Á þessu ári er þess minnst að 100 ár eru liðin frá því Þjóðverjar máttu skrifa undir Versalasamningana eftir að hafa tapað í fyrri heimsstyrjöld. Þeir samningar fengu fljótlega á sig slæmt orð og voru taldir alltof strangir og óréttlátir í garð Þjóðverja. Það hefur verið talið næstum eðlilegt að Nasistaflokkur Hitlers hafi sópað að sér fylgi biturra Þjóðverja með baráttu gegn þessum hræðilegu samningum. Það má kannski segja að þeir hafi verið eins og samkrull Icesave-samninganna og þriðja orkupakkans í vitund Þjóðverja.
Núorðið eru sumir ekki alveg vissir um að þessir samningar hafi verið slæmir eða óréttlátir. Ný og stórmerkileg bók á ensku um þetta eftir þýska sagnfræðinginn Jürgen Tampke heitir til dæmis A Perfidious Distortion of History, eða Sviksamleg afbökun sögunnar, og nafnið segir sína sögu um kenningu höfundar.
„Hófsamur“ kanslari
En burtséð frá Versalasamningunum má líka leiða hugann að því hvernig Þjóðverjar hefðu leikið andstæðinga sína í …
Athugasemdir