Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fyrrverandi vændiskona svarar Brynjari: „Að hafa kynlífsþörf er ekki neyð“

Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, sem sjálf leidd­ist út í vændi eft­ir kyn­ferð­isof­beldi, seg­ir um­mæli Brynj­ars Ní­els­son­ar um vændi og vænd­is­kon­ur til marks um fá­fræði og skiln­ings­leysi.

Fyrrverandi vændiskona svarar Brynjari: „Að hafa kynlífsþörf er ekki neyð“

Eva Dís Þórðardóttir, sem leiddist út í vændi eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku og hefur unnið sem leiðbeinandi hjá Stígamótum undanfarin ár, segir að ummæli Brynjars Níelssonar alþingismanns um vændiskonur séu til marks um fáfræði og fullkomið skilningsleysi á aðstæðum þeirra.

Brynjar var gestur í þættinum Harmageddon fyrr í vikunni og tjáði sig meðal annars um sjónvarpsviðtal við fyrrverandi vændiskonu sem birtist á Stöð 2 síðustu helgi. Sagði Brynjar „lögfræðilega vitlaust“ að líta á vændiskaup sem brot eins og gert er í íslenskum lögum. „Þú getur alveg rökstutt að enginn kaupi vændi nema það sé í einhverri neyð,“ sagði hann.

Evu finnst málflutningur þingmannsins fráleitur. „Það er fjarstæðukennt að halda því fram að vændiskaupendur séu í neyð. Að hafa kynlífsþörf er ekki neyð, það er alltaf hægt að leysa úr henni,“ segir hún í samtali við Stundina. „Ef þú finnur ekki konu sem sjálfviljug sefur hjá þér og finnst það dásamlegt, þá geturðu keypt þér kynlífsdúkku eða einhvers konar leikfang, já eða bara notað höndina. Þú þarft ekki að borga aðila fyrir að fá að riðlast á honum.“ 

Í Harmageddon-viðtalinu hélt Brynjar því fram að Stígamót sannfærðu konur sem stundað hafa vændi um að brotið hefði verið gegn þeim. „Núna hefur hún áttað sig á því, þessi kona, mörgum árum seinna, að hún var fórnarlamb einhverra karla af því hún er búin að vera í sambandi við Stígamót. Hún áttaði sig greinilega ekki á því þegar hún var að þessu. Hún auglýsti, hún reynir að fá kúnnann. Af hverju tekur hún ekki ábyrgð á því?“ sagði hann. 

Stundin bar ummælin undir Evu Dís. „Í fyrsta lagi þarf maður ekkert að auglýsa til þess að fá vændiskúnna. Þeir leita mann uppi og setja oft mikinn þrýsting á konur. Ekki síst þær sem vilja hætta. Þær verða fyrir miklum þrýstingi frá mönnum sem hafa keypt þær og mönnum sem hafa heyrt að það sé hægt að kaupa þær.“

Tjáði sig um reynslu sínaEva Dís steig fram í viðtali á Stöð 2 árið 2016.

„Ég var heppin“

Þegar Eva leiddist sjálf út í vændi hafði hún orðið fyrir miklu kynferðisofbeldi og ekki unnið úr þeirri lífsreynslu.

„Það er ekki þannig að maður vakni einn daginn og hugsi: Jæja, nú ætla ég að byrja í vændi. Nei, þetta er ferli, ákveðin lífsleið sem er búin að brjóta mann niður. Ég var brotin en hugsaði: Þetta er fín leið til að geta veitt mér eitthvað aðeins aukalega. Það var það sem ég sagði sjálfri mér: Þetta er bara kynlíf, frábært, svo gerist kannski eitthvað óþægilegt og maður gleymir því.

„Það er ekki þannig að maður
vakni einn daginn og hugsi: Jæja,
nú ætla ég að byrja í vændi“

En svo fara martraðirnar að koma og þetta verður óbærilegt. Ég var heppin, ég eignaðist kærasta sem hjálpaði mér og ég gat hætt. En aðrar halda þessu áfram þótt martraðirnar og trámað sé byrjað, því þær einfaldlega neyðast. Ég held ég hafi aldrei hitt vændiskonu sem hafði ekki áður orðið fyrir kynferðisofbeldi… eða bíddu, jú eina. En hún reyndar byrjaði að selja sig 15 ára, meðan hún var ennþá barn.“

Eva segir ómögulegt að stunda vændi án þess að reiða sig á sjálfsblekkingu. „Þegar maður er í vændi þá verður maður að líta fram hjá því ofbeldi sem maður verður fyrir, annars bara safnast þetta upp. Þú þarft að halda blekkingunni gangandi: að þetta sé bara allt í lagi og maður fái pening, æðislegt. En svo endar þetta með því að það er ekki hægt að blekkja sig lengur. Ekki þegar maður er kominn með verki í líkamann og getur ekki sofið án þess að taka eitthvað inn.“ 

Konan er einmitt að taka ábyrgð

„Taktu bara ábyrgð á sjálfri þér,“ sagði Brynjar í Harmageddon-viðtalinu. Eva Dís segir að konan sem steig fram í viðtalinu á Stöð 2 sé einmitt að gera það, að taka ábyrgð á sjálfri sér. 

„Hún er ekki bara að taka ábyrgð á sjálfri sér heldur líka að taka ábyrgð fyrir samfélagið allt
og reyna að gera eitthvað í þessum málum“

„Og hún er ekki bara að taka ábyrgð á sjálfri sér heldur líka að taka ábyrgð fyrir samfélagið allt og reyna að gera eitthvað í þessum málum. Þetta er hennar leið, að fræða fólk um reynslu sína. Það þarf einhverja vakningu til að menn hætti að leita í vændi. Ef þeir gera sér grein fyrir því að þeir geta verið kærðir, þá hugsa þeir sig kannski tvisvar um. Menn eru ekki bara að sækjast í konur sem eru sjálfar að auglýsa sig, þeir eru að bjóða 14 ára stelpum á Instagram að hitta sig fyrir pening.“

„Sársaukafullt“ að viðhorf Brynjars fái vængi

Eva segir dapurlegt að þingmaður leyfi sér að tala með þeim hætti sem Brynjar geri. Að sama skapi sé vont að stjórnmálaflokkur hampi svona skoðunum, veiti Brynjari brautargengi í prófkjörum og leiði hann til ábyrgðarstarfa í íslensku samfélagi. 

„Mér finnst þetta sársaukafullt,“ segir hún. „Ég hef heyrt í honum áður og mér finnst þetta óásættanlegt. Upp til hópa finnst mér reyndar mjög alvarlegt hvað þingmenn og ráðamenn virðast aftengdir venjulegu fólki. Það er eins og almenningur og ráðamenn eigi nær ekkert sameiginlegt þessa dagana, svo kannski er til of mikils ætlast að Brynjar Níelsson skilji hugarheim vændiskonu.“

Hún segir mikilvægt að konur sem stunda vændi fái að halda í sjálfsblekkinguna, öðruvísi lifi þær ekki af. „En þær eru velkomnar. Þeim er velkomið að hafa samband við mig, Stígamót eða Bjarkarhlíð, bara þegar þær eru tilbúnar. Og þær þurfa ekkert að vera hættar í vændinu til þess. Við hjálpum konum að díla við afleiðingarnar, trámað, sjálfsmorðshugsanir og svo framvegis, líka þeim sem eru ennþá að selja sig. Við erum ekkert með fordóma þótt þær séu enn að því. Við gerum bara það sem við getum til að hjálpa.“ 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár