Lögreglan er ekki aðgerðarlaus um hátíðir fremur en aðra daga og þarf að takast á við allra handa uppákomur yfir jólahátíðina, allt frá því að aðstoða samborgara sína vegna rafmagnsleysis til þess að þurfa að takast á við mjög þungbæra atburði, slys og fjölskylduharmleiki. Því þarf að manna lögregluvakt á hátíðardögum rétt eins og á öðrum dögum.
Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, hefur staðið vaktina yfir fjölmörg jól og áramót, rétt eins og flestir kollega hans hafa einnig gert. „Ég var fyrst á vakt yfir hátíðir fyrsta árið mitt í lögreglunni, árið 1987. Ég hef síðan nánast öll ár tekið vaktir á aðfangadag, jóladag, gamlaársdag eða nýársdag. Gamlaárskvöld og nýársnótt eru mannfrekari en jólahátíðarnar en sem betur fer finnst mér sem hafi dregið úr þörf á mannafla yfir áramótin frá því sem var. Ég held kannski að fólk sé farið að ganga hægar um gleðinnar dyr, eða þá að skemmtanahald …
Athugasemdir