Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Frið­lýs­ing Dranga­jök­ul­svíð­erna hefði að öllu leyti já­kvæð­ari áhrif á at­vinnu­sköp­un og um­hverfi en fyr­ir­hug­uð virkj­un, að því er seg­ir í skýrslu ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is fyr­ir hönd um­hverf­is­vernd­arsinna.

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Friðlýsing Drangajökulsvíðerna hefði jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun. Hún mundi skapa atvinnutækifæri og koma í veg fyrir óafturkræfa röskun á landslagi, víðernum og menningarminjum.

Þetta er mat ráðgjafarfyrirtækisins Environice sem skilaði skýrslu um málið í janúar að beiðni samtakanna ÓFEIG náttúruvernd. Meginniðurstaða hennar er að friðlýsing skapi atvinnutækifæri til langs tíma í ferðaþjónustu, opinberri þjónustu og í afleiddum greinum og efli þar með byggðir. Áhrif friðlýsingar á einstaka þætti umhverfis og samfélags séu í öllum tilvikum jákvæðari eða minna neikvæð en áhrif fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar á sömu þætti.

Hvalárvirkjun hefur verið á teikniborðinu undanfarin ár og kynnti Árneshreppur deiliskipulagstillögu um virkjunina í nóvember 2018. „Friðlýsing og virkjun geta ekki farið saman,“ segir í skýrslunni. „Með virkjunarframkvæmdunum mætti auka tekjur sveitarfélagsins verulega til skamms tíma, en um leið væri mikilvægum hluta af aðdráttarafli svæðisins eytt til frambúðar og lokað á þá möguleika til atvinnuuppbyggingar til langs tíma sem felast í þessu aðdráttarafli.“

Víðernin sem lagt er til að friðlýst verði eru samtals um 1.190 ferkílómetrar að flatarmáli og ná þau allt frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri að mörkum Hornstrandafriðlandsins í norðri. Saman myndu fyrirhugaðar virkjanir skerða þau víðerni um nær helming, að mati Skipulagsstofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár