Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fettir ekki fingur út í hagnaðartölur einkarekna lækningafyrirtækisins Læknastöðvarinnar sem skilað hefur samtals 301 milljóna hagnaði frá hruninu. Þetta kemur fram í svörum frá Kristjáni Þór. Stundin greinir frá hagnaði fyrirtækisins og 265 milljóna króna arðgreiðslum í nýjasta tölublaði sínu.
Greiðslunum ætlað að standa undir öllum kostnaði
Fyrri spurning Stundarinnar til Kristjáns Þórs hljómar svona: Hvað finnst heilbrigðisráðherra um að einkarekið fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu hagnist svo mjög á hverju ári?
Svar ráðherrans er á þá leið að greiðslunum frá Sjúkatryggingum Íslands, vegna þjónustu við þá einstaklinga sem eru sjúkratryggðir, sé ætlað að standa straum af öllum kostnaði við þjónustuna: „Greiðslum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er samkvæmt lögum ætlað að standa undir öllum kostnaði við þjónustuna, þar á meðal kostnaði vegna húsnæðis, fjármagns og afskrifta. Þetta þarf m.a. að hafa í huga þegar skoðaðar eru tölur um hagnað.“
Athugasemdir