Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Við þráum frið og öryggi

Shahnaz Safari og börn­in henn­ar tvö, Zainab og Amil, verða að óbreyttu send aft­ur til Grikk­lands, þar sem þeirra bíð­ur líf á göt­unni. Verði nýtt frum­varp dóms­mála­ráð­herra að lög­um verð­ur von fólks eins og þeirra, um líf og fram­tíð á Ís­landi, enn daufari en áð­ur.

Við þráum frið og öryggi

Tvisvar hafa íslensk stjórnvöld hafnað því að taka mál Shahnaz Safari og barna hennar til efnislegrar meðferðar, sem er grunnforsenda þess að þau eigi möguleika á að setjast að á Íslandi. Fyrst hafnaði Útlendingastofnun því þann 6. desember síðastliðinn og þá höfnun staðfesti kærunefnd útlendingamála 12. febrúar. Eftir því sem Stundin kemst næst er þetta í fyrsta sinn sem Kærunefndin staðfestir úrskurð Útlendingastofnunar í máli sem þessu, þar sem um einstæða móður með börn með alþjóðlega vernd í Grikklandi er að ræða. Í september síðastliðnum felldi Kærunefndin til að mynda úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja um að taka umsókn fjölskyldu til efnismeðferðar, sem hafði alþjóðlega vernd í Grikklandi.

Enginn vafi leikur á um að staða Shahnaz, Zainab og Amir er afar veik og viðkvæm. Þau eiga engar efnislegar eignir, litla sem enga peninga og afar erfiða reynslu að baki. Faðir barnanna er týndur í Grikklandi og óljóst hvort hann er á lífi og móðirin glímir við alvarlegt þunglyndi. Þrátt fyrir það er áætlað að senda fjölskylduna aftur til Grikklands, þar sem þau eru fullviss um að lenda á götunni.

Þessa ákvörðun taka stjórnvöld í skjóli þess að fjölskyldan hefur þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi, en þangað fór hún í hælisleit í byrjun árs 2016. Að undanförnu hefur þeim hins vegar fjölgað sem hingað koma sem eru einmitt í þeirri stöðu. Fólkið lýsir því sem alþjóðastofnanir og hjálparsamtök hafa staðfest: Ömurlegum aðstæðum í flóttamannabúðum, bágri heilbrigðisþjónustu, kynþáttafordómum og skorti á tækifærum. Alþjóðleg vernd í Grikklandi sé verri en engin vernd.

Fædd á flótta

Móðirin Shahnaz, fjórtán ára dóttir hennar, Zainab, og sonurinn Amir, sem er 12 ára, hittu blaðamann og ljósmyndara á Stundinni á dögunum. Við hittumst seinni partinn, að beiðni móðurinnar, sem vildi ekki að börnin misstu stundir úr skóla. Skólaganga þeirra hér er eitt það dýrmætasta sem hún hefur lifað svo árum skiptir. Amir gengur í Grandaskóla og Zainab í Hagaskóla. Það er þungt yfir þeim öllum og þeim stekkur ekki bros á vör allan þann tíma sem þau dvelja á skrifstofunni. Þau hafa heldur ekki margt til að brosa yfir. Þau eru heltekin af áhyggjum, öll þrjú, og bera það með sér.

 „Ég trúi því ekki enn þá hversu slæmar aðstæður eru í Grikklandi.“

Það eru um sex mánuðir frá því Shahnaz og börnin hennar tvö komu til Íslands í þeirri von að öðlast hér betra líf. Fimmtán ár eru frá því Shahnaz og eiginmaður hennar yfirgáfu stríðshrjáð Afganistan og flúðu til Íran. Þar fæddist þeirra fyrsta barn, dóttirin Zainab, og tveimur árum síðar bættist sonurinn Amir í fjölskylduna. Fjölskyldan bjó í tólf ár í Íran en lífið var þeim erfitt og tækifærin til betra lífs fá. Fyrir þremur árum síðan tóku þau ákvörðun um að flýja ástandið og fara til Evrópu. Þau komu til Grikklands í mars árið 2016, eftir að hafa farið fótgangandi um torfærnar götur og fjöll, frá Norður-Íran til Tyrklands. Þaðan komust þau, eftir nokkrar tilraunir, með báti til Grikklands. Þar mættu þeim allt aðrar aðstæður en þau höfðu vonað. „Ég trúi því ekki enn þá hversu slæmar aðstæður eru í Grikklandi,“ segir Shahnaz.

Það er Arash Rahnam, Írani búsettur á Íslandi, sem túlkar fyrir fjölskylduna. Shahnaz talar ekki íslensku né heldur ensku. Móðurmál hennar er dari en hún er hvorki læs né skrifandi. Dóttir hennar, Zainab, sem er 15 ára, er búin að læra dálitla ensku og talar nokkur orð í íslensku.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Vilja að rýnt verði í bútasaumskennt rekstrarumhverfi fjölmiðla
Fréttir

Vilja að rýnt verði í bútasaumskennt rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla

Þing­menn frá Við­reisn, Pír­öt­um, Sam­fylk­ingu og Flokki fólks­ins vilja að starfs­hóp­ur verði sett­ur á lagg­irn­ar til að skoða stöðu ís­lenskra fjöl­miðla, með það að mark­miði að leggja til að­gerð­ir til að jafna stöðu fjöl­miðla, hvort sem þeir eru inn­lend­ir eða er­lend­ir, í einka­eigu eða rík­is­eigu.
400 nýjar milljónir á ári til einkarekinna miðla og draga á úr umsvifum RÚV á samkeppnismarkaði
Greining

400 nýj­ar millj­ón­ir á ári til einka­rek­inna miðla og draga á úr um­svif­um RÚV á sam­keppn­ismark­aði

Stuðn­ing­ur rík­is­sjóðs við einka­rekna fjöl­miðla verð­ur auk­inn um 400 millj­ón­ir króna á ári sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi fjár­mála­áætl­un. Fram­lag til þeirra verð­ur því rúm­lega tvö­fald­að. Fram­lög til RÚV úr rík­is­sjóði verða 1,5 millj­arði krón­um hærri 2028 en þau eru í ár en vinna á að draga úr um­svif­um rík­is­mið­ils­ins á aug­lýs­inga­mark­aði.
Höfuðborgarsorp – frá skarna til ...?
Þorvaldur Örn Árnason
Aðsent

Þorvaldur Örn Árnason

Höf­uð­borg­arsorp – frá skarna til ...?

