Alþingi fær ekki upplýsingar um tekjur og gjöld Fangelsismálastofnunar vegna vinnu afplánunarfanga undanfarin tíu ár. Þá hefur dómsmálaráðuneytið engar upplýsingar um fjölda fanga sem eiga aðild að stéttarfélagi.
„Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun ríkisins er ekki hægt að sundurliða gjöld vegna vinnu afplánunarfanga sérstaklega,“ segir í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Eymarsdóttur, varaþingkonu Pírata, um málið.
Fram kemur að ýmsir kostnaðarþættir séu ekki „sérskilgreindir sér“ og því sé ekki unnt að svara fyrirspurninni. „Sem dæmi má nefna að laun fangavarða sem eru eftirlitsaðilar og leiðbeinendur á öllum vinnustöðum eru ekki skilgreind sérstaklega sem gjöld á móti tekjum heldur eru laun þeirra hluti af heildarrekstrarkostnaði fangelsanna. Þá er ýmis afleiddur kostnaður við vinnu fanga, svo sem rafmagn, hiti, leiga, fasteignagjöld, viðhald húsnæðis og ýmis annar rekstrarkostnaður sem fellur til hluti af heildarrekstrarkostnaði hvers fangelsis fyrir sig.“
Athugasemdir