Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir, doktor í heim­speki og stunda­kenn­ari við Há­skóla Ís­lands, seg­ir sjálf­stæði Há­skóla Ís­lands ógn­að með fyr­ir­hug­uð­um þjón­ustu­samn­ingi um tann­grein­ing­ar við Út­lend­inga­stofn­un. Hún seg­ir mik­il­vægt að skól­inn haldi sjálf­stæði sínu gagn­vart öðr­um stofn­un­um sam­fé­lags­ins.

Fyrirhugaður þjónustusamningur Háskóla Íslands og Útlendingastofnunar um að skólinn muni sjá um röntgenrannsóknir á tönnum ungra hælisleitenda í þeim tilgangi að skera úr um aldur þeirra fyrir Útlendingastofnun, vegur að sjálfstæði skólans. Þetta segir Nanna Hlín Halldórsdóttir, doktor í heimspeki og stundakennari við Háskóla Íslands, í samtali við Stundina en hún er ein þeirra sem hefur að undanförnu leitt mótmæli innan háskólans gegn tanngreiningum á ungum hælisleitendum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, Landssamtök íslenskra stúdenta, starfsmenn og doktorsnemar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem og starfsmenn og doktorsnemar við Hugvísindasvið skólans hafa að undanförnu sent frá sér yfirlýsingar þar sem tanngreiningunum er mótmælt harðlega.

Umhugað um stöðu flóttafólksNanna Hlín þekkir vel til stöðu flóttafólks á Íslandi enda kom eiginmaður hennar hingað til lands sem flóttamaður.

Stúdentar, doktorsnemar og starfsmenn háskólans hafa meðal annars bent á að  tanngreiningar á hælisleitendum fari gegn vísindasiðareglum skólans en þær kveða á um að rannsakendur skuli ekki skaða hagsmuni þeirra sem tilheyra hópi í erfiðri stöðu. Þá hafa þeir bent á samfélagslegt hlutverk menntastofnana sem og mikilvægi þess að akademískar stofnanir framkvæmi ekki aðgerðir lögvalds á borð við Útlendingastofnunar. Málið þykir óþægilegt fyrir rektor sem og yfirstjórn Háskóla Íslands sem hefur beitt sér fyrir gerð þjónustusamningsins, en tanngreiningar f´rou lengi vel fram innan veggja háskólans án þess að nokkur samningur lægi fyrir. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi tölvupóst á starfsmenn háskólans í síðustu viku þar sem hann sagði að aldurgreiningar á tönnum færu ekki fram á meðan málið væri til skoðunar hjá Heilbrigðisvísindasviði skólans. Hann hefur ekki viljað tjá sig um gagnrýnir starfsmanna og doktorsnema. 

„Á sama tíma er háskólinn að styðja aðgerð sem í raun og veru beitir sér fyrir því að reka úr landi alþjóðlegt fólk, þannig að það er þarna mótsögn“

Nanna Hlín bendir á mikilvægi þess að akademískar stofnanir njóti algjörs sjálfstæðis. Tanngreiningar, sem framkvæmdar eru fyrir lögvaldið, Útlendingastofnun, eigi ekki undir neinum kringumstæðum að fara fram innan veggja akademískrar stofnunar á borð við Háskóla Íslands enda komi það niður á sjálfstæði skólans. „Ég held að það skipti bara ótrúlega miklu máli fyrir háskólann sem svona þekkingarstofnun, sem í sinni leit er að reyna að búa til meiri og betri þekkingu, koma fram með samfélagsgagnrýni, koma jafnvel fram með spurningar akkúrat um siðferði, um siðfræði, þá skiptir mjög miklu máli að það sé sjálfstæði gagnvart öðrum sviðum samfélagsins,“ segir Nanna Hlín sem bætir við að hún telji að einhverskonar samkomulag um að Háskóli Íslands sjái um tanngreiningar fyrir Útlendingastofnun muni koma niður á því sjálfstæði. 

Nanna bætir við að eitt af hlutverkum menntastofnana á borð við Háskóla Íslands sé að stuðla að því að fólk í viðkvæmri stöðu eigi sem farsælast líf. Hún bendir á að háskólinn hafi á síðustu tíu, tuttugu árum lagt mikla áherslu á að vera alþjóðlegur rannsóknarháskóli. Í því samhengi skipti miklu máli að hluti doktorsnema séu af erlendu bergi brotnir og að það séu ekki einungis íslenskir ríkisborgarar sem ljúki doktorsprófi við skólann. „Á sama tíma er háskólinn að styðja aðgerð sem í raun og veru beitir sér fyrir því að reka úr landi alþjóðlegt fólk, þannig að það er þarna mótsögn.“

Í helgarblaði Stundarinnar er rætt við þrjár konur, sem nema og starfa við Háskóla Íslands, en þær gagnrýna skólann sinn harðlega fyrir að hafa stundað röntgenrannsóknir á tönnum ungra hælisleitenda fyrir Útlendingastofnun án samnings, sem og að vinna að sérstökum þjónustusamningi um rannsóknirnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár