Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, Sveddi tönn, sem í nóv­em­ber ár­ið 2012 var dæmd­ur í 22 ára fang­elsi í Bras­il­íu fyr­ir smygl á tæp­um 50 þús­und e-töfl­um og er tal­inn einn af höf­uð­paur­un­um í al­þjóð­leg­um smygl­hring, virð­ist vera horf­inn í Suð­ur-Am­er­íku. Einn af þeim sem sagð­ur er sam­starfs­mað­ur Sverr­is og tal­inn hafa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar, Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son, fór af landi brott á dög­un­um.

Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu
Sverrir Þór Gunnarsson Einn af þekktustu glæpamönnum Íslandssögunnar, Sveddi Tönn, var alsæll með að hafa trúlofast íslenskri unnustu sinni en hann sýndi hringinn þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna smylgs á tæpum 50 þúsund e-töflum. Sverrir stóð fast á því að hann yrði sýknaður en allt kom fyrir ekki. Hann var dæmdur í 22 ára fangelsi og trúlofunin rann út í sandinn.

Sverrir Þór Gunnarsson, 44 ára gamall Íslendingur sem hefur á undanförnum árum verið búsettur í Suður-Ameríku, finnst ekki í fangelsi í Brasilíu.

Sverrir Þór ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera staddur í fangaklefa í fangelsi rétt fyrir utan Rio de Janeiro að afplána 22 ára dóm vegna smygls á tæpum 50 þúsund e-töflum. Dóminn fékk Sverrir Þór árið 2012 en fjöldi e-taflnanna var fjórðungur alls þess sem brasilísk stjórnvöld höfðu lagt hald á árið áður. Stundin hefur á undanförnum vikum reynt að ná tali af Sverri Þór í tengslum við afhjúpandi umfjöllun um hvarf Friðriks Kristjánssonar sem birtist í síðasta tölublaði. Friðrik flaug til Suður-Ameríku, á slóðir Sverris Þórs og fleiri Íslendinga, árið 2013 með það fyrir augum að stunda eiturlyfjaviðskipti. Ekkert hefur spurst til hans síðan í mars sama ár, 2013.

Í umfjöllun Stundarinnar kom meðal annars fram að Íslendingur að nafni Guðmundur Spartakus Ómarsson væri talinn búa yfir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Friðriks Kristjánssonar

Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi
RannsóknHvarf Friðriks Kristjánssonar

Far­veg­ur fíkni­efn­anna end­aði með hryll­ingi

Frið­rik Kristjáns­son, vin­sæll og efni­leg­ur ung­ur mað­ur úr Garða­bæ, hvarf spor­laust í Parag­væ eft­ir að hafa ánetj­ast fíkni­efn­um. Ís­lend­ing­ur, sem bú­sett­ur var í Amster­dam, greindi lög­reglu frá því að hann hefði séð ónefnd­an Ís­lend­ing halda á af­skornu höfði hans í sam­tali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lög­regl­an í Reykja­vík hef­ur nú hand­tek­ið og yf­ir­heyrt einn mann vegna máls­ins.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár