Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum

Banda­lags­ríki Ís­lend­inga í Nató hót­ar að láta 3,6 millj­ón­ir hæl­is­leit­enda „flæða“ yf­ir Evr­ópu ef árás Tyrkja á Sýr­land verð­ur skil­greind sem inn­rás. Stjórn­ar­her Sýr­lands, studd­ur af Ír­ön­um og Rúss­um, stefn­ir í átt að tyrk­nesk­um her­sveit­um. Gagn­rýni á inn­rás­ina hef­ur ver­ið gerð refsi­verð og tyrk­neska lands­lið­ið í knatt­spyrnu tek­ur af­stöðu með inn­rás­inni.

Gagnrýni á innrás Tyrkja jafngildir hryðjuverkum
Tyrkir fagna marki Liðsmenn tyrkneska landsliðsins fögnuðu marki gegn Albaníu á föstudag með hermannakveðju til stuðnings „píslarvottum“ sem ráðast inn í Sýrland.

Gefið hefur verið út að blaðamönnum í Tyrklandi, sem flytja gagnrýnar fréttir af innrás tyrkneska hersins í Sýrland, verði refsað fyrir umfjallanir sínar. Þetta kemur meðal annars fram í yfirlýsingu saksóknaraembættisins í Istanbul, stærstu borg Tyrklands, þar sem fram kemur að einstaklingar sem „ráðast á almannafrið í Lýðveldinu Tyrklandi, innanlandsfrið, semheldni eða öryggi“ með „hvers kyns áivriðingum í fréttum, skrifum eða ljósvakamiðlun eða samfélagsmiðlum“ verði saksóttir samkvæmt hegningarlögum og lögum gegn hryðjuverkum.

Í nýjustu vendingum í innrásinni er greint frá því að stjórnarher Sýrlands, sem studdur er af Írönum og Rússum, sækir nú í átt að tyrkneska innrásarhernum, eftir að kúrdískar hersveitir náðu sáttum við stjórnarherinn.

Innrásin gengur undir heitinu Friðarvor í Tyrklandi og hefur verið studd opinberlega af tyrkneska landsliðinu í knattspyrnu, sem mætir íslenska landsliðinu í næsta mánuði. Franskir stjórnmálamenn lýstu því yfir að Frakkar ættu að sniðganga leik Frakklands og Tyrklands í dag, en utanríkisráðherra Frakklands ákvað sjálfur að hætta við að sækja leikinn.

Blaðamenn handteknir

Hakan Demir, ritstjóri fréttamiðilsins BirGün, var handtekinn á heimili sínu í síðustu viku eftir að hafa birt tíst á Twitter um innrásina. Þá var Fatih Gökhan Diler, fréttaritstjóri vefréttamiðilsins Diken, handtekinn á ritstjórnarskriftofu sinni sama dag, vegna fréttar þar sem vitnað var í talsmann kúrdískra hersveita, Lýðræðisafla Sýrlands.

Erdogan TyrklandsforsetiHefur gengið milli bols og höfuðs á blaðamönnum, dómurum og fleirum, eftir að valdaránstilraun var stöðvuð árið 2016.

Báðir voru látnir lausir, en rannsókn stendur yfir. Þeim er meinað að fara úr landi. Evrópuráðið hefur sett atvikin á lista yfir ógn gegn lýðræðinu.

Á þriðja hundrað blaðamanna hafa verið handteknir frá árinu 2016, eftir að valdaránstilraun fór út um þúfur. Í fyrra voru 122 blaðamenn dæmdir í fangelsi.

Evrópusambandið hefur ákveðið að hætta vopnaflutningum til Tyrklands vegna innrásarinnar, sem átti sér stað eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað án samráðs við ráðgjafa sína og þingið, að draga herlið Bandaríkjanna frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Á sama tíma hótar Recep Erdogan Tyrklandsforseti því að láta milljónir flóttamanna flæða yfir Evrópuríki ef þau skyldu lýsa innrásinni sem hersetu. Þá segir Erdogan að Evrópuríki taki afstöðu með hryðjuverkum.

Sameinuðu þjóðirnar uggandi

Yfirlýstur tilgangur innrásarinnar er að skapa öruggt svæði innan landamæra Sýrlands við Tyrkland, þangað sem senda mætti sýrlenska flóttamenn. 

Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið út að 160 þúsund manns hafi flúið heimili sín við innrás Tyrkja, auk þess sem fjöldi almennra borgara hafi týnt lífi. Þá lýsa bæði SÞ og Evrópusambandið yfir áhyggjum af þeim 12 þúsund liðsmönnum samtakanna sem kenna sig við Íslamska ríkið, sem eru í haldi Kúrda. Herdeildir Kúrda hafa verið í lykilhlutverki við að sigrast á Íslamska ríkinu, en Tyrkir skilgreina kúrdísku sveitirnar sem hryðjuverkasamtök. Kúrdar voru áður studdar af Bandaríkjamönnum, þar til Trump forseti ákvað eftir símtal við Erdogan að snúa við blaðinu. Nú hafa kúrdísku sveitirnar hins vegar myndað bandalag með sveitum Assads Sýrlandsforseta, sem studdur er af Íran og Rússlandi. Hassan Rouhani, forseti Írans, sagði í dag að ríkisstjórn hans „samþykkti ekki aðferðina sem [Tyrkir] beita“ og bað Tyrki að láta af innrásinni. Erdogan sagðist hins vegar ekki ætla að bakka, „sama hvað hver segir“. 

Á sama tíma er Vladimir Putin Rússlandsforseti í heimsókn í Sádí-Arabíu, en ríkið á Arabíuskaganum hefur lengi verið einn nánasti bandamaður Bandaríkjanna á svæðinu.

Lykilfólk í bandarísku fulltrúadeildinni og öldungadeildinni ráða nú ráðum sínum um mögulegar refsiaðgerðir gegn Tyrkjum, studdar af Demókrötum og Repúblikönum.

Myndband ViceErdogan hefur hótað Evrópusambandinu að senda 3,6 milljónir flóttamanna þangað, ef innrásin sem hann fyrirskipaði í Sýrland verður kölluð herseta.

Rætt á Íslandi

Ísland er ásamt Tyrklandi hluti af Norður-Atlantshafsbandalaginu, en samstarfið felur í sér að árás á eina þjóð Nató er árás á þær allar.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra svaraði í dag fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi, þar sem hún velti því upp hvort Tyrkir gæti dregið Íslendinga með sér í stríð. „Get­um við treyst á varn­ar­sam­starf með þjóðum eins og Banda­ríkj­un­um og Tyrklandi? ... Er kom­inn tími til að end­ur­skoða veru okk­ar í NATO?“ spurði Halldóra.

„Er kom­inn tími til að end­ur­skoða veru okk­ar í NATO?“

Guðlaugur svaraði því til að „fljótsvarað“ væri að Tyrkaland gæti ekki dregið Íslendinga með sér í stríð. „Við mót­mæl­um harðlega fram­ferði Tyrkja og sömu­leiðis for­dæm­um við brot sem verða á al­menn­um borg­ur­um,“ sagði hann.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, hefur hins vegar sagt að Tyrkland haldi áfram að vera mikilvægur aðili að varnarbandalaginu.

Íslensk yfirvöld hafa átt í samskiptum við þau tyrknesku vegna hvarfs Hauks Hilmarssonar, sem ferðaðist til Sýrlands og studdi kúrdískar sveitir til baráttu fyrir lýðræði. Haukur var sagður hafa týnt lífi í árás tyrkneska hersins.

Vakið hefur athygli að liðsmenn tyrkneska knattspyrnulandsliðsins lýstu allir sem einn yfir stuðningi við innrás Tyrkja í Sýrland þegar þeir heilsuðu að hermannasið bæði eftir að hafa skorað mark gegn Albaníu á föstudag og svo í búninsklefa eftir leikinn. 

Heilsað að hermannasiðTyrkneski landsliðshópurinn og fylgdarlið lýsa stuðningi við her Tyrkja.

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir því tyrkneska 14. nóvember næstkomandi í Tyrklandi. Skemmst er þess að minnast að fjöldi Íslendinga fékk ógnandi skilaboð frá stuðningsfólki tyrkneska landsliðsins eftir að liðið var látið undirgangast öryggisleit á Keflavíkurflugvelli og belgískur grínisti beinti uppþvottabursta að liðsmanni Tyrkja þegar hann var í viðtali við fjölmiðla. Meðal annars var fjölskyldu íslenskra íþróttafréttamanna hótað ofbeldi og nauðgunum.

Auk þessa kvörtuðu tyrknesk yfirvöld formlega við þau íslensku. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár