Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim

Nýr for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hef­ur störf með lát­um og lýs­ir yf­ir and­stöðu við arð­greiðsl­ur úr einka­rekn­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um. Heil­brigð­is­ráð­herra, Svandís Svavars­dótt­ir, er sam­mála því mati en hyggst ekki beita sér í mál­inu og bend­ir á að það sé ekki á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim
Hörð andstaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur í gegnum árin verið einn harðasti gagnrýnandi arðgreiðslna úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu á Alþingi. Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er mótfallin arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér fyrir  því að slíkar arðgreiðslur verði bannaðar. Þetta kemur fram í svörum frá ráðherranum sem aðstoðarmaður hennar, Birgir Jakobsson, hefur sent Stundinni. 

Blaðið spurði heilbrigðisráðherra um afstöðu hennar til arðgreiðslna úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum í ljósi viðtals við nýjan forstjóra Sjúkratrygginga, Maríu Heimisdóttir, í Læknablaðinu þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að mögulega sé ekki við hæfi að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki greiði út arð til hluthafa sinna. Orðrétt sagði María í viðtalinu: „Nú greiða skattborgarar alla heilbrigðisþjónustu á landinu og engir aðrir peningar eru í umferð í kerfinu. Er réttlætanlegt að nota þetta skattfé til að greiða eigendum heilbrigðisfyrirtækja stórar fjárhæðir í arð? Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar og gæðin.“

Fjölmörg einkarekin heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi eru mjög arðbær og greiða út veglegan arð til hluthafa á hverju ári eins og komið hefur fram í greiningum Lánstrausts á arðbærustu fyrirtækjum landsins út frá hlutafé þeirra og í ýmsum umfjöllunum fjölmiðla í gegnum árin. 

„Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu?“

Sjúkratryggingar Íslands eru ríkissstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og var það Svandís sem skipaði Maríu Heimisdóttur í forstjórastarfið og tók hún við því af Steingrími Ara Arasyni í byrjun ársins. Sjúkratryggingar Íslands er ekki pólitísk stofnun í þeim skilningi að hún stundi stefnumörkun í heilbrigðismálum heldur er hlutverk hennar að fylgja ákvörðunum sem teknar eru af ríkisstjórninni hverju sinni og heilbrigðisráðherra sem stýrir málaflokknum fyrir hennar hönd. Orð Maríu í viðtalinu vekja því talsverða athygli þar sem nýr forstjóri ríkisstofnunarinnar lýsir með þeim pólitísku mati sínu á arðgreiðlum heilbrigðisfyrirtækja.  Þá er það einnig stofnunin Sjúkratryggingar Íslands sem gerir samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, sér um greiðslur til þeirra á grundvelli samninganna og sér um eftirlit með framfylgd samninganna.

Segist vera á sömu skoðun og árið 2015

Stundin spurði Svandísi meðal annars að því hvort hún væri sammála þessu mati Maríu og benti á orð Svandísar, sem þá var óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu frá árinu 2015, þar sem hún lýsti sig andvíga arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum. 

Í ræðu sinn á Alþingi sagði Svandís:  „Við verðum að muna að einkavædd eða einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari en opinber heilbrigðisþjónusta, og af hverju er það? Í fyrsta lagi vegna þess að meiri stjórnunarkostnaður er almennt í einkarekinni heilbrigðisþjónustu og reyndar líka lægri laun til þeirra sem sinna daglegum störfum og stoðþjónustu eins og ræstingum. Aukinn kostnaður einkarekinnar heilbrigðisþjónustu fer að miklu leyti í laun yfirmanna og millistjórnenda en lítið til almennra starfsmanna. Þetta er veruleikinn. Hin ástæðan fyrir því að einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari er sú að greiða þarf eigendum arð. Ef það er gert, að greiða eigendum arð út úr kerfinu, er sá arður stór hluti af veltu viðkomandi sjúkrastofnunar. Einkarekstur er nefnilega gróðarekstur. Hæstv. ráðherra hefur enn ekki svarað því, og ég mundi vilja óska þess að hann svaraði því hér í lokaræðu sinni: Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu? Er verjandi að gera (Forseti hringir.) heilsuleysi og sjúkdóma að féþúfu?“

Svandís vill hins vegar ekki svara því beint nú, með já eða nei, hvort hún er sammála mati Maríu en í svari hennar kemur fram að hún sé ennþá á sömu skoðun um arðgreiðslur heilbrigðisfyrirtækja og árið 2015. „Ráðherra hefur sömu skoðun og kom fram í áðurnefndri ræðu,“ segir í svari hennar við spurningu Stundarinnar.

