Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fréttamenn RÚV: Jón Baldvin ber fram „hálfsannleik, róg og hreinar lygar“

Helgi Selj­an og Sig­mar Guð­munds­son svara grein Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar þar sem frétta­flutn­ing­ur þeirra var gagn­rýnd­ur. „Höf­um í huga að það var Jón Bald­vin sem fyrst­ur hóf um­ræðu um veik­indi dótt­ur sinn­ar op­in­ber­lega,“ skrifa þeir.

Fréttamenn RÚV: Jón Baldvin ber fram „hálfsannleik, róg og hreinar lygar“

Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson, fréttamenn RÚV, skrifa grein í Morgunblaðið í dag þar sem þeir svara grein Jóns Baldvins Hannibalssonar frá því í gær um veikindi Aldísar Schram, dóttur hans. Höfðu þeir tekið viðtal við hana fyrir Morgunútvarpið á Rás 2. „Viðtalið við hana átti því fullt erindi við almenning og vonandi er sá tími liðinn að hægt sé að afgreiða upplifun þeirra sem glíma við andleg veikindi sem óráðshjal,“ skrifa þeir.

„Sjaldan hefur birst grein í fjölmiðli með jafn öfugsnúnum titli og hér í Morgunblaðinu í gær,“ segir í grein þeirra. „Höfundur er Jón Baldvin Hannibalsson sem ber hálfsannleik, róg og hreinar lygar á borð fyrir lesendur undir yfirskriftinni „sannleikurinn er sagna bestur“.“

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislegra áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda dóttur sinnar.

„Höfum í huga að það var Jón Baldvin sem fyrstur hóf umræðu um veikindi dóttur sinnar opinberlega,“ skrifa Helgi og Sigmar. „Í framhaldi af þessari opinberu umræðu um mál Aldísar hafa læknar útskýrt að geðhvörf lýsa sér alls ekki þannig að sjúklingurinn sé með óráði, ranghugmyndir og ómarktækur með öllu. Þvert á móti er fólk fyllilega tengt við raunveruleikann nema rétt þegar mikil manía brýst fram en hún stendur venjulega stutt yfir.“

Benda þeir ennfremur á að ásakanir Aldísar um meint kynferðisbrot Jóns Baldvins, sem hún hefur haldið á lofti í áratugi, hafa verið staðfestar af konunum sjálfum.

Aldís var sex sinnum nauðungarvistuð á geðdeild Landspítalans. Hefur hún borið föður sinn þeim sökum að hafa farið fram á nauðungarvistun í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Hann hefur hafnað því. Fjórar beiðnir um nauðungarvistun bárust frá honum á meðan hann var erlendis að störfum sem sendiherra. 

„Fréttamenn eru ekki ábyrgir fyrir orðum viðmælenda sinna, en það hefði verið fráleitt með öllu að birta ekki gögn sem sýna svart á hvítu að Jón Baldvin gefur beiðni sinni sem foreldri um að svipta dóttur sína frelsi aukið vægi með því að skrifa undir sem sendiherra. Það er því hafið yfir vafa að hann reyndi að misnota aðstöðu sína hvað þetta varðar en það var hins vegar hvergi fullyrt af undirrituðum að læknar og heilbrigðisstarfsfólk hefðu gefið afslátt af sinni fagmennsku þrátt fyrir tilraunir Jóns,“ skrifa Helgi og Sigmar.

Loks segja þeir að sumt í grein Jóns Baldvins sé ekki einungis rangt, heldur einnig yfirmáta ósmekklegt. Nefna þeir orð hans um að Tryggingastofnun ríkisins ætti að endurskoða örorkumat Aldísar og bætur, fyrst hún sé nú heil heilsu. Aldís birti í kjölfar greinarinnar vottorð frá stofnuninni sem sýnir að hún sé ekki með örorkumat.

„Rétt er að hafa í huga að um örorkubætur var ekkert rætt í þessu viðtali og undirritaðir hafa enga hugmund um hvort Aldís fær slíkar bætur,“ skrifa Helgi og Sigmar. „Að sjálfsögðu spyrjum við hvorki Aldísi né Tryggingastofnun um þetta að fyrra bragði. Þó það nú væri. Þetta eru afar viðkvæmar persónuupplýsingar sem Aldís ein hefur rétt á að opinbera og verður að teljast fáheyrt að faðir opni slíka umræðu um dóttur sína, jafnvel þótt í nauðvörn sé. Að hverju er verið að ýja? Að Aldís hafi verið að blekkja Tryggingastofnun í því skyni að fá örorkubætur?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
6
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu