Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, Sveddi tönn, sem í nóv­em­ber ár­ið 2012 var dæmd­ur í 22 ára fang­elsi í Bras­il­íu fyr­ir smygl á tæp­um 50 þús­und e-töfl­um og er tal­inn einn af höf­uð­paur­un­um í al­þjóð­leg­um smygl­hring, virð­ist vera horf­inn í Suð­ur-Am­er­íku. Einn af þeim sem sagð­ur er sam­starfs­mað­ur Sverr­is og tal­inn hafa mik­il­væg­ar upp­lýs­ing­ar um hvarf Frið­riks Kristjáns­son­ar, Guð­mund­ur Spar­tak­us Óm­ars­son, fór af landi brott á dög­un­um.

Sverrir Þór finnst ekki í fangelsi í Brasilíu
Sverrir Þór Gunnarsson Einn af þekktustu glæpamönnum Íslandssögunnar, Sveddi Tönn, var alsæll með að hafa trúlofast íslenskri unnustu sinni en hann sýndi hringinn þar sem hann sat í gæsluvarðhaldi vegna smylgs á tæpum 50 þúsund e-töflum. Sverrir stóð fast á því að hann yrði sýknaður en allt kom fyrir ekki. Hann var dæmdur í 22 ára fangelsi og trúlofunin rann út í sandinn.

Sverrir Þór Gunnarsson, 44 ára gamall Íslendingur sem hefur á undanförnum árum verið búsettur í Suður-Ameríku, finnst ekki í fangelsi í Brasilíu.

Sverrir Þór ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera staddur í fangaklefa í fangelsi rétt fyrir utan Rio de Janeiro að afplána 22 ára dóm vegna smygls á tæpum 50 þúsund e-töflum. Dóminn fékk Sverrir Þór árið 2012 en fjöldi e-taflnanna var fjórðungur alls þess sem brasilísk stjórnvöld höfðu lagt hald á árið áður. Stundin hefur á undanförnum vikum reynt að ná tali af Sverri Þór í tengslum við afhjúpandi umfjöllun um hvarf Friðriks Kristjánssonar sem birtist í síðasta tölublaði. Friðrik flaug til Suður-Ameríku, á slóðir Sverris Þórs og fleiri Íslendinga, árið 2013 með það fyrir augum að stunda eiturlyfjaviðskipti. Ekkert hefur spurst til hans síðan í mars sama ár, 2013.

Í umfjöllun Stundarinnar kom meðal annars fram að Íslendingur að nafni Guðmundur Spartakus Ómarsson væri talinn búa yfir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvarf Friðriks Kristjánssonar

Farvegur fíkniefnanna endaði með hryllingi
RannsóknHvarf Friðriks Kristjánssonar

Far­veg­ur fíkni­efn­anna end­aði með hryll­ingi

Frið­rik Kristjáns­son, vin­sæll og efni­leg­ur ung­ur mað­ur úr Garða­bæ, hvarf spor­laust í Parag­væ eft­ir að hafa ánetj­ast fíkni­efn­um. Ís­lend­ing­ur, sem bú­sett­ur var í Amster­dam, greindi lög­reglu frá því að hann hefði séð ónefnd­an Ís­lend­ing halda á af­skornu höfði hans í sam­tali á Skype og hrósa sér af því að hafa myrt hann. Lög­regl­an í Reykja­vík hef­ur nú hand­tek­ið og yf­ir­heyrt einn mann vegna máls­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár