Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín

Þýsk­ir lög­reglu­menn tóku á móti al­bönsku fjöl­skyld­unni við lend­ing­una í Berlín um há­deg­ið í dag. Fjöl­skyld­an var flutt úr landi þrátt fyr­ir að móð­ir­in sé geng­in tæp­ar 36 vik­ur á leið. Ekki var tek­ið til­lit til vott­orðs frá lækni á kvenna­deild Land­spít­al­ans um að hún sé slæm af stoð­kerf­is­verkj­um og gæti átt erfitt með langt flug.

Albanska flóttafjölskyldan lent í Berlín

Albanska fjölskyldan sem flutt var úr landi í morgun er lent í Berlín í Þýskalandi þar sem þýskir lögreglumenn tóku á móti þeim. Flugvél Icelandair lenti í höfuðborg Þýskalands klukkan 12.10, með fjölskylduna innanborðs, 26 ára gamla ólétta konu sem komin er tæpar 36 vikur á leið, unnusta hennar og tveggja ára gamlan dreng. Íslenskir lögreglumenn fylgdu fjölskyldunni um borð í vélina á Leifstöð á undan öðrum farþegum, samkvæmt frásögn sjónvarvotts sem flaug með sömu vél. Þá fylgdu þeir þeim til móts við þýska lögreglumenn sem tóku á móti þeim.

„Ég tékkaði mig bara inn eins og venjulegur maður og þegar kom að því að fara inn í vélina þá sá ég að það var einhver seinkun. Allt í einu birtast lögreglumenn með tvo fullorðna einstaklinga og eitt barn á milli sín og fara fram fyrir röðina og beint inn í vél. Ég pældi einhvernveginn ekkert í þessu og vissi í rauninni ekkert hvað væri að gerast, en tók náttúrulega eftir þessu eins og aðrir,“ segir farþeginn sem vill ekki láta nafn síns getið.

Það hafi svo ekki verið fyrr en hann kíkti á netið í símanum sínum, þegar hann var búin að koma sér fyrir, sem hann hafi raunverulega áttað sig á því sem væri í gangi. „Þá sá ég að það hafði verið brottvísun í nótt. Ég sat þarna með íslenska vatnið mitt og vegabréfið og gubbaði eiginlega bara upp í mig,“ segir maðurinn sem bætir við að allt hafi verið með kyrrum kjörum.

„Ég hef ekki orðið vitni af mörgum brottvísunum en þetta virkaði þannig á mig að allt væri mjög yfrvegað, það var ekkert drama eða neitt, fólk er væntanlega bara búið að gefast upp þegar svona er komið,“ segir farþegi Icelandair sem varð síðar vitni að því þegar þýskir lögreglumenn tóku á móti fjölskyldunni í Berlín, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Samkvæmt frásögn No Borders samtakanna birtist lögreglan óvænt og án fyrirvara til að handtaka og brottvísa fólkinu klukkan 18 í gærkvöldi. Konan hafi orðið fyrir „miklu stressi og byrjaði að blæða mikið úr nefi“. Parið hafi fengið heimild lögreglu til að fara á spítala, með þeim fyrirvara að lögregla myndi sækja fjölskylduna klukkan fimm í nótt fyrir brottvísunarflugið. Fram kemur í frásögn No Borders að konan hafi fengið vottorð á spítalanum um að henni væri ekki ráðlagt að fljúga vegna ástands síns.

Stundin hefur vottorðið undir höndum. Í því kemur fram: „Það vottast hér með að _____________ er ófrísk og gengin skv. síðustu tíðum 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Undir vottorðið skrifar læknir á kvennadeild Landspítalans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár