Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aldís kærir aðstoðarlögreglustjóra fyrir brot á þagnarskyldu

Al­dís Schram seg­ir að­stoð­ar­lög­reglu­stjóra hafa brot­ið gegn þagn­ar­skyldu, mögu­lega í ávinn­ings­skyni, með því að af­henda Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni vott­orð um af­skipti lög­reglu af henni.

Aldís kærir aðstoðarlögreglustjóra fyrir brot á þagnarskyldu

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, hefur kært Hörð Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu til héraðssaksóknara. Ástæðan er vottorð sem Hörður afhenti Jóni Baldvini og fjallar um afskipti lögreglu af Aldísi.

Telur Aldís að með því að leggja fram vottorðið hafi Hörður brotið gegn þagnarskyldu, mögulega í ávinningsskyni. Í vottorðinu sagði að lögreglan hefði nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi eða sinnt verkefnum vegna hennar. Foreldrar hennar, Jón Baldvin og Bryndís Schram, hafi hins vegar aldrei kallað til lögreglu vegna hennar. Jón Baldvin birti úrdrátt úr vottorðinu opinberlega, bæði í Silfrinu á RÚV og í Morgunblaðinu.

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislegra áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda dóttur sinnar.

Aldísi hefur sex sinnum verið nauðungarvistuð á geðdeild Landspítalans. Hefur hún borið föður sinn þeim sökum að hafa farið fram á vistunina í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Hann hefur hafnað því. Fjórar beiðnir um nauðungarvistun bárust frá honum á meðan hann var erlendis að störfum sem sendiherra. 

Í grein í Morgunblaðinu 7. febrúar birti Jón Baldvin upplýsingar um vottorðið. „Sjálfur á ég í fórum mínum eftirfarandi vottorð frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, dagsett 5. janúar 2012: „Lögreglan hefur nokkrum sinnum á undanförnum árum haft afskipti af Aldísi Baldvinsdóttur [...] eða sinnt verkefnum vegna hennar. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að foreldrar hennar, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson, hafa aldrei kallað á lögreglu eða beðið lögreglu um aðstoð af neinu tagi hennar vegna. Þetta staðfestist hér með.“ (Undirskrift: Hörður Jóhannesson aðstoðarlögreglustjóri.)“

Aldís birti bréf sitt til héraðssaksóknara á Facebook síðu sinni í dag. Telur hún útgáfu vottorðsins brjóta gegn þagnarskylduákvæði lögreglulaga og mögulega almennum hegningarlögum einnig.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár