Þrjú einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu eru meðal 20 arðsömustu fyrirtækja Íslands á lista Lánstrausts yfir framúrskarandi fyrirtæki. Fyrirtækin þrjú eru Íslensk myndgreining ehf., H.G.G. - heilsa ehf. og IVF Iceland ehf. Þetta kemur fram á lista Lánstrausts yfir arðsömustu fyrirtæki landsins sem birtur var í Viðskiptablaðinu í byrjun febrúar. Lánstraust vinnur slíka lista á hverju ári.
Aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu
Talsverð umræða hefur verið í samfélaginu á liðnu ári um einkarekin fyrirtæki sem starfa á heilbrigðissviði. Meðal annars er um að ræða fyrirtækið Klíníkina í Ármúlanum en innan hennar starfa fyrirtæki eins og heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum og Brjóstamiðstöðin ehf. sem gerir brjóstaskurðaðgerðir á krabbameinssjúkum konum. Þá hefur Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynnt að til standi að opna þrjár nýjar,
Athugasemdir