Þor­vald­ur Örn Árna­son líf­fræð­ing­ur seg­ir Reyk­vík­inga hafa sýnt metn­að í sorp­mál­um og vilj­að vel, en ver­ið sein­heppn­ir. Nú kall­ar hann eft­ir sorp­menn­ing­ar­bylt­ingu.
Leggja fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra
Fréttir

Leggja fram van­traust­stil­lögu á dóms­mála­ráð­herra

Fjór­ir þing­flokks­for­menn Pírata, Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Flokks fólks­ins hafa lagt fram van­traust­stil­lögu á Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra. Síð­ast var van­traust­stil­laga á ráð­herra lögð fram ár­ið 2018 þeg­ar Sig­ríð­ur Á. And­er­sen var dóms­mála­ráð­herra.
Þegar Alþingi lögleiddi mannréttindabrot
Aðsent

Íris Björk Ágústsdóttir, Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir og Askur Hrafn Hannesson

Þeg­ar Al­þingi lög­leiddi mann­rétt­inda­brot

Fé­lag­ar í grasrót­ar­hreyf­ing­unni Fell­um frum­varp­ið skrifa um ný­sam­þykkt­ar breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um.
Færri lóur kveða burt snjóinn
Fréttir

Færri ló­ur kveða burt snjó­inn

Tug­þús­und­ir mó­fugla tapa bú­svæð­um sín­um ef öll þau 7.000 sum­ar­hús sem bú­ið er að sam­þykkja skipu­lag fyr­ir á land­inu verða byggð. Mó­fugl­um stend­ur einnig hætta af vega­gerð, skóg­rækt og vindorku­ver­um. For­stöðu­mað­ur Rann­sókna­set­urs Há­skóla Ís­lands á Suð­ur­landi seg­ir að ef fram held­ur sem horf­ir verði mó­fugl­ar að mestu farn­ir eft­ir hálfa öld.
Útlendingar og íslensk lög – Þrætuepli samtímans
10 staðreyndir

Út­lend­ing­ar og ís­lensk lög – Þrætu­epli sam­tím­ans

Út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra var sam­þykkt á dög­un­um en það átti sér lang­an að­drag­anda. Heim­ild­in leit um öxl og fór yf­ir sögu út­lend­ingalaga hér á landi.
„Að alast upp í tanki er eins brjálæðislega ónáttúrulegt og hugsast getur“
Skýring

„Að al­ast upp í tanki er eins brjál­æð­is­lega ónátt­úru­legt og hugs­ast get­ur“

Ang­ist hef­ur grip­ið um sig er há­hyrn­ing­arn­ir Kiska, Keikó og Kat­ina voru föng­uð af mönn­um og að­skil­in frá fjöl­skyld­um sín­um. Hinir ungu há­hyrn­ing­ar hafa vein­að af skelf­ingu og fjöl­skyld­urn­ar leit­að að þeim lengi. Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir sjáv­ar- og at­ferl­is­fræð­ing­ur seg­ir mjög sterk­ar teng­ing­ar verða inn­an fjöl­skyldna há­hyrn­inga og vina­bönd sömu­leið­is mynd­ast við aðra hópa.
Einn sjötti íbúða á Akureyri í eigu aðila utan sveitarfélagsins
Fréttir

Einn sjötti íbúða á Ak­ur­eyri í eigu að­ila ut­an sveit­ar­fé­lags­ins

Hátt í 1.500 íbúð­ir á Ak­ur­eyri eru í eigu fólks eða lög­að­ila sem hafa heim­il­is­festi ann­ars stað­ar. Ak­ur­eyri sker sig frá sveit­ar­fé­lög­un­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Rottuheimar
GagnrýniDraumaþjófurinn

Rottu­heim­ar

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son rýn­ir í Drauma­þjóf­inn.
„Með engum hætti vil ég saka þingmenn um mútuþægni“
Fréttir

„Með eng­um hætti vil ég saka þing­menn um mútu­þægni“

Dóms­mála­ráð­herra gaf í skyn úr ræðu­stól Al­þing­is í dag að þing­menn þægju gjaf­ir frá nýj­um Ís­lend­ing­um sem hlot­ið hefðu rík­is­borg­ara­rétt frá Al­þingi. Í yf­ir­lýs­ingu seg­ir ráð­herr­ann að hon­um þyki „leitt að ég hafi ekki orð­að þann hluta ræðu minn­ar nægi­lega skýrt.“
Varnarblekkingin
Soffía Sigurðardóttir
Aðsent

Soffía Sigurðardóttir

Varn­ar­blekk­ing­in

Soffía Sig­urð­ar­dótt­ir seg­ir að frið­ar­stefna sé ekki hug­leysi. Hún krefj­ist þraut­seigju og hug­rekk­is að þora að fara í frið. Eng­inn fari í stríð af því hann sé hug­rakk­ur, til þess þurfi að­eins að vera ótta­sleg­inn.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    3
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    4
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.