Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aukin vopnaburður hafi kallað á fleiri útköll sérsveitarinnar

Vopn­uð­um út­köll­um sér­sveit­ar­inn­ar fjölg­aði hins­veg­ar tölu­vert um­fram til­kynn­ing­ar um vopn­aða ein­stak­linga. Sig­ríð­ur And­er­sen seg­ir einnig að „sam­setn­ing brota­manna í land­inu“ valdi fjölg­un vopn­aðra út­kalla.

Aukin vopnaburður hafi kallað á fleiri útköll sérsveitarinnar

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra fullyrðir að aukna tíðni vopnaðra útkalla sérsveitar ríkislögreglustjóra á árunum 2016-2017 megi skýra af aukinni tíðni tilkynninga vegna vopnaðra einstaklinga. Útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra fjölgaði um 175 prósent á milli áranna 2016-2017. Á sama tíma fjölgaði tilkynningum um vopnaða einstaklinga um 109 prósent. Þannig fjölgaði vopnuðum útköllum sérsveitarinnar töluvert umfram tilkynningar um vopnaða einstaklinga á þessu sama tímabili. Ráðherra nefnir einnig breytingu á eðli brota og „samsetningu brotamanna í landinu“ sem ástæður fyrir auknum vopnaburði lögreglu, í svari við skriflegri fyrirspurn Smára McCarthy, þingmanns Pírata.

Spyr um vopnuð útköll Smári McCarthy, þingmaður Pírata, lagði fram skriflega fyrirspurn um vopnuð útköll sérsveitar ríkislögreglustjóra.

Þingmaðurinn spyr meðal annars hver skýringin sé á töluvert aukinni tíðni slíkra verkefna og útkalla á árinu 2017 umfram önnur ár. Ráðherra, sem vísar í upplýsingar frá embætti ríkislögreglustjóra, segir að „tilkynningum um fjölda vopnaðra einstaklinga fjölgað undanfarin ár og þar af leiðandi útköllum til að sinna þeim verkefnum.“

Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 52 vopnuð útköll árið 2003 en þeim fjölgaði jafnt og þétt næsta áratuginn eða svo og voru þau orðin 108 árið 2016. Slíkum útköllum fjölgaði svo snarlega upp í 298 árið 2017 og þrefölduðust þannig næstum því á milli ára. Þá fór fjöldi tilkynninga um vopnaða einstaklinga frá því að vera 65 árið 2011 yfir í 83 árið 2016. Ári síðar var tilkynnt um 174 slíkt tilfelli, að því er fram kemur í tölum sem ráðherra birtir frá ríkislögreglustjóraembættinu.

Þingmaðurinn spyr einnig hvaða breytingar hafi verið gerðar á starfsreglum, málaflokkum eða aðgerðavenjum lögreglu á undanförnu ári. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að ekki hafi verið gerðar neinar breytingar á þessum sviðum varðandi sérsveit ríkislögreglustjóra. Þá spyr hann ráðherra hvort þaðsé í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar í löggæslumálum að fjölga vopnuðum verkefnum og útköllum lögreglu. Ráðherra segir svo ekki vera. Það sé hinsvegar hlutverk lögreglu að bregðast við þeim tilkynningum sem henni berast í samræmi við ákvæði lögreglulaga. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Lögregla og valdstjórn

Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Helmingur yfirstjórnenda lögreglunnar fékk stöðuna án auglýsingar
FréttirLögregla og valdstjórn

Helm­ing­ur yf­ir­stjórn­enda lög­regl­unn­ar fékk stöð­una án aug­lýs­ing­ar

Ít­rek­að er vikist und­an meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu þeg­ar ráð­ið er í yf­ir­manns­stöð­ur hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Eins og þið þekk­ið eru breyt­ing­ar og aug­lýs­ing­ar á yf­ir­manna­stöð­um sér­stak­lega vel til þess falln­ar að stuðla að óró­leika hjá embætt­inu,“ sagði lög­reglu­stjóri í bréfi til starfs­manna. GRECO hef­ur gagn­rýnt verklag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár