Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Frið­lýs­ing Dranga­jök­ul­svíð­erna hefði að öllu leyti já­kvæð­ari áhrif á at­vinnu­sköp­un og um­hverfi en fyr­ir­hug­uð virkj­un, að því er seg­ir í skýrslu ráð­gjaf­ar­fyr­ir­tæk­is fyr­ir hönd um­hverf­is­vernd­arsinna.

Friðlýsing hafi jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun

Friðlýsing Drangajökulsvíðerna hefði jákvæðari áhrif en Hvalárvirkjun. Hún mundi skapa atvinnutækifæri og koma í veg fyrir óafturkræfa röskun á landslagi, víðernum og menningarminjum.

Þetta er mat ráðgjafarfyrirtækisins Environice sem skilaði skýrslu um málið í janúar að beiðni samtakanna ÓFEIG náttúruvernd. Meginniðurstaða hennar er að friðlýsing skapi atvinnutækifæri til langs tíma í ferðaþjónustu, opinberri þjónustu og í afleiddum greinum og efli þar með byggðir. Áhrif friðlýsingar á einstaka þætti umhverfis og samfélags séu í öllum tilvikum jákvæðari eða minna neikvæð en áhrif fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar á sömu þætti.

Hvalárvirkjun hefur verið á teikniborðinu undanfarin ár og kynnti Árneshreppur deiliskipulagstillögu um virkjunina í nóvember 2018. „Friðlýsing og virkjun geta ekki farið saman,“ segir í skýrslunni. „Með virkjunarframkvæmdunum mætti auka tekjur sveitarfélagsins verulega til skamms tíma, en um leið væri mikilvægum hluta af aðdráttarafli svæðisins eytt til frambúðar og lokað á þá möguleika til atvinnuuppbyggingar til langs tíma sem felast í þessu aðdráttarafli.“

Víðernin sem lagt er til að friðlýst verði eru samtals um 1.190 ferkílómetrar að flatarmáli og ná þau allt frá Steingrímsfjarðarheiði í suðri að mörkum Hornstrandafriðlandsins í norðri. Saman myndu fyrirhugaðar virkjanir skerða þau víðerni um nær helming, að mati Skipulagsstofnunar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvalárvirkjun

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu