Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Segir Sigríði hafa lagt sig í einelti og að hún sé „undir verndarvæng ákveðins stjórnmálaflokks“

„Ég varð fyr­ir miklu ein­elti af henn­ar hálfu,“ seg­ir Kristján Ingi Helga­son, fyrr­ver­andi að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn sem starf­aði und­ir Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur á Suð­ur­nesj­um. Þetta er í þriðja skipt­ið í sum­ar sem lög­reglu­stjór­inn er sak­að­ur um ein­elti.

Segir Sigríði hafa lagt sig í einelti og að hún sé „undir verndarvæng ákveðins stjórnmálaflokks“
Mynd tengist frétt ekki beint. Mynd: Af vef lögreglunnar

Kristján Ingi Helgason, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, segir að framkoma og eineltistilburðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra gagnvart sér og öðrum sé efni í heila bók. 

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu sem hann birti á Facebook í dag en Kristján starfaði undir Sigríði á Suðurnesjum meðan hún var lögreglustjóri þar. Kristján segist hafa fylgst með fréttaflutningi af málum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og að hann geti ekki orða bundist lengur. 

„Ég var aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum þegar þessi kona tók við sem lögreglustjóri og ég varð fyrir miklu einelti af hennar hálfu. Ég hef margar stórar sannanir fyrir hennar gjörðum, en hef beðið með að segja frá þeim,“ skrifar hann og bætir við: „Nú þegar allar þær fréttir sem borist hafa af gjörðum þessarar konu á höfuðborgarsvæðinu hafa komið fram hef ég ákveðið að segja mína sögu og þá um leið koma væntanlega aðrar sannar sögur um þessa konu fram. Hugsanlega á að segja söguna um þennan lögreglustjóra í bókaformi og ef einhver góður rithöfundur sem þetta les hefur áhuga á að skrifa um þetta, þá hafið samband við mig.“

Ítrekað skipuð án auglýsingar

Kristján segir Sigríði eiga sér skrítna sögu þar sem hún hafi ítrekað verið skipuð í stöður án auglýsinga „eða þá eins og á Suðurnesjum þegar þáverandi lögreglustjóra var komið frá með bolabrögðum þáverandi dómsmálaráðherra“. 

Vísar Kristján þarna til atburða sem áttu sér stað árin 2007 og 2008. Björn Bjarnason, sem þá var dómsmálaráðherra, setti Sigríði í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra við embætti ríkislögreglustjóra til fimm ára frá 1. janúar 2007. Skipunin vakti athygli ekki síst vegna þess að embættið var aldrei auglýst laust til umsóknar.

Ári síðar skipaði svo Björn Sigríði sem lögreglustjóra á Suðurnesjum í kjölfar umdeildrar ákvörðunar um að auglýsa stöðu Jóhanns R. Benediktssonar, þáverandi lögreglustjóra, lausa til umsóknar án nokkurs tilefnis. Jóhann hafði þótt farsæll í starfi og notið stuðnings á meðal starfsmanna embættisins. Víkurfréttir minntist á einelti í þessu samhengi og þrír lykilstarfsmenn sögðu upp störfum vegna málsins.

Loks var Sigríður Björk flutt frá Suðurnesjum til Reykjavíkur og skipuð lögreglustjóri án auglýsingar árið 2014 eftir að Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, sagði starfi sínu lausu vegna ítrekaðra afskipta þáverandi innanríkisráðherra af lögreglurannsókn á ráðuneyti hennar.

Í ljósi alls þessa telur Kristján ljóst að lögreglustjórinn njóti verndar verndar Sjálfstæðisflokksins. „Þessi kona, (lögreglustjóri) virðist vera undir verndarvæng ákveðins stjórnmálaflokks og virðist þar af leiðandi vera vernduð fyrir öllum þeim kærum sem á hana eru bornar,“ skrifar hann. 

Stuðningur frá þingmönnum og ráðherra

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, kom fram í kvöldfréttum RÚV í byrjun ágúst og lýsti yfir eindregnum stuðningi við lögreglustjórann. Þá var Ólöf Nordal innanríkisráðherra nýlega spurð að því hvort eitthvað gæti orðið til þess að staða Sigríðar Bjarkar sem lögreglustjóra yrði tekin til skoðunar. Hún svaraði því neitandi.

Stundin ræddi við Kristján Inga í kvöld og mun fjalla áfram um málefni lögreglunnar á næstu dögum. Kristján er þriðji aðilinn sem sakað hefur Sigríði Björk um einelti í sumar. Stundin greindi frá því þann 23. júlí síðastliðinn að Aldís Hilmarsdóttir, fyrrverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, hefði stefnt íslenska ríkinu vegna framgöngu lögreglustjóra gagnvart sér. Í stefnu Aldísar er Sigríður sögð hafa brotið gegn starfsmannalögum, jafnréttislögum, stjórnsýslulögum, ýmsum meginreglum stjórnsýsluréttar og reglugerð um aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum. Henni er gefið að sök að hafa með ámælisverðum og endurteknum hætti valdið Aldísi vanlíðan og lagt hana í einelti. „Þannig hafi lögreglustjóri t.a.m. dregið að skipa stefnanda í starf sem aðstoðaryfirlögregluþjónn, reynt að koma henni úr starfi með því að leggja til flutning til héraðssaksóknara, gengið um deild stefnanda og lesið upphátt úr tölvupóstum hennar til sín fyrir undirmenn og aðra starfsmenn stefnanda, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í stefnunni.

Í síðustu viku greindi svo Stundin frá því að annar fyrrverandi starfsmaður fíkniefnadeildar hefði kvartað undan einelti Sigríðar Bjarkar. Í bréfi lögmanns mannsins til starfsmannaskrifstofu lögreglunnar og innanríkisráðuneytisins er því lýst hvernig Sigríður Björk öskraði á manninn, hótaði honum stöðulækkun, svipti hann lögreglufulltrúastöðu og dró til baka ákvörðun um að hann fengi að sækja sérhæfingarnámskeið erlendis. Þá er fullyrt að að vegið hafi verið að starfsheiðri lögreglumannsins og fjárhagslegri afkomu hans auk þess sem málið hafi haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Bæði hann og fleiri fjölskyldumeðlimir hafi þurft að leita sér sálfræðiaðstoðar vegna framgöngu Sigríðar Bjarkar en lögregluembættið greiddi kostnaðinn af þeirri meðferð.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
3
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár