Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ónefndi Íslendingurinn deildi skilaboðum um leigumorðingja skömmu fyrir hvarf Friðriks

Ís­lend­ing­ur­inn í Parag­væ sem vitni seg­ir hafa sýnt höf­uð Frið­riks Kristjáns­son­ar á Skype deildi mynd á Face­book þar sem kvart­að er und­an vönt­un á leigu­morð­ingja, að­eins nokkr­um dög­um áð­ur en Frið­rik hvarf.

Ónefndi Íslendingurinn deildi skilaboðum um leigumorðingja skömmu fyrir hvarf Friðriks
Hvarf í Suður-Ameríku Friðrik Kristjánsson var á leið til Paragvæ þegar síðast heyrðist af honum, allt þar til Íslendingur í Amsterdam vitnaði um að hafa séð höfuð hans á Skype í samtali við ónefndan Íslending.

Tveimur dögum áður en mikilvægt vitni í hvarfi Friðriks Kristjánssonar segist hafa séð höfuð hans, illa farið í glærum plastpoka, í samtali á Skype, birti ónefndi Íslendingurinn, sem sagður er hafa haft höfuð Friðriks undir höndum, óhugnarleg skilaboð á Facebook-vegg sínum. 

Ónefndi maðurinn, sem er ekki nefndur á nafn í umfjöllun Stundarinnar af lögfræðilegum ástæðum, deildi mynd á Facebook-síðu sinni með textanum: „Deildu þessu ef þú þekkir einhvern sem er á lífi því þú hefur ekki efni á leigumorðingja.“ 

Reyndi að ná í kærustu sína

Friðrik hvarf vorið 2013 og er vitað að leið hans lá til Paragvæ. Seinast heyrðist frá honum við landamæri Brasilíu og Paragvæ þar sem hann hugðist sækjast eftir „viðskiptatækifæri“. Þann 31. mars 2013 reyndi Friðrik þrisvar sinnum að hringja í kærustu sína, Cötiu Andreia, samkvæmt frásögn hennar í grein í prentútgáfu Stundarinnar um málið. „Frikki hringdi þrisvar sinnum í mig með stuttu millibili. Hann hefur aldrei gert það áður. Það eina sem mér dettur í hug er að einhver örvænting hafi gripið um sig þegar hann reyndi að hringja í mig. Eitthvað rosalegt var að gerast. Eitthvað ekki gott. Ég hugsa oft um það hvað ef ég hefði svarað, hvað hefði gerst og hvað hefði Frikki sagt?“

Samkvæmt frásögn Íslendings, sem búsettur var í Hollandi og var í sambandi við Friðrik vegna viðskiptanna, átti hann samtal við ónefnda Íslendinginn í Paragvæ daginn eftir, sem samkvæmt vitnisburði Jóns, sagðist hafa „ákveðið að drepa Friðrik“. 

Birtist stuttu fyrir hvarf Friðriks
Birtist stuttu fyrir hvarf Friðriks Stöðuuppfærsla bæði ónefnda Íslendingsins og þess sem við köllum Jón í Amsterdam eru óhugnarleg. Takið eftir dagsetningunum sem hafa verið merktar með rauðum hring.

Vitnið í Amsterdam, sem Stundin hefur kallað „Jón“ í umfjöllun sinni, vitnaði um samtal sitt á Skype hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eftir að hafa séð hryllinginn á Skype ákvað hann að fara frá Amsterdam til Íslands og bað lögreglu um að fá að fara í fangelsi og afplána dóm sem hann átti eftir að sitja af sér.

„Vá hvað þið eruð sjúk“

Tveimur dögum eftir samtalið á Skype ákvað vitnið í Amsterdam að skrifa ummæli undir deilingu ónefnda Íslendingsins á myndinni þar sem hann segist vilja einhvern feigan. 

Stuttu eftir að ummælin birtust undir færslunni var henni eytt. Stundin hefur færsluna undir höndum:

„Vá hvað thid erud sjúk. Thú tharnna helvitis ogedslega skitseidid thitt [NAFN FJARLÆGT] hvad varstu ad spa thid hinn ættud ad óttast mig meir en ég ykkur. Thad voru ekki thid sem sáuð hausin a felaga ykkar inn í minibar. Jaja mer er alveg sama hvad eg er ad segja. Augad hékk úr hausnum á honum kjálkinn möllbrotin. Gulur vökvi kom úr mænuni tegar hann hjó hann af med bitlausri svedjuni. Bara halló. frikki stod vid allt eins og stafur i bok,“ skrifaði sá sem í umfjöllun Stundarinnar var kallaður Jón.

Friðrik Kristjánsson hafði dvalið hjá vitninu í Hollandi í byrjun árs 2013 og alveg þar til hann flaug út í sína hinstu ferð.

