Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim

Nýr for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands hef­ur störf með lát­um og lýs­ir yf­ir and­stöðu við arð­greiðsl­ur úr einka­rekn­um heil­brigð­is­fyr­ir­tækj­um. Heil­brigð­is­ráð­herra, Svandís Svavars­dótt­ir, er sam­mála því mati en hyggst ekki beita sér í mál­inu og bend­ir á að það sé ekki á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Ráðherra mótfallin arðgreiðslum úr heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér gegn þeim
Hörð andstaða Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur í gegnum árin verið einn harðasti gagnrýnandi arðgreiðslna úr einkarekinni heilbrigðisþjónustu á Alþingi. Mynd: Pressphotos

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er mótfallin arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum en hyggst ekki beita sér fyrir  því að slíkar arðgreiðslur verði bannaðar. Þetta kemur fram í svörum frá ráðherranum sem aðstoðarmaður hennar, Birgir Jakobsson, hefur sent Stundinni. 

Blaðið spurði heilbrigðisráðherra um afstöðu hennar til arðgreiðslna úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum í ljósi viðtals við nýjan forstjóra Sjúkratrygginga, Maríu Heimisdóttir, í Læknablaðinu þar sem hún lýsir þeirri skoðun sinni að mögulega sé ekki við hæfi að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki greiði út arð til hluthafa sinna. Orðrétt sagði María í viðtalinu: „Nú greiða skattborgarar alla heilbrigðisþjónustu á landinu og engir aðrir peningar eru í umferð í kerfinu. Er réttlætanlegt að nota þetta skattfé til að greiða eigendum heilbrigðisfyrirtækja stórar fjárhæðir í arð? Kannski væri heppilegra að þetta fé færi í að auka hagkvæmni heilbrigðisþjónustunnar og gæðin.“

Fjölmörg einkarekin heilbrigðisfyrirtæki á Íslandi eru mjög arðbær og greiða út veglegan arð til hluthafa á hverju ári eins og komið hefur fram í greiningum Lánstrausts á arðbærustu fyrirtækjum landsins út frá hlutafé þeirra og í ýmsum umfjöllunum fjölmiðla í gegnum árin. 

„Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu?“

Sjúkratryggingar Íslands eru ríkissstofnun sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og var það Svandís sem skipaði Maríu Heimisdóttur í forstjórastarfið og tók hún við því af Steingrími Ara Arasyni í byrjun ársins. Sjúkratryggingar Íslands er ekki pólitísk stofnun í þeim skilningi að hún stundi stefnumörkun í heilbrigðismálum heldur er hlutverk hennar að fylgja ákvörðunum sem teknar eru af ríkisstjórninni hverju sinni og heilbrigðisráðherra sem stýrir málaflokknum fyrir hennar hönd. Orð Maríu í viðtalinu vekja því talsverða athygli þar sem nýr forstjóri ríkisstofnunarinnar lýsir með þeim pólitísku mati sínu á arðgreiðlum heilbrigðisfyrirtækja.  Þá er það einnig stofnunin Sjúkratryggingar Íslands sem gerir samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, sér um greiðslur til þeirra á grundvelli samninganna og sér um eftirlit með framfylgd samninganna.

Segist vera á sömu skoðun og árið 2015

Stundin spurði Svandísi meðal annars að því hvort hún væri sammála þessu mati Maríu og benti á orð Svandísar, sem þá var óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu frá árinu 2015, þar sem hún lýsti sig andvíga arðgreiðslum úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum. 

Í ræðu sinn á Alþingi sagði Svandís:  „Við verðum að muna að einkavædd eða einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari en opinber heilbrigðisþjónusta, og af hverju er það? Í fyrsta lagi vegna þess að meiri stjórnunarkostnaður er almennt í einkarekinni heilbrigðisþjónustu og reyndar líka lægri laun til þeirra sem sinna daglegum störfum og stoðþjónustu eins og ræstingum. Aukinn kostnaður einkarekinnar heilbrigðisþjónustu fer að miklu leyti í laun yfirmanna og millistjórnenda en lítið til almennra starfsmanna. Þetta er veruleikinn. Hin ástæðan fyrir því að einkarekin heilbrigðisþjónusta er dýrari er sú að greiða þarf eigendum arð. Ef það er gert, að greiða eigendum arð út úr kerfinu, er sá arður stór hluti af veltu viðkomandi sjúkrastofnunar. Einkarekstur er nefnilega gróðarekstur. Hæstv. ráðherra hefur enn ekki svarað því, og ég mundi vilja óska þess að hann svaraði því hér í lokaræðu sinni: Er verjandi að taka gróða út úr heilbrigðiskerfinu? Er verjandi að gera (Forseti hringir.) heilsuleysi og sjúkdóma að féþúfu?“

Svandís vill hins vegar ekki svara því beint nú, með já eða nei, hvort hún er sammála mati Maríu en í svari hennar kemur fram að hún sé ennþá á sömu skoðun um arðgreiðslur heilbrigðisfyrirtækja og árið 2015. „Ráðherra hefur sömu skoðun og kom fram í áðurnefndri ræðu,“ segir í svari hennar við spurningu Stundarinnar.

