Einkarekna lækningafyrirtækið Klíníkin, eða undirfyrirtæki þess sem heitir Brjóstamiðstöðin, framkvæmir brjóstakrabbameinsaðgerðir á færeyskum konum samkvæmt samningi við yfirvöld í Færeyjum en heilbrigðisyfirvöld á Íslandi höfnuðu árið 2014 beiðni fyrirtækisins um að gera slíkar aðgerðir á konum sem eru sjúkratryggðar á Íslandi. Konurnar frá Færeyjum hafa komið hingað til lands í hópum ásamt færeyskum hjúkrunarkonum með íslenskt starfsleyfi og gengist undir skurðaðgerðir á Klíníkinni.
Samkvæmt deildarstjóra hjá Landlæknisembættinu, Önnu Björgu Aradóttur, er ekkert því til fyrirstöðu að einkarekið lækningafyrirtæki á Íslandi geri samninga við önnur ríki en Ísland um greiðslu á tiltekinni læknisþjónustu jafnvel þó að íslenska ríkið kjósi að semja ekki við viðkomandi fyrirtæki á einhverjum forsendum.
Klíníkin er því byrjuð að stunda svokallaðan lækningatúrisma þar sem sjúklingar koma erlendis frá til að nýta sér þjónustu fyrirtækisins. „Það er ekki hægt að banna fyrirtækinu að leita annað eftir samningum.
Athugasemdir