„Afhverju gerdiru thad ekki vid einhvern sem er buinn ad vera ræna tig asnin thinn. Munidi eftir operation orange. Eg komst nu heldur betur af tví hver var buinn ad vera tala. T.d. Der kinderenstraat. Lögfrædingurinn minn fekk ad vita allt. [KVENMANNSNAFN FJARLÆGT] sparadi ekki ordinn,“ segir Jón og heldur áfram: „Eg vidurkenni tad sem eg geri og hef alltaf gert og ju [NAFN FJARLÆGT] eg tilkynnti thetta til logregluna eins og thu veist. Thu ert buinn ad fucka mer upp og ollu sem vid vorum ad gera. Helduru eg vilji taka thatt i svona ogedi. tar skjalladist ter Ástædan fyrir tvi eg hræddist tig ekki shit er su ad gafadi mordinginn hefdi sagt nei hann hefur ekki komid. Hann frikki. Eg fer i fjölmidla fljottlega og segi theim hvernig thetta var. Sjuki djofull fara svo med hausin i bakpoka a burger king og thykkjast gleyma bakpokanum. Og lest afgreidslustelpuna rett a ther bakpokan.“

Lögreglan veit af skilaboðunum

Það sem Jón vísar til í lok skilaboðanna er höfuð Friðriks Kristjánssonar. Samkvæmt heimildum Stundarinnar vita lögregluyfirvöld af þessum skilaboðum á Facebook. Þá hafi yfirvöldum einnig borist upplýsingar um að hluta af líkamsleifum Friðriks hafi verið komið fyrir í einum af ruslagámum skynbitastaðar í Paragvæ. Sama skyndibitastaðar og vitnið í Amsterdam vísar til í skilaboðum sínum á Facebook.

Ónefndi Íslendingurinn er sagður hafa greint vinum sínum frá þessu, meðal annars Jóni sjálfum. 

Leita enn Friðriks

Lögregla, fjölskylda og vinir Friðriks Kristjánssonar standa enn í leit að Friðriki. Þau hafa ekki gefið upp alla von um að vísbendingar um hvarf Friðriks berist yfirvöldum. Þau bíða og hvetja alla til þess að stíga fram sem telja sig hafa upplýsingar um hvarfið.

Lögregluyfirvöld hér á landi höfðu leitað að Guðmundi Spartakusi Ómarssyni vegna málsins í rúm þrjú og hálft ár, eða frá því Friðrik hvarf í Paragvæ í Suður-Ameríku árið 2013, þegar hann birtist skyndilega hér á landi fyrr í vetur. 

Guðmundur Spartakus Ómarsson
Guðmundur Spartakus Ómarsson Stundin hefur ítrekar reynt að ná tali af honum í tengslum við hvarf Friðriks en ekki haft erindi sem erfiði.

Ítarlega er fjallað um hvarf Friðriks í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér: Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi.

Stundin hefur á undanförnum vikum ítrekað reynt að ná tali af Guðmundi Spartakusi vegna málsins en án árangurs. Haft var samband við fjölskyldumeðlimi, vini og reynt var að koma skilaboðum til hans í gegnum lögfræðing hans, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, sem hefur sent kröfubréf á fjölda fjölmiðla vegna umfjöllunar um fréttir í Suður-Ameríku þar sem Guðmundur Spartakus er bendlaður við viðskipti með fíkniefni. 

Vilhjálmur hafnaði því að hjálpa til við að ná sambandi við Guðmund Spartakus, þegar Stundin hafði samband við hann, og hótaði lögsókn ef nafn umbjóðanda hans myndi birtast í umfjölluninni. Um hvarf Friðriks verður þó ekki skrifað án þess að minnast á nafn Guðmundar Spartakusar sem talið hefur verið að búi yfir upplýsingum sem geti varpað ljósi á hvarfið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Friðriks Kristjánssonar

Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu
FréttirHvarf Friðriks Kristjánssonar

Sverr­ir Þór finnst ekki í fang­elsi í Bras­il­íu

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, Sveddi tönn, sem í nóv­em­ber ár­ið 2012 var dæmd­ur í 22 ára fang­elsi í Bras­il­íu fyr­ir smygl á tæp­um 50 þús­und e-töfl­um og er tal­inn einn af höf­uð­paur­un­um í al­þjóð­leg­um smygl­hring, virð­ist vera horf­inn í Suð­ur-Am­er­íku. Einn af þeim sem sagð­ur er sam­starfs­mað­ur Sverr­is og tal­inn hafa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar, Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son, fór af landi brott á dög­un­um.
Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi
RannsóknHvarf Friðriks Kristjánssonar

Far­veg­ur fíkni­efn­anna end­aði með hryll­ingi

Frið­rik Kristjáns­son, vin­sæll og efni­leg­ur ung­ur mað­ur úr Garða­bæ, hvarf spor­laust í Parag­væ eft­ir að hafa ánetj­ast fíkni­efn­um. Ís­lend­ing­ur, sem bú­sett­ur var í Amster­dam, greindi lög­reglu frá því að hann hefði séð ónefnd­an Ís­lend­ing halda á af­skornu höfði hans í sam­tali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lög­regl­an í Reykja­vík hef­ur nú hand­tek­ið og yf­ir­heyrt einn mann vegna máls­ins.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár