Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisstjórnin heldur harðri útlendingastefnu til streitu

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp sem þreng­ir að rétt­ind­um ákveð­ins hóps hæl­is­leit­enda, með­al ann­ars fólks í sams kon­ar stöðu og Zainab Safari og fjöl­skylda henn­ar.

Ríkisstjórnin heldur harðri útlendingastefnu til streitu
Zainab og Þórdís Kolbrún Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar beinist meðal annars að fjölskyldum eins og þeirri sem Hagskælingar söfnuðu undirskriftum fyrir, fólki frá stríðshrjáðum svæðum sem hefur fengið stöðu flóttamanns viðurkennda í öðru Evrópuríki en leitar til Íslands, t.d. vegna bágra aðstæðna í Grikklandi og Ungverjalandi.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér herta útlendingastefnu og þrengir að réttindum ákveðins hóps hælisleitenda, meðal annars fólks sem þegar hefur fengið stöðu sína sem flóttamenn viðurkennda í öðru Evrópuríki. 

Mál einnar slíkrar fjölskyldu hefur vakið mikla athygli eftir að nemendur Hagaskóla efndu til undirskriftasöfnunar fyrir skólasystur sína Zainab Safari, móður hennar og bróður, og gengu fylktu liði þann 22. mars að dómsmálaráðuneytinu og húsnæði kærunefndar útlendingamála.

Nokkrum dögum síðar, þann 2. apríl, var frumvarp dómsmála-ráðherra tekið fyrir í ríkisstjórn og í gær var það lagt fram sem stjórnarfrumvarp á Alþingi. Frumvarpið byggir á drögum sem kynnt voru í ráðherratíð Sigríðar Á. Andersen og aðeins smávægilegar efnislegar breytingar hafa verið gerðar.

Áfram stendur til að takmarka verulega andmælarétt hælisleitenda, sporna gegn því að að­stand­endur kvóta­flótta­fólks geti fengið dvalar­leyfi á grund­velli fjöl­skyldu­sam­einingar og veikja réttarstöðu fjölskyldna sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru landi, svo sem í Grikklandi eða Ungverjalandi en sækjast eftir því að búa á Íslandi. 

Eins og Stundin hefur fjallað um felldi kærunefnd útlendingamála úr gildi nokkrar ákvarðanir Útlendingastofnunar í fyrra þar sem hælisleitendum hafði verið neitað um efnislega meðferð á Íslandi í ljósi þess að Ungverjaland og Grikkland höfðu þegar veitt þeim vernd. Taldi kærunefndin að stjórnvöldum bæri skylda til að meta umsóknir fólksins efnislega vegna viðkvæmrar stöðu þeirra. 

Í úrskurðum kærunefndarinnar var lagt fyrir Útlendingastofnun að taka hælisumsóknir fólksins til efnislegrar meðferðar á grundvelli 1. málsl. 2. mgr. 36. gr. laga um útlendinga þar sem fjallað er um „sérstakar ástæður“.

Fyrirhugaðar lagabreytingar ríkisstjórnarinnar fela í sér að sá málsliður mun ekki eiga við um einstaklinga sem þegar hafa hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki. Þá verður hópurinn sviptur möguleikanum á að fá réttaráhrifum ákvörðunar Útlendingastofnunar frestað. Verður þannig réttarstaða fjölskyldna í sams konar aðstæðum og fólkið sem Hagskælingar sameinuðust um að styðja skert verulega og girt fyrir að kærunefndin geti komið í veg fyrir brottflutning þeirra. 

„Ástæða þykir til að bregðast við fjölgun umsókna einstaklinga um alþjóðlega vernd, sem þegar hafa dvalið í öðrum aðildarríkjum Schengen áður en þeir komu til Íslands svo að auka megi skilvirkni við vinnslu mála einstaklinga í þeirri stöðu,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

„Er því meðal annars lagt til að skýrt verði kveðið á um að beita skuli Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur, mælt fyrir um sjálfkrafa kæru í málum sem þessum, lagt til að kæra fresti ekki réttaráhrifum ef umsækjanda um alþjóðlega vernd hefur verið synjað um efnislega meðferð á þeim grundvelli að hann hafi þegar hlotið alþjóðlega vernd í öðru ríki, auk þess sem tilefni þykir til að hverfa frá þeirri framkvæmd að umsóknir einstaklinga sem þegar hafi hlotið alþjóðlega vernd séu teknar til efnislegrar meðferðar á grundvelli undantekninga 2. mgr. 36. gr. um sérstök tengsl og sérstakar ástæður.“

Hvað þennan hóp varðar hefur þó verið gerð sú breyting á fyrri drögum að lagt er til að bætt verði inn ákvæði um að „mál skuli tekið til efnismeðferðar ef brýnar einstaklingsbundnar aðstæður umsækjanda krefjast þess, svo sem þegar einstaklingsbundnir hagsmunir barns koma í veg fyrir endursendingu til viðtökuríkis eða þegar umsækjandi glímir við alvarleg líkamleg eða andleg veikindi og nauðsynleg yfirstandandi meðferð krefst þess að fallið verði frá endursendingu til viðtökuríkis“. 

Á meðal þess sem Rauði krossinn gagnrýndi í frumvarpsdrögum Sigríðar Andersen eru ákvæði sem koma í veg fyrir að nánustu aðstandendur kvótaflóttamanna geti  fengið dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Þessari stefnu er haldið til streitu í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar en hún þó milduð örlítið.

„Lagt er til að orðalagi 2. mgr. 45. gr. laganna verði breytt á þá leið að þeir einir geti verið grundvöllur fjölskyldusameiningar sem uppfylli skilyrði 37. og 39. gr. laganna. Þannig geta einstaklingar sem fengið hafa alþjóðlega vernd á grundvelli 45. gr. laganna ekki verið grundvöllur frekari fjölskyldusameininga,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Hins vegar er lagt til að ráðherra mæli fyrir um heimild til útgáfu dvalarleyfis í sérstökum tilvikum til nánustu aðstandenda flóttafólks sem kemur til Íslands í boði stjórnvalda í reglugerð, t.d. þegar fjölskyldumeðlima hefur verið getið í skýrslum Flóttamannastofnunar og upplýsingar legið fyrir um fjölskyldumeðlimi og af hverju þeir gátu ekki komið til landsins á sama tíma og sá sem fengið hefur alþjóðlega vernd á grundvelli 43. gr. laganna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár