Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, var leiðbeinandi við BA-ritgerð í lögfræði við Háskólann í Reykjavík um skipan dómara á Íslandi. Stór hluti ritgerðarinnar fjallar um að skipan Jóns Steinars sem hæstaréttardómara hafi verið réttmæt og að umsögn Hæstaréttar um hæfni hans hafi byggst á annarlegum sjónarmiðum.
Ritgerðin ber titilinn „Skipun dómara á Íslandi – Ófremdarástand“ og er eftir Pál Magnús Pálsson. Í ritgerðinni, sem er frá júní, er sérstaklega fjallað um skipan Jóns Steinars sem hæstaréttardómara árið 2004 sem þótti gríðarlega umdeild. Er vísað í níu verk eftir Jón Steinar í heimildaskrá, mun fleiri en í nokkurn annan.
Páll Magnús er varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og sonur Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Þegar ég leiddi hugann að því hver gæti liðsinnt mér við ritgerðarskrifin kom aðeins eitt nafn upp í hugann: Jón Steinar Gunnlaugsson,“ skrifar hann í formálsorðum …
Athugasemdir