Sverrir Þór Gunnarsson, 44 ára gamall Íslendingur sem hefur á undanförnum árum verið búsettur í Suður-Ameríku, finnst ekki í fangelsi í Brasilíu.
Sverrir Þór ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera staddur í fangaklefa í fangelsi rétt fyrir utan Rio de Janeiro að afplána 22 ára dóm vegna smygls á tæpum 50 þúsund e-töflum. Dóminn fékk Sverrir Þór árið 2012 en fjöldi e-taflnanna var fjórðungur alls þess sem brasilísk stjórnvöld höfðu lagt hald á árið áður. Stundin hefur á undanförnum vikum reynt að ná tali af Sverri Þór í tengslum við afhjúpandi umfjöllun um hvarf Friðriks Kristjánssonar sem birtist í síðasta tölublaði. Friðrik flaug til Suður-Ameríku, á slóðir Sverris Þórs og fleiri Íslendinga, árið 2013 með það fyrir augum að stunda eiturlyfjaviðskipti. Ekkert hefur spurst til hans síðan í mars sama ár, 2013.
Í umfjöllun Stundarinnar kom meðal annars fram að Íslendingur að nafni Guðmundur Spartakus Ómarsson væri talinn búa yfir …
Athugasemdir