Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stundatafla staðfestir að Jón Baldvin kenndi Matthildi og Maríu

Stundatafla úr Haga­skóla, sem Borg­ar­skjala­safn hef­ur af­hent Stund­inni, stað­fest­ir að Jón Bald­vin Hanni­bals­son kenndi kon­un­um sem saka hann um kyn­ferð­is­brot á tán­ings­aldri. Jón Bald­vin hef­ur neit­að að svara fyr­ir ásak­an­irn­ar á þeim grund­velli að eng­in gögn stað­festi kennslu hans, en sú full­yrð­ing hans stenst ekki.

Stundatafla staðfestir að Jón Baldvin kenndi Matthildi og Maríu

Stundatafla Jóns Baldvins Hannibalssonar frá því hann kenndi í Hagaskóla veturinn 1967 til 1968 staðfestir að hann kenndi bekknum sem Matthildur Kristmannsdóttir og María Alexandersdóttir voru í. Báðar hafa sakað hann um kynferðislega áreitni við kennslu þegar þær voru 13 til 14 ára.

Jón Baldvin hefur hingað til neitað að svara fyrir lýsingar Matthildar og Maríu. „Það finnast engin gögn um það að ég hafi kennt í þessari bekkjardeild,“ sagði Jón Baldvin í Silfrinu. „Á meðan það er hef ég ekki meira um það að segja.“

Matthildur lýsti í viðtali við Stundina 11. janúar að Jón Baldvin hefði reglulega látið hana sitja eftir að loknum tímum í íslensku. Hann hafi snert hana og gengið lengra í hvert skiptið.

„Hann hélt áfram að strjúka mér og fór að troða sér aftan á stólinn hjá mér,“ sagði Matthildur. „Þetta var svona gamall skólastóll með algjörlega beinu baki og beinu sæti. Honum tókst að troða sér fyrir aftan mig á milli mín og stólbaksins. Ég sat alveg á nippinu á stólnum. Hann var mjög grannur á þessum árum og ég líka og þetta tókst honum að gera. Hann byrjaði að káfa á mér allri og sleikti á mér hálsinn og eyrað og kinnina. Ég var algjörlega frosin. Ég gat ekki staðið upp. Ég gat ekki sagt neitt. Ég bara sat. Ég man eftir hvað ég skammaðist mín fyrir hvað væri að gerast.“

María Alexandersdóttir, sem var í sama bekk, lýsti því að hún hefði óttast að verða næst. „Nema svo stuttu eftir þetta var hann alltaf að grúfa sig yfir mig í tímum, eins og hann væri að skoða hvað ég væri að gera og strjúka á mér axlirnar í leiðinni,“ sagði María. „Hann lagði hendurnar yfir axlirnar og strauk mig og grúfði sig alveg upp við andlitið á mér. Og þetta fannst mér alveg hræðilega óþægilegt.“

Loks hafi komið að því að hann hafi sagt henni að sitja eftir. „Þá sagði ég nei, ég vildi ekki lenda í því sama og Matthildur. Eftir það lét hann mann í friði. Þetta var alveg nóg til að maður var alltaf drulluhræddur. Ég var búin að lenda í ýmsu tvö sumur áður í sveit. Ég vissi nákvæmlega hvað karlinn ætlaði sér.“

Mótmælti því að Stundin fengi gögn

María Alexandersdóttir

Borgarskjalasafn Reykjavíkur afhenti Stundinni stundatöfluna í dag eftir upplýsingabeiðni í vikunni. Jón Baldvin mótmælti því við safnið að Stundin fengi afhent þau gögn sem hann sjálfur hafði óskað eftir. „Ég fékk það svar, að engin slík gögn hefðu fundist,“ skrifaði hann þegar honum hafði verið tilkynnt um andmælarétt sinn vegna fyrirspurnar Stundarinnar. „Ég hef ekkert við það að athuga, að blaðamaður fái það staðfest. Ég sé hins vegar enga ástæðu til, að hann fái afhent gögn um kennslu mína, að öðru leyti.“

Stundartöflurnar frá Skólaskrifstofu, sem Jón Baldvin fékk með tölvupósti á sama tíma og Stundin, staðfesta hins vegar kennslu hans í íslensku við bekkinn 2.X veturinn 1967 til 1968. Kenndi hann bekknum sex sinnum í viku. Bekkjarlisti, sem Borgarskjalasafn afhenti einnig, staðfestir að Matthildur og María voru báðar í bekknum, auk tveggja annarra kvenna sem Stundin hefur rætt við til staðfestingar á frásögnum þeirra.

„Skjalasafn Reykjavíkur hefur leitað dyrum og dyngjum,“ skrifaði Jón Baldvin í grein í Fréttablaðinu á mánudag. „Þar er að finna fullt af gögnum um, hvar, hvenær og hverjum ég kenndi. Engin gögn fyrirfinnast um að ég hafi kennt umræddum bekk. Meðan svo er, hef ég ekki meira um það að segja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár