Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Frið­lýs­ing Dranga­jök­ul­svíð­erna hefði að öllu leyti já­kvæð­ari áhrif á at­vinnu­sköp­un og um­hverfi en fyr­ir­hug­uð virkj­un, að því er seg­ir í skýrslu ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is fyr­ir hönd um­hverf­is­vernd­arsinna.

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Friðlýsing Drangajökulsvíðerna hefði jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun. Hún mundi skapa atvinnutækifæri og koma í veg fyrir óafturkræfa röskun á landslagi, víðernum og menningarminjum.

Þetta er mat ráðgjafarfyrirtækisins Environice sem skilaði skýrslu um málið í janúar að beiðni samtakanna ÓFEIG náttúruvernd. Meginniðurstaða hennar er að friðlýsing skapi atvinnutækifæri til langs tíma í ferðaþjónustu, opinberri þjónustu og í afleiddum greinum og efli þar með byggðir. Áhrif friðlýsingar á einstaka þætti umhverfis og samfélags séu í öllum tilvikum jákvæðari eða minna neikvæð en áhrif fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar á sömu þætti.

Hvalárvirkjun hefur verið á teikniborðinu undanfarin ár og kynnti Árneshreppur deiliskipulagstillögu um virkjunina í nóvember 2018. „Friðlýsing og virkjun geta ekki farið saman,“ segir í skýrslunni. „Með virkjunarframkvæmdunum mætti auka tekjur sveitarfélagsins verulega til skamms tíma, en um leið væri mikilvægum hluta af aðdráttarafli svæðisins eytt til frambúðar og lokað á þá möguleika til atvinnuuppbyggingar til langs tíma sem felast í þessu aðdráttarafli.“

Víðernin sem lagt er til að friðlýst verði eru samtals um 1.190 ferkílómetrar að flatarmáli og ná þau allt frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri að mörkum Hornstrandafriðlandsins í norðri. Saman myndu fyrirhugaðar virkjanir skerða þau víðerni um nær helming, að mati Skipulagsstofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár