„Þetta var eignalaust bú,“ segir Jón Sigfús Sigurjónsson, skiptastjóri fyrirtækisins Sero ehf., sem Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var 12 prósent hluthafi í. Aðrir hluthafar voru Einar Oddur Kristjánsson, tengdafaðir Illuga og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Steinþór Haraldsson, Auðhumla svf. - stærsti hluthafi MS - og Torfahús ehf., félag sem meðal annars var í eigu Einars Odds. Framkvæmdastjóri félagsins var Teitur Björn Einarsson.
Illugi nefndi á Facebook fyrr í dag, í tengslum við umræðuna um viðskipti hans og jarðvarmafyrirtækisins Orku Energy, að hann hafi verið í ábyrgðum vegna ótilgreinds fyrirtækis og að þessar ábyrgðir hafi svo fallið á hann persónulega. Þetta hafi gert það að verkum að hann hafi verið fjárþurfi og staðið frammi fyrir því að missa heimili sitt. Þar af leiðandi hafi hann brugðið á það ráð að selja íbúðina sína til stjórnarformanns Orku Energy. Umrætt fyrirtæki er Sero ehf. sem úrskurðað var gjaldþrota árið 2011, samkvæmt heimildum Stundarinnar.
Athugasemdir