Ekki er því hægt að túlka orð Svandísar með öðrum hætti, þó hún segi það ekki beint út, en að hún sé sammála því mati Maríu að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, fjármögnuð af ríkinu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, eigi ekki að geta greitt út arð til hluthafa. 

Ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar

Svandís segir hins vegar aðspurð hvort til greina komi að lögleiða bann við arðgreiðslum út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á Íslandi á núverandi kjörtímabili, ef hún er ennþá á sömu skoðun og árið 2015, að umrætt mál sé ekki á dagskrá ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. „Þetta mál er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar,“ segir í svarinu frá heilbrigðisráðherra. 

Aðspurð um hvað henni finnist um það að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands lýsi pólitískum skoðunum sínum með þessum hætti segir Svandís að Maríu sé það frjáls þar sem tjáningarfrelsi ríki á Íslandi: „Það ríkir skoðunar- og tjáningarfrelsi á Íslandi.“

Í gegnum árin hafa Sjúkratryggingar Íslands stundum komist í umræðu fjölmiðla sökum þess að stofnunin hefur beitt sér með sjálfstæðum hætti í málum sem á endanum snúast um pólitíska stefnumörkun. Fyrirrennari Maríu Heimisdóttur í starfi, Steingrímur Ari Arason, var með bakgrunn úr Sjálfstæðisflokknum og var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni á sínum tíma og þótti stundum draga taum einkarekstrar og agitera fyrir einkaðilum í heilbrigðiskerfinu. 

Deilurnar um arðinn á ís

Miðað við svör Svandísar, og þrátt fyrir að María hafi lýst þessari skoðun sinni, virðist þess ekki að vænta að innleitt verði arðgreiðslubann út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á næstu árum. Enda er erfitt að sjá að samstaða myndi nást um slíkt bann í ríkisstjórninni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talað gegn arðgreiðslum með sama hætti og núverandi heilbrigðisráðherra hefur gert í gegnum tíðina. 

Í tíð fyrirrennara Svandísar í starfi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, var  hins vegar komið á arðgreiðslubanni út úr einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bann mæltist ekki vel fyrir hjá læknunum sem reka slíkar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og var talsverð umræða um þetta bann í samfélaginu enda kom nokkuð á óvart að ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins skyldi innleiða slíkt bann.

 Eins og er virðist arðgreiðslubann úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum einungis munu ná til einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir skoðanir heilbrigðisráðherra, og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, á málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Arðgreiðslur

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
FréttirArðgreiðslur

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki selt fyr­ir 850 millj­ón­ir eft­ir 585 millj­óna arð­greiðsl­ur til hlut­hafa

Bæði heil­brigð­is­ráð­herra og for­stjóri Sjúkra­trygg­inga eru mót­falln­ar arð­greiðsl­um úr einka­rekn­um lækn­inga­fyr­ir­tækj­um. Eig­end­ur Lækn­is­fræði­legr­ar mynd­grein­ing­ar þurfa að taka minnst 100 millj­ón­ir á ári út úr rekstr­in­um til að geta stað­ið í skil­um eft­ir að hafa keypt fyr­ir­tæk­ið á 850 millj­ón­ir króna. Sex lækn­ar hafa feng­ið 180 millj­ón­ir króna á mann í arð og sölu­hagn­að.
Þetta er fólkið sem fær hluta af milljarðaarðinum frá Sjóvá og VÍS
FréttirArðgreiðslur

Þetta er fólk­ið sem fær hluta af millj­arðaarð­in­um frá Sjóvá og VÍS

Stærstu hlut­haf­ar Sjóvár og VÍS eru líf­eyr­is­sjóð­ir, bank­ar og fjár­fest­inga­sjóð­ir en einnig ein­stak­ling­ar og eign­ar­halds­fé­lög. Fyr­ir­tæk­in tvö greiða út sam­tals átta millj­arða króna arð. Síld­ar­vinnsl­an, for­stjóri B&L, Árni Hauks­son og Frið­rik Hall­björn Karls­son, Stein­unn Jóns­dótt­ir og óþekkt fé­lag eru með­al þeirra sem fá arð­inn.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár