málin sem koma upp hverju sinni,“ segir einn af viðmælendum blaðsins. 

Annað sem skipulagsbreytingarnar innan lögreglunnar fela í sér er aukin miðstýring af hálfu lögreglustjórans sjálfs. Þannig taka millistjórnendur færri ákvarðanir en áður tíðkaðist en fá nákvæmari skipanir að ofan. „Í rauninni eru þetta ekki millistjórnendur lengur heldur eins konar sendiboðar. Og menn veigra sér við að taka ákvarðanir sjálfir því þá fá þeir skömm í hattinn fyrir að hafa ekki borið þær undir Sigríði,“ segir heimildarmaður Stundarinnar, sem starfað hefur sem yfirmaður hjá lögreglunni.

„Þetta á að heita einhvers konar rannsóknardeild hérna en við erum handónýtt batterí“

Að því er fram kemur í ávarpi Sigríðar Bjarkar í ársskýrslu lögreglunnar fyrir árið 2015 er eitt af markmiðum skipulagsbreytinganna að „stytta og einfalda boðleiðir“ innan lögreglunnar. „Það hefur reyndar alveg tekist. Boðleiðirnar eru mjög stuttar núna og þetta er einfalt: Sigríður Björk tekur ákvarðanir og aðrir fylgja þeim eftir,“ segir viðmælandi blaðsins.

Aðrir taka undir og segja þetta sérstaklega bagalegt í ljósi þess að oft hafi millistjórnendur betri yfirsýn yfir málefni sem eru til meðferðar á einstaka lögreglustöðvum heldur en lögreglustjórinn sjálfur. Auk þess hægi þetta mjög á ýmissi starfsemi lögreglunnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár