Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur und­an­far­in ár unn­ið að rann­sókn á er­lend­um áhrifa­þátt­um efna­hags­hruns­ins, skrif­að­ist á við frjáls­hyggju­mann­inn James M. Buchan­an fyr­ir hrun og bað hann um að­stoð í hug­mynda­stríð­inu á Ís­landi. Hann­es sagði álíka af­ger­andi breyt­ing­ar hafa orð­ið á ís­lenska hag­kerf­inu og í Chile og lýsti hug­mynd­um sín­um um stór­fellda lækk­un fyr­ir­tækja­skatts sem síð­ar urðu að veru­leika.

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól

Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, skrifaðist á við bandaríska hagfræðinginn James M. Buchanan upp úr aldamótum og óskaði eftir aðstoð hans við að sannfæra íslenskan almenning og stjórnmálamenn um nauðsyn stórfelldra skattalækkana svo breyta mætti Íslandi í „skattaskjól“. 

Hannes sagði Buchanan frá afrekum Davíðs Oddssonar, vinar síns, og lýsti þeirri skoðun að ríkisstjórnir Davíðs hefðu umbreytt íslenska hagkerfinu með jafn afgerandi hætti og tekist hefði í Chile undir Pinochet og í Bretlandi undir forystu Thatchers. 

Þetta kemur fram í bréfum sem Hannes sendi Buchanan árin 2000 og 2005. Stundin komst yfir afrit af bréfunum en þau eru varðveitt í skjalasafni Buchanans í George Mason-háskóla í Virginíu. 

Buchanan hlaut Nóbelsverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar í hagfræði árið 1986 og er þekktastur fyrir framlag sitt til stjórnarskrárhagfræði og svokallaðra almannavalsfræða (e. Public Choice Theory). Buchanan taldi að beita mætti aðferðum hagfræðinnar við greiningu á stjórnmálum, enda létu stjórnmálamenn, embættismenn og kjósendur jafnan stjórnast af eiginhagsmunum rétt eins og leikendur á frjálsum markaði. Hvatti Buchanan til þess að svigrúmi stjórnmálamanna til lagasetningar, skattheimtu og fjárútláta væru settar þröngar skorður í stjórnarskrá.

Samskipti Hannesar og Buchanans veita athyglisverða innsýn í baráttu Hannesar fyrir frjálshyggju og varpa ljósi á það mikla áhrifavald sem hann hafði á Íslandi í valdatíð Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun. Þá eru bréfin vitnisburður um það kapp sem Hannes og íslenskir frjálshyggjumenn lögðu á að fá erlenda vopnabræður sína til Íslands til að ljá boðskapnum um markaðsfrelsi, lægri skatta og minni samneyslu aukna vigt. 

Fögnuðu verðlaunumMyndin birtist í Morgunblaðinu í desember 1986 eftir að vinir Buchanans höfðu haldið veislu honum til heiðurs í Stokkhólmi vegna nóbelsverðlaunanna. Buchanan er til vinstri, Hannes til hægri og í miðjunni er Ingemar Ståhl, hagfræðiprófessor í Lundi.

Buchanan var einn þeirra frjálshyggjumanna sem komu til Íslands og héldu fyrirlestra á níunda áratugnum í boði Félags frjálshyggjumanna. Með þessu var jarðvegurinn undirbúinn fyrir þau hugmyndafræðilegu og pólitísku umskipti sem urðu á Davíðstímanum. Eftir aldamót, þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra og íslenska frjálshyggjutilraunin komin á fullt, skrifaði Hannes bréf til Buchanans og bað hann um að koma aftur til Íslands. 

Hvatti Buchanan til að koma til ÍslandsHér má sjá tölvupóst Hannesar til Buchanans frá 2000. Pósturinn virðist vera viðbragð við svari Buchanans við fyrra bréfi Hannesar.

Skattalækkanir síður afturkræfar

„Það er sérstaklega brýnt að þú komir til Íslands einhvern tímann næsta vetur ef þú hefur tök á. Nú er ég að hvetja til þess að við lækkum skatta í stað þess að greiða niður skuldir, því skattalækkanir eru síður afturkræfar (e. more irreversible). Forsætisráðherra, sem er góður vinur minn, skilur þetta vel,“ skrifar Hannes í tölvupósti til Buchanans þann 4. ágúst 2000 [þýðingin er blaðamanns]. Þá segir hann hagfræðinga einblína á rekstrarstöðu ríkissjóðs til skamms tíma fremur en kerfislæg atriði sem skipta máli til langs tíma. 

„Forsætisráðherra, sem er góður 
vinur minn, skilur þetta vel“

„Reyndar tel ég að Ísland geti orðið skattaskjól (e. tax haven), ekki fyrir svarta starfsemi, heldur fyrir fyrirtæki sem sækjast eftir því að starfa á lágskattasvæðum. Ég held við ættum að lækka fyrirtækjaskatt úr 30 prósentum niður í 10 prósent og þá skapast sjálfkrafa þrýstingur á að lækka líka tekjuskatt einstaklinga. Þannig er hægt að skapa fjöldafylgi við skattalækkanir um leið og við njótum góðs af uppsveiflu þar sem ný fyrirtæki flýja skattasamræminguna í Evrópu […] og festa rætur á Íslandi. Ég vil gjarnan skrifa þér meira um þetta síðar, en þú yrðir ómetanlegur bandamaður í að sannfæra stjórnmálamenn og almenning hér á landi um ágæti skattalækkana.“  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sagnfræði

Mest lesið

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Illugi Jökulsson
4
Pistill

Illugi Jökulsson

Sagði Kissin­ger að ban­vænt væri að vera vin­ur Banda­ríkj­anna?

Gam­all prest­ur (sem kall­ar sig reynd­ar „pastor emer­it­us“) skrif­ar grein í Morg­un­blað­ið til stuðn­ings stríði Pút­ins Rúss­lands­for­seta í Úkraínu. Hann kenn­ir Banda­ríkja­mönnum­um um það stríð eins og fleira í heimi hér; þeir hafi att Úkraínu­mönn­um út í stríð­ið og vitn­ar í því sam­bandi við orða Henry Kissin­gers:„Það má vera hættu­legt að eiga Banda­rík­in að óvini en að eiga þau að...
„Áhyggjuefni hvað langtímaveikindi innan blaðamannastéttarinnar hafa aukist mikið“
7
Fréttir

„Áhyggju­efni hvað lang­tíma­veik­indi inn­an blaða­manna­stétt­ar­inn­ar hafa auk­ist mik­ið“

Til þess að rétta af bága fjár­hags­stöðu Styrkt­ar­sjóðs blaða­manna hef­ur Blaða­manna­fé­lag­ið ákveð­ið að breyta út­hlut­un­ar­regl­um sjóðs­ins. Halla­rekst­ur­inn er rak­inn til fjölg­un­ar um­sókna um sjúkra­daga­pen­inga. Í til­kynn­ingu seg­ir að fé­lag­ið hafi mikl­ar áhyggj­ur af aukn­um lang­tíma­veik­ind­um með­al blaða­manna sem rekja megi til óvið­un­andi starfs­að­stæðna.
„Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli“
9
Fréttir

„Takk fyr­ir að gefa stað sem er nú rann­sak­að­ur fyr­ir man­sal svona góð um­mæli“

At­hygl­is­verð um­mæli hafa birst und­ir net­gagn­rýni um Gríska hús­ið á Google. Þar virð­ist veit­inga­stað­ur­inn, sem var lok­að­ur af lög­reglu í gær vegna gruns um man­sal, þakka ánægð­um við­skipta­vin­um fyr­ir að veita staðn­um já­kvæð um­mæli þrátt fyr­ir man­sal­ið. Gríska hús­ið hef­ur al­mennt ver­ið dug­legt að svara gagn­rýn­end­um sín­um full­um hálsi á net­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Jesús Kristur breytti lífinu
4
Fólkið í borginni

Jesús Krist­ur breytti líf­inu

Kurt­eis og mjúk­máll ung­ur mað­ur sit­ur á brún­um bekk á Hlemmi. Hann bend­ir sessu­nauti sín­um á að strætó­inn hans sé kom­inn. Sá tek­ur úr sér heyrn­ar­tól­in og þakk­ar fyr­ir. Ungi mað­ur­inn sem sit­ur eft­ir bros­andi tal­ar ís­lensku með ör­litl­um hreim, en orða­forð­inn er áber­andi góð­ur. Hann er með barm­merki sem á stend­ur: Öld­ung­ur Matt­son. Hann seg­ir blaða­manni frá því hvað varð til þess að hann komst á þenn­an stað.
Bankarnir búnir með alla sénsa - peningaþvættisvarnir í ólestri
7
FréttirPeningaþvætti

Bank­arn­ir bún­ir með alla sénsa - pen­inga­þvættis­varn­ir í ólestri

Tæp­lega 600 millj­ón króna sátt Ís­lands­banka við yf­ir­völd vegna ónógra pen­inga­þvættis­varna er til marks um að bæði séu séns­ar eft­ir­lits­að­ila á þrot­um og að mun hærri sekt­ir verði lagð­ar á fyr­ir­tæki en áð­ur. Ari­on banki er næst­ur, en óljóst er hversu há sú sekt verð­ur. Fyr­ir tveim­ur ár­um greiddi Salt­Pay rúm­lega tíu sinn­um lægri sekt fyr­ir mun al­var­legri brot.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
10
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu