Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki

Al­dís Schram, dótt­ir Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, mót­mæl­ir orð­um föð­ur síns um að frétta­flutn­ing­ur Stund­ar­inn­ar um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni hans eigi ræt­ur að rekja í veik­ind­um henn­ar. Hún vís­ar á vott­orð þess efn­is að hún sé ekki með geð­hvarfa­sýki.

Aldís Schram: „Vísvitandi lygi“ Jóns Baldvins um meinta geðveiki
Aldís Schram Mynd: Heiða Helgadóttir

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, mótmælir orðum föður síns um meintan geðsjúkdóm hennar. Vottorð sérfræðings segir hana ekki haldna geðhvarfasýki. Einkenni áfallastreitu vegna kynferðisbrots séu hins vegar til staðar.

Í Stundinni lýsa fjórar konur kynferðislegri áreitni af hendi Jóns Baldvins. Umfjöllunina í heild má lesa í tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag.

Í samtali við Stundina sagði Jón Baldvin frásagnir kvennanna eiga rætur að rekja til dóttur sinnar og kallar málið „fjölskylduharmleik“. „Aldís dóttir mín hefur spunnið þær sögur og það er þyngra en tárum taki. Ég hef svarað því áður og endurtek það ekki.“

Aðspurður hvað þetta hafi með framburð kvennanna fjögurra að gera, sagði Jón Baldvin að því megi velta fyrir sér. „Kynntu þér stöðu Aldísar dóttur minnar, hún hefur átt við geðræn vandamál að stríða alllengi. Ég hélt að það væri að lagast, hef engar áreiðanlegar heimildir fyrir því svo sem.“

Aldís hefur síðan 1992 verið nauðungarvistuð sex sinnum á geðdeild, sem hún segir alltaf hafa verið fyrir tilstilli föður síns. „Af því gefna tilefni að Jón Baldvin Hannibalsson, enn og aftur, svertir opinberlega æru mína í því skyni að fá hreinsað sína - og fjölmiðlamenn hafa ekki ljáð minni rödd málstað í sínum miðlum til að ég fái borið hönd fyrir höfuð mér, birti ég hér, til að fá kveðið niður í eitt skipti fyrir öll þessa vísvitandi lygi hans um mína meintu geðveiki, eftirfarandi vottorð dr. Gunnars Hrafns Birgissonar því til sönnunar að ég hvorki er né hef nokkurn tíma verið haldin geðsjúkdómi - sem og læknisvottorð heimilislæknis míns,“ skrifar Aldís í tilkynningu til Stundarinnar. Þá birtir hún einnig færslu um málið á Facebook síðu sinni.

Vottorð sýnir ekki geðhvarfasýki

Aldís leitaði til Gunnars árið 2014 og tók hann viðtöl við hana yfir tveggja mánaða skeið og lagði fyrir hana ýmis próf. „Samantekið benda niðurstöður skimunar þessarar, sem gerð var með klínískum viðtölum og spurningalistum, ekki til geðhvarfasýki, þ.e. geðröskunar sem fyrrum nefndist manic-depression,“ segir í bréfinu. „Það fundust einkenni áfallastreitu, en ekki næg til þess að hægt sé að álykta um heilkenni áfallastreituröskunar.“

Einkenni áfallastreituröskunarinnar hjá Aldísi benda til kynferðisofbeldis, að því er segir í vottorði Gunnars. „Útkoma á PSS-SR spurningalista um áfallastreitu einkenni eftir kynferðisofbeldi er 28 stig, sem telst benda til alvarlegra einkenna. Þessar útkomur benda til einkenna eftir áfall eða áföll, en þær eru út af fyrir sig ekki greining á áfallastreituröskun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár