Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vændiskaupendur í sigti lögreglu: Íslenskir karlmenn kaupa aðgang að erlendum konum

94 pró­sent þeirra sem voru staðn­ir að vændis­kaup­um á ár­inu eru ís­lensk­ir karl­menn og með­al­ald­ur­inn 41 ár. „Hinir, 6%, voru er­lend­ir karl­menn, en þetta hlut­fall kann að koma ein­hverj­um á óvart,“ seg­ir í til­kynn­ingu lög­reglu.

Vændiskaupendur í sigti lögreglu: Íslenskir karlmenn kaupa aðgang að erlendum konum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sett aukinn kraft í rannsóknir er snúa að mansali og vændi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem lögreglan sendi út í kvöld eftir að fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. „Athygli vekur að 94% þeirra sem voru staðnir að verki við vændiskaup eru íslenskir karlmenn, en meðalaldur þeirra er 41 ár. Hinir, 6%, voru erlendir karlmenn, en þetta hlutfall kann að koma einhverjum á óvart,“ segir í tilkynningunni. „Þeir sem stunda vændi hérlendis eru mestmegnis erlendar konur, en sumar þeirra virðast koma hingað ítrekað þessara erinda.“

Bent er á að mansalsmál séu alla jafna þung í vöfum og tímafrek. Fá slík mál fari alla leið í kerfinu. Eins og Stundin greindi frá á dögunum fjölgaði tilkynntum kynferðisbrotum umtalsvert í maí samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæður þessa má rekja til aukinnar áherslu á vændismál. „Kynferðisbrotin (kaup á vændi – 206. gr. alm. hegningarlaga) voru 17 í fyrrnefndum mánuði og enn fleiri í síðasta mánuði, júní, eða 21. Allt árið í fyrra voru brotin 9, en þetta árið hefur embættið haft meiri mannafla og tíma til að takast á við málaflokkinn og tölurnar endurspegla það. Þess má jafnframt geta að vændismálin eru samtals 48 það sem af er árinu 2019,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vændi

Brugðið vegna framgöngu þingmannsins: „Ég veit hvernig mér líður, ekki hann“
Fréttir

Brugð­ið vegna fram­göngu þing­manns­ins: „Ég veit hvernig mér líð­ur, ekki hann“

„Ég leit­aði mér að­stoð­ar vegna þess að mér leið illa yf­ir vænd­inu,“ seg­ir fyrr­ver­andi vænd­is­kona sem steig fram í kvöld­frétt­um Stöðv­ar 2 síð­ustu helgi. Brynj­ar Ní­els­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tel­ur Stíga­mót hafa sann­fært hana um að hún sé fórn­ar­lamb. „Það hvernig hann lýs­ir at­vik­um er kolrangt, enda veit hann ekk­ert um mína hagi,“ seg­ir kon­an.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár