Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, gaf innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins misvísandi upplýsingar um málefni lögreglumanns sem kvartað hafði undan vinnubrögðum sem viðhöfð voru hjá embættinu. Stundin hefur áður birt tölvupóst lögreglumannsins til mannauðsstjóra lögreglu sem formaður Landssambands lögreglumanna, innanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri fengu afrit af. Í svari sem Sigríður Björk sendi sömu aðilum gefur hún villandi mynd af nokkrum atriðum er varða manninn og starfshagi hans. Þá segist hún ætla að reka hann úr stýrihópi um skipulagða glæpastarfsemi og úr fagráði um yfirheyrslur. Jafnframt vísar hún til málsgagns sem hún hefur nú viðurkennt í öðrum tölvupósti að er ekki til.
Í tölvupóstinum fullyrðir lögreglustjórinn að henni hafi ekki þótt ástæða til að senda umræddan lögreglumann á löggæslunámsskeið í Búdapest vegna þess að samþykkt hefði verið beiðni um að sérfræðingar frá Europol kæmu til Íslands til kenna fjölda íslenskra lögreglumanna. Tölvupóstssamskipti milli þriggja stjórnenda og fyrrverandi stjórnenda hjá lögreglunni, Karls Steinars Valssonar, Aldísar Hilmarsdóttur og Friðriks Smára Björgvinssonar, sýna hins vegar að lagt var upp með að þrír Íslendingar færu á námskeiðið í Búdapest til að fá þjálfun í samskiptum við upplýsingagjafa. Þann 27. ágúst 2015 fékk maðurinn staðfestingu á því að hann færi á námskeiðið og að gengið hefði verið frá hótelgistingu. Fjórum dögum síðar, þann 31. ágúst, var hann hins vegar boðaður á fund Sigríðar Bjarkar þar sem hún skammaði hann fyrir að láta í ljós vantraust gagnvart þeim samstarfsmönnum sem borið höfðu rangar sakir á lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild, þann mann sem kallaður hefur verið lögreglufulltrúi x í umfjöllun Stundarinnar. Hún brást illa við svörum lögreglumannsins, öskraði á hann og tilkynnti honum loks að hann yrði ekki sendur á lögreglunámskeiðið í Búdapest, hann yrði sviptur stöðu sinni sem lögreglufulltrúi, fengi ekki slíka stöðu aftur og skyldi ekki reikna með framgangi hjá embættinu í framtíðinni.
Allt þetta gerðist í viðurvist Aldísar Hilmarsdóttur, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar á þessum tíma. Síðar átti Aldís Hilmarsdóttir eftir að upplýsa Ólöfu Nordal um ástandið innan lögreglunnar, meðal annars um þennan fund og önnur samskipti lögreglustjórans við undirmenn sína. Í kjölfarið vék Sigríður Björg henni úr starfi yfirmanns. Um þetta er fjallað
Athugasemdir