Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um Bolsonaro: „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu“

Þrír áhrifa­menn í Sjálf­stæð­is­flokkn­um telja sig­ur fas­ist­ans Ja­ir Bol­son­aro í Bras­il­íu vera fyr­ir­sjá­an­legt andsvar við spill­ingu vinstrimanna. Efna­hags­stefn­an lofi góðu og þörf sé á hert­um refs­ing­um í Bras­il­íu.

Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um Bolsonaro: „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu“

Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor og Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, eru sammála um að sigur hægriöfgamannsins Jair Bolsonaro í forsetakosningum Brasilíu megi rekja til spillingar vinstrimanna þar í landi og upplausnarástandsins sem skapaðist í stjórnartíð sósíalista í nágrannaríkinu Venesúela. Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra, segir að brasilískir vinstrimenn hafi verið spilltir og veruleikafirrtir þegar kemur að efnahagsmálum. „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu, hefur skynsamlega efnahagsstefnu,“ skrifar Einar. Þessi orðaskipti birtast á Facebook-síðu Hannesar Hólmsteins þar sem rætt er um nýkjörinn forseta Brasilíu. 

Hlynntur pyntingum og vill fangelsa vinstrimenn 

Bolsonaro hefur líkt Brasilíumönnum af afrískum uppruna við búfénað, úthúðað minnihlutahópum, meðal annars samkynhneigðum og hælisleitendum, og heitið því að berja niður mótmæli og andóf í Brasilíu.

Þá hefur hann hvatt til þess að lögreglan fái ótakmarkar heimildir til að drepa glæpamenn og sagt að hrekja þurfi vinstrimenn úr landi eða fangelsa þá.

Athygli vakti árið 2014 þegar Bolsonaro sagði við þingkonu að hann myndi ekki nauðga henni, enda væri hún ekki þess verðug að vera nauðgað. Í kosningabaráttu sinni undanfarna mánuði beitti Bolsonaro ítrekað fasískri orðræðu og hvatti til ofbeldis gegn pólitískum andstæðingum og minnihlutahópum. Þá hefur hann sagst vilja leggja niður löggjafarsamkunduna og hverfa aftur til stjórnarfars í anda herforingjastjórnarinnar sem ríkti í landinu frá 1964 til 1985.

Hannes Hólmsteinn segir á Facebook að sér blöskri af hve mikilli vanþekkingu sé talað um brasilísk stjórnmál á Íslandi. Velgengni Bolsonaro megi fyrst og fremst rekja til þess að kjósendur hafni Verkamannaflokknum sem sé rammspilltur, enda hafi fyrrum forseti Brasilíu og formaður Verkamannaflokksins, Luiz Inácio Lula da Silva, verið fangelsaður fyrir mútubrot. 

Hannes segir að aðalráðgjafi Bolsonaro í efnahagsmálum, Paulo Guedes, sé mjög skynsamur maður. Guedes er hagfræðingur sem nam hjá Milton Friedman við Chicago-háskóla í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum og gegndi svo prófessorsstöðu í Chile í stjórnartíð Augusto Pinochets. Hefur Guedes kallað eftir því að ráðist verði í harkalegan niðurskurð og einkavæðingu í Brasilíu auk þess sem komið verði á flötu skattkerfi.

Bolsonaro hefur lýst velþóknun á Pinochet, sem rændi völdum í Chile með aðstoð Bandaríkjastjórnar árið 1973 og lét drepa þúsundir pólitíska andstæðinga og pynta tugþúsundir um leið og hann innleiddi efnahagslega frjálshyggju þar í landi. Í nýjasta tölublaði The Economist er því velt upp hvort skeið Pinochetisma sé að renna upp í Brasilíu, þar sem stjórnlyndi og efnahagsleg frjálshyggja fari hönd í hönd. Pistlahöfundur blaðsins hefur vissar efasemdir um það. „Bolsonaro er ekki herforingi og reyndar var hann rekinn úr hernum fyrir agabrot árið 1988. Og hann er ekki sannfærandi frjálshyggjumaður í efnahagsmálum heldur korporatisti inni við beinið,“ segir The Economist. Engu að síður telur blaðið að Brasilíumenn geti gert sér vonir um hagvöxt næstu árin og að forsetinn haldi aftur af alræðistilhneigingum sínum. Ýmsar hættur séu þó fyrir hendi, einkum sú er felst í lýðræði án frjálslyndis (e. illiberal democracy), þar sem fjarar undan aðhaldi, réttlátri málsmeðferð og sanngjörnum leikreglum þótt áfram séu haldnar kosningar. 

Hannes vill herða refsingar í Brasilíu

Hannes Hólmsteinn greinir frá því á bloggsíðu sinni að nýlega hafi hann verið spurður að því á ráðstefnu í São Paulo hvaða ráð hann gæti gefið Brasilíumönnum. „Hann svaraði því til, að svo virtist sem þrjár nornir stæðu yfir höfuðsvörðum þessarar sundurleitu, suðrænu stórþjóðar, ofbeldi, spilling og fátækt. Brasilíumenn þyrftu að reka þessar nornir á brott, einbeita sér að koma á lögum og reglu, meðal annars með því að herða refsingar fyrir ofbeldisglæpi, og þá myndi tækifærum fátæks fólks til að brjótast í bjargálnir snarfjölga,“ skrifar Hannes. „Aðkomumönnum yrði starsýnt á hina ójöfnu tekjudreifingu í landinu. Ef til vill hefði auður sumra Brasilíumanna skapast í krafti sérréttinda og óeðlilegrar aðstöðu ólíkt því, sem gerðist í frjálsari hagkerfum, en reynslan sýndi, að hinir fátæku yrðu ekki ríkari við það, að hinir ríku yrðu fátækari. Happadrýgst væri að mynda skilyrði til þess, að hinir fátæku gætu orðið ríkari, en með aukinni samkeppni, sérstaklega á fjármagnsmarkaði, myndu hinir ríku þurfa að hafa sig alla við að halda auði sínum. Eitt lögmál hins frjálsa markaðar væri, að flónið og fjármagnið yrðu fljótt viðskila. Skriffinnska stæði líka brasilískum smáfyrirtækjum fyrir þrifum.“ 

„Vill hann stjórnarfar eins og í Venesúela?“

Fjörugar umræður um málið eiga sér stað á Facebook-síðu Hannesar. Andri Sigurðsson tölvunarfræðingur, bendir á að Jair Bolsonaro sé ekki barnanna bestur, styðji harðstjórn, pyntingar og morð án dóms og laga. Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra bregst við og skrifar: „Hefur nágrennið við sósíalistana í Venesúela ekki áhrif á afstöðu Brasilíumanna? Einkennilegt þegar menn hafa þann veruleika fyrir framan sig skuli menn skrifa eins og Andri Sigurðsson hér að ofan. Vill hann stjórnarfar eins og í Venesúela?“ 

Vildu ekki að Brasilía yrði önnur Venesúela

Hannes bendir á að Bolsonaro hafi einmitt notfært sér upplausnarástandið í Venesúela í kosningabaráttunni, og spyrt Verkamannaflokk Brasilíu við Hugo Chavez, fyrrverandi forseta Venesúela. „Segja má, að kjósendur hafi sagt með þessum úrslitum: Við viljum ekki, að Brasilía verði önnur Venesúela,“ skrifar hann.

Noam Chomsky, málvísindaprófessor og heimsþekktur þjóðfélagsrýnir af vinstrivængnum, birti nýlega pistil þar sem hann fjallaði um stjórnmálaástandið í Brasilíu og hélt því fram að eins konar „mjúkt valdarán“ væri að eiga sér stað með pólitískum réttarhöldum og fangelsun Lula, vinsælasta stjórnmálamanns Brasilíu sem var bannað að bjóða sig fram í kosningunum. Reuters lýsir Lula sem „fyrsta brasilíska stjórnmálamanninum af verkamannastétt sem rak velferðarstefnu sem lyfti milljónum upp úr fátækt í stærsta ríki Rómönsku Ameríku“ en margt bendir til þess að Lula hefði farið með sigur af hólmi ef hann hefði fengið að halda framboði sínu til streitu. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir því að Lula fengi að bjóða sig fram og gagnrýndi brasilísk stjórnvöld harðlega fyrir að vega að pólitískum réttindum hans, en allt kom fyrir ekki.

Björn Bjarnason segir að umboð Bolsonaro sé ótvírætt. Ef kjör hans sé „kennt við valdarán en borið blak af stjórnarháttum í Venesúela ber það vott um að lenínisma og stalínisma megi enn verja í þágu sósíalismans“. 

Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen blandar sér í umræðurnar. Einar hefur áður vakið athygli fyrir sjónarmið sem ekki eru algeng á vettvangi íslenskra stjórnmála. Til að mynda hefur hann sagst vera stuðningsmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum og þess að reistur sé veggur við landamæri Mexíkó. Þá er hann andvígur Parísarsamkomulaginu sem hann kallar „gróðurhúsarugl“ og „algert svindl“.

Telur efnahagsstefnu Bolsonaro skynsamlegri

Einar lýsir ekki yfir stuðningi við Bolsonaro en virðist þó telja hann skömminni skárri heldur en vinstrimennina í Brasilíu. „Það voru margháttuð vöruskipti milli Brasílíu og Venesúela sem virtust vera bandamenn í draumi sínum um 21. aldar sósíalisma. Sem dæmi gaf Venezúela Brasilíu olíu í skiptum fyrir nautakjöt. Þetta hafði því miður þær afleiðingar að gera landbúnað í Venesúela óarðbæran og hann þurrkaðist út í gjöfulasta landi álfunnar enda búið að taka markaðsverðlagningu úr sambandi,“ skrifar hann. „Þetta var allt byggt á pólitískri draumsýn þannig að það var alveg vel til fundið að benda á að Verkamannaflokknum væri trúandi til að taka Brasilíu í sömu glötun enda leiðtogarnir spilltir og veruleikafyrrtir þegar kom að efnahagsmálum. Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu hefur skynsamlega efnahagsstefnu.“ 

Hæstaréttarlögmaður vill meiri hörku á Íslandi

Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins, hefur einnig tjáð sig um Bolsonaro á Facebook-síðu sinni. Hann kallar eftir því að Íslendingar taki sér Brasilíumenn til fyrirmyndar og hjóli í stjórnmálamenn og embættismenn. Þá vísar hann meðal annars til Braggamálsins í borginni og þess að ráðherrar „ráði til sín aðstoðarfólk að geðþótta“ en slíkt virðist hann líta á sem spillingu.

„Vonandi gengur nýjum forseta þar
í landi vel að uppræta spillinguna“

„Í Brasilíu hika löggæsluyfirvöld ekki við að hjóla í valdamikla stjórnmálamenn vegna afbrota þeirra og spillingar. Vonandi gengur nýjum forseta þar í landi vel að uppræta spillinguna,“ skrifar hann. „Er það í lagi að eyða hunduðum milljóna í bragga, að ráðherrar ráði til sín aðstoðarfólk að geðþótta, að yfirstétt hins opinbera stjórnmálamenn, ríkisforstjórar og háembættismenn taki sér launakjör sem eru margföld laun daglaunafólks. Er ekki kominn tími til að siðvæða íslensk stjórmál og koma þessu sjálftökuliði frá völdum?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár