Ljósmyndarinn Páll Stefánsson hefur ekki heyrt jafn skerandi grátur og á safni í Senegal þar sem fjallað er um þrælasöluna.
ÚttektBorgunarmálið
Borgun - frá ríkinu til Engeyinga og þaðan til Cayman-eyja
Sala Landsbankans á Borgun var valin „verstu viðskipti ársins“ og mál henni tengt er enn fyrir dómstólum. Borgun, sem gaf út fyrsta kreditkortið á Íslandi, verður hluti af neti tæknifyrirtækja í eigu brasilískra aðila sem ætla í samkeppni við banka með stuðningi Warren Buffett.
Myndir
Vesen í Venesúela
Íbúar ríkasta lands Suður-Ameríku eru á flótta, tuttugu árum eftir að hafa kosið nýjan forseta. Páll Stefánsson ljósmyndari fór í flóttamannabúðirnar.
FréttirPopúlismi
Bolsonaro vefur Brasilíu um fingur sér
Jair Bolsonaro hefur umturnað brasilískri orðræðu og þjóðlífi á fyrsta ári sínu í forsetaembætti. Hann sakar fjölmiðla um lygar og falsfréttir en miðlar eigin tístum sem heilögum sannleika. Stundin ræðir við unga Brasilíubúa sem eiga erfitt með að sætta sig við að foreldrar þeirra séu komnir á hans band.
Fréttir
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um Bolsonaro: „Þá er betra að fá forseta sem heldur uppi lögum og reglu“
Þrír áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum telja sigur fasistans Jair Bolsonaro í Brasilíu vera fyrirsjáanlegt andsvar við spillingu vinstrimanna. Efnahagsstefnan lofi góðu og þörf sé á hertum refsingum í Brasilíu.
Fréttir
„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum
Ný alþjóðleg rannsókn sýnir mjög jákvæðar niðurstöður. Íslenskur taugalæknir segir þetta gleðifrétt.
FréttirHvarf Friðriks Kristjánssonar
Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu
Sverrir Þór Gunnarsson, Sveddi tönn, sem í nóvember árið 2012 var dæmdur í 22 ára fangelsi í Brasilíu fyrir smygl á tæpum 50 þúsund e-töflum og er talinn einn af höfuðpaurunum í alþjóðlegum smyglhring, virðist vera horfinn í Suður-Ameríku. Einn af þeim sem sagður er samstarfsmaður Sverris og talinn hafa mikilvægar upplýsingar um hvarf Friðriks Kristjánssonar, Guðmundur Spartakus Ómarsson, fór af landi brott á dögunum.
FréttirHvarf Friðriks Kristjánssonar
Ónefndi Íslendingurinn deildi skilaboðum um leigumorðingja skömmu fyrir hvarf Friðriks
Íslendingurinn í Paragvæ sem vitni segir hafa sýnt höfuð Friðriks Kristjánssonar á Skype deildi mynd á Facebook þar sem kvartað er undan vöntun á leigumorðingja, aðeins nokkrum dögum áður en Friðrik hvarf.
RannsóknHvarf Friðriks Kristjánssonar
Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi
Friðrik Kristjánsson, vinsæll og efnilegur ungur maður úr Garðabæ, hvarf sporlaust í Paragvæ eftir að hafa ánetjast fíkniefnum. Íslendingur, sem búsettur var í Amsterdam, greindi lögreglu frá því að hann hefði séð ónefndan Íslending halda á afskornu höfði hans í samtali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lögreglan í Reykjavík hefur nú handtekið og yfirheyrt einn mann vegna málsins.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Þegar Brasilía hafði kóng
Fyrir nokkrum árum stefndi í að Brasilía yrði nýtt stórveldi og þá var afráðið að ólympíuleikarnir yrðu haldnir í Ríó. Kannski verður bið á stórveldistigninni en landið á sér merkilega sögu eins og Illugi Jökulsson rifjar hér upp.
Fréttir
Íslenskt kærustupar handtekið með fimm kíló af kókaíni
Voru handtekin á móteli með spjaldtölvu, tvo farsíma og 1.600 krónur.
Mest lesið undanfarið ár
1
Eigin Konur#71
1
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.