Þótt Persar reistu mest stórveldi um sína daga hafa þeir farið nokkuð halloka í mannkynssögunni því þeir komu sér ekki upp sagnariturum sem mærðu sigra þeirra og túlkuðu ósigrana sem „varnarsigra“. Grikkir gerðu ekki þau mistök og sagnaritarinn Heródótus var fremstur í flokki þeirra rithöfunda sem skráðu hetjusögur Grikkja í stöðugum átökum við Persa þannig að Grikkir höfðu jafn mikla dýrð af töpuðum orrustum sem unnum.
300 manna úrvalslið
Þar er frægasta dæmið orrustan í Laugaskarði árið 480 en frammistaða Grikkja og þó fyrst og fremst Spartverja í þeim slag þótti lengst af einhver mesti hetjuskapur sem sagan kunni frá að greinast. Ég man til dæmis að karl faðir minn sagði mér þessa sögu þegar ég var barn að aldri og grét ég fögrum tárum yfir hetjuskap Spartverjanna.
Svona er sagan, eins og Heródótus rakti hana.
Xerxes var þriðji Persakóngur frá Kýrusi mikla og gerði innrás í Grikkland til að …
Athugasemdir