Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur seg­ir að fóst­ur sé full­skap­að í lok 22. viku þung­un­ar. Þing­menn hafi sleg­ið „Ís­lands­met í hræsni“.

Segir hræsni að vilja rýmka réttinn til þungunarrofs en banna nektardans

Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður segir að „nokkrir þingmenn“ hafi sett Íslandsmet í hræsni með því að styðja frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof en vera um leið hlynntir banni við nektarsýningum á veitingastöðum.

„Baráttukonur fyrir kvenfrelsi segja nauðsynlegt að samþykkja frumvarp um fóstureyðingar því konur eigi sinn eigin líkama og eigi að ráða honum sjálfar. Þær segja nauðsynlegt að konur geti farið í fóstureyðingu eftir 22. viku meðgöngu — þegar meðganga er langt komin og öllum augljós og fóstrið fullskapað, líf löngu hafið. Ganga þannig lengra en aðrar þjóðir,“ skrifar Björn Ingi á Facebook. 

„En sömu konur vilja banna konum með lögum að dansa naktar. Þar gildir enginn sjálfsákvörðunarréttur eða frelsi kvenna yfir eigin líkama. Þá gildir ekki lengur að fullorðin kona viti sjálf hvað er henni fyrir bestu. Á Alþingi í dag settu nokkrir þingmenn nýtt Íslandsmet í hræsni.“

Frumvarp til laga um þungunarrof var samþykkt með afgerandi meirihluta þingmanna í gær. Bannið við nektarsýningum á skemmtistöðum má rekja til lagabreytinga sem gerðar voru árið 2009. Fjórir þingmenn sem studdu þungunarrofsfrumvarpið í gær greiddu atkvæði með nektardansbanninu á sínum tíma. Þetta eru ráðherrarnir Ásmundur Einar Daðason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Ingi Jóhannsson og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynjamál

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár