Félag í eigu útgerðarrisans Síldarvinnslunnar frá Neskaupsstað fær 384 milljóna króna arðgreiðslu út úr tryggingafélaginu Sjóvá ef stjórn félagsins heldur þeirri hugmynd sinni til streitu að borga hluthöfum fyrirtækisins út þriggja milljarða króna arð á hluthafafundi fyrirtækisins nú í mars. Arðgreiðslan er rúmlega fjórfaldur hagnaður Sjóvár í fyrra.
Félag Síldarvinnslunnar heitir SVN eignafélag ehf. og á það 12,18 prósenta hlut í tryggingafélaginu. Síldarvinnslan er svo aftur að stærstu leyti í eigu akureyska útgerðarfélagsins Samherja, langstærsta útgerðarfyrirtækis á Íslandi sem einungis er með um 1/3 hluta starfsemi sinnar á Íslandi. Þorsteinn Már Baldvinsson er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar og stærsti hluthafi Samherja ásamt frænda sínum Kristjáni Vilhelmssyni.
Athugasemdir