Útgerðarfélagið Samherji stundar stórfelldar mútugreiðslur til stjórnmála- og embættismanna í Afríkuríkinu Namibíu til þess að ná undir sig fiskveiðikvóta. Samherji, sem er umsvifamesta útgerðarfélag Íslands með um 111 milljarða króna eigið fé, hefur greitt á annan milljarð króna í mútur á síðustu árum.
Stundin birtir í kvöld víðtæka umfjöllun um mútugreiðslur og skattaskjólaviðskipti Samherja í sérútgáfu. Umfjöllunin er unnin í samstarfi við Wikileaks, Kveik og Al Jazeera. Birtingin er samhliða umfjöllun Kveiks á Rúv um málið.
Í umfjöllun Stundarinnar er lýst flóknu neti skattaskjólaviðskipta Samherja. Félagið hefur meðal annars greitt háar fjárhæðir í mútur í gegnum aflandsfélög.
Fyrsti hluti umfjöllunar Stundarinnar birtist klukkan 20.05 í kvöld, um leið og þáttur Kveiks um málið hefst á Rúv. Klukkan 21.10 verður síðan rafræn útgáfa Stundarinnar aðgengileg. Í fyrramálið berst prentútgáfa Stundarinnar til áskrifenda og í verslanir.
Umfjöllun Stundarinnar má nálgast hér.
Fyrsta grein Stundarinnar um málið birtist hér.
Athugasemdir