Ekki er því hægt að túlka orð Svandísar með öðrum hætti, þó hún segi það ekki beint út, en að hún sé sammála því mati Maríu að einkarekin heilbrigðisfyrirtæki, fjármögnuð af ríkinu í gegnum Sjúkratryggingar Íslands, eigi ekki að geta greitt út arð til hluthafa. 

Ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar

Svandís segir hins vegar aðspurð hvort til greina komi að lögleiða bann við arðgreiðslum út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á Íslandi á núverandi kjörtímabili, ef hún er ennþá á sömu skoðun og árið 2015, að umrætt mál sé ekki á dagskrá ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. „Þetta mál er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar,“ segir í svarinu frá heilbrigðisráðherra. 

Aðspurð um hvað henni finnist um það að forstjóri Sjúkratrygginga Íslands lýsi pólitískum skoðunum sínum með þessum hætti segir Svandís að Maríu sé það frjáls þar sem tjáningarfrelsi ríki á Íslandi: „Það ríkir skoðunar- og tjáningarfrelsi á Íslandi.“

Í gegnum árin hafa Sjúkratryggingar Íslands stundum komist í umræðu fjölmiðla sökum þess að stofnunin hefur beitt sér með sjálfstæðum hætti í málum sem á endanum snúast um pólitíska stefnumörkun. Fyrirrennari Maríu Heimisdóttur í starfi, Steingrímur Ari Arason, var með bakgrunn úr Sjálfstæðisflokknum og var skipaður af Guðlaugi Þór Þórðarsyni á sínum tíma og þótti stundum draga taum einkarekstrar og agitera fyrir einkaðilum í heilbrigðiskerfinu. 

Deilurnar um arðinn á ís

Miðað við svör Svandísar, og þrátt fyrir að María hafi lýst þessari skoðun sinni, virðist þess ekki að vænta að innleitt verði arðgreiðslubann út úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á næstu árum. Enda er erfitt að sjá að samstaða myndi nást um slíkt bann í ríkisstjórninni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talað gegn arðgreiðslum með sama hætti og núverandi heilbrigðisráðherra hefur gert í gegnum tíðina. 

Í tíð fyrirrennara Svandísar í starfi heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, var  hins vegar komið á arðgreiðslubanni út úr einkareknum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bann mæltist ekki vel fyrir hjá læknunum sem reka slíkar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu og var talsverð umræða um þetta bann í samfélaginu enda kom nokkuð á óvart að ráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins skyldi innleiða slíkt bann.

 Eins og er virðist arðgreiðslubann úr einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum einungis munu ná til einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir skoðanir heilbrigðisráðherra, og forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, á málinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Arðgreiðslur

Einkarekið lækningafyrirtæki selt fyrir 850 milljónir eftir 585 milljóna arðgreiðslur til hluthafa
FréttirArðgreiðslur

Einka­rek­ið lækn­inga­fyr­ir­tæki selt fyr­ir 850 millj­ón­ir eft­ir 585 millj­óna arð­greiðsl­ur til hlut­hafa

Bæði heil­brigð­is­ráð­herra og for­stjóri Sjúkra­trygg­inga eru mót­falln­ar arð­greiðsl­um úr einka­rekn­um lækn­inga­fyr­ir­tækj­um. Eig­end­ur Lækn­is­fræði­legr­ar mynd­grein­ing­ar þurfa að taka minnst 100 millj­ón­ir á ári út úr rekstr­in­um til að geta stað­ið í skil­um eft­ir að hafa keypt fyr­ir­tæk­ið á 850 millj­ón­ir króna. Sex lækn­ar hafa feng­ið 180 millj­ón­ir króna á mann í arð og sölu­hagn­að.
Þetta er fólkið sem fær hluta af milljarðaarðinum frá Sjóvá og VÍS
FréttirArðgreiðslur

Þetta er fólk­ið sem fær hluta af millj­arðaarð­in­um frá Sjóvá og VÍS

Stærstu hlut­haf­ar Sjóvár og VÍS eru líf­eyr­is­sjóð­ir, bank­ar og fjár­fest­inga­sjóð­ir en einnig ein­stak­ling­ar og eign­ar­halds­fé­lög. Fyr­ir­tæk­in tvö greiða út sam­tals átta millj­arða króna arð. Síld­ar­vinnsl­an, for­stjóri B&L, Árni Hauks­son og Frið­rik Hall­björn Karls­son, Stein­unn Jóns­dótt­ir og óþekkt fé­lag eru með­al þeirra sem fá arð­inn.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár