Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árið sem Hitler, Stalín, Freud, Tito og Trotsky voru nágrannar í Vín

Ár­ið 1913 bjuggu nokkr­ir vænt­an­leg­ir og al­ræmd­ir þjóð­ar­leið­tog­ar í höf­uð­borg aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæm­is­ins.

Árið sem Hitler, Stalín, Freud, Tito og Trotsky voru nágrannar í Vín
Málverk eftir Adolf Hitler Þetta verk málaði Hitler af Karlskirche þegar hann bjó í Vín.

Í janúar árið 1913 steig maður út úr Krakow-lestinni á norðurpalli lestarstöðvarinnar í Vín. Í passanum hans stóð nafnið Stavros Papadopoulos, dökkur yfirlitum með stórt og þykkt yfirvaraskegg og ferðatösku úr tré, sem lét lítið yfir sér.

„Ég sat við borðið,“ skrifaði maðurinn sem hann kom til að hitta, mörgum árum síðar, „þegar dyrnar opnuðust og inn kom þessi óþekkti maður. Hann var lágvaxinn, horaður og grábrún húðin alsett örum eftir unglingabólur. Ég sá ekkert í augum hans sem minnti á vináttu.“

Höfundur þessara orða var rússneskur andófs- og hugsjónamaður og ritstjóri hins róttæka dagblaðs Pravda [ísl. Sannleikur]. Hann hét Leon Trotsky. Maðurinn sem hann var að lýsa hér í raun er ekki Papadopoulos. Hann hafði verið skírður Vissarionovich Dzhugashvili, vinirnir kölluðu hann Koba, en í dag er hann best þekktur sem Jósef Stalín.

Trotsky og Stalín voru aðeins tveir af fjölmörgum mönnum sem bjuggu í miðborg Vínar árið 1913 sem áttu með verkum sínum eftir að móta, og jafnvel rústa, tuttugustu öldinni.

En þetta var ólíkur hópur. Byltingarsinnarnir tveir, Stalín og Trotsky, voru á flótta. Sigmund Freud hafði hins vegar fyrir löngu fest rætur í borginni. Sálfræðingurinn, sem var hampað af fylgjendum sínum sem maðurinn sem opnaði á leyndardóma hugans, bjó og starfaði við Berggasse-götu.

Hinn ungi Josip Broz, sem seinna varð frægur sem herforinginn Tito, leiðtogi Júgóslavíu, vann í Daimler-bílaverksmiðjunni í Wiener Neustadt, í suðurhluta Vínar, þar sem hann leitaði sér að vinnu, peningum og skemmtun.

Síðan var það 24 ára gamall maður frá norðvestur-Austurríki sem dreymdi um að læra málaralist við hinn virta listaháskóla borgarinnar, Akademie der bildenden Künste Wien, en hafði tvisvar verið hafnað og bjó í gistiskýli fyrir heimilislausa við ána Danube. Sá hét Adolf Hitler.

Lítill radíus
Lítill radíus Þessir áhrifamiklu karakterar eyddu allir árinu 1913 í sama hverfi miðborgar Vínar.

Rithöfundurinn Frederic Morton skrifaði mikilfenglega lýsingu á borginni á þessum tíma í bók sinni Thunder at Twilight. Þar sér hann Hitler þruma yfir hinum íbúum gistiskýlisins „um siðferði, hreinleika kynþáttanna, hið guðdómlega verkefni sem liggur fyrir Þjóðverjum, svik slavanna, gyðinga, jesúíta og frímúrara. Hártoppurinn kastast til, hendurnar settar málningarblettum sveiflast í gegnum loftið, röddin verður háværari svo hún minnir á óperusöngara. Síðan, jafn skyndilega og hann byrjaði, er hann hættur. Safnar hlutunum sínum saman með yfirlætisfullu skrjáfri og strunsar að beddanum sínum.“

Yfir þessu öllu, í hinni óreglulegu Hofburg-höll, ríkti hinn aldraði keisari Franz Joseph, sem hafði setið á valdastól síðan 1948. Maðurinn sem átti að vera arftaki hans, Franz Ferdinand, bjó í hinni nærliggjandi Belvedere-höll, og beið þess spenntur að taka við völdum. Morðið á honum ári seinna átti svo eftir að verða atvikið sem hratt af stað fyrri heimstyrjöldinni.

Árið 1913 var Vín höfuðborg austurrísk-ungverska keisaradæmisins, sem samanstóð af 15 þjóðum og rúmlega 50 milljón íbúum. „Hún var ekki beint suðupottur, en Vín var eins konar menningarleg súpa, sem dró að sér metnaðarfullt fólk frá allri álfunni,“ segir Dardi McNamee, ritstjóri Vienna Review, sem hefur búið í borginni í 17 ár. „Innan við helmingur hinna tveggja milljóna íbúa voru fæddir í borginni og fjórðungur kom frá Bæheimi- og Mæra-fylkjum, sem nú eru hluti af Tékklandi, þannig að tékkneska var töluð samhliða þýsku í borginni. Samtals töluðu þegnar landsins tólf tungumál. „Yfirmenn í hernum þurftu að geta gefið skipanir á 11 tungumálum fyrir utan þýsku, og hvert einasta tungumál átti sína eigin þýðingu á þjóðsöngnum.“

(Austurrísk-ungverski þjóðsöngurinn er sá sami og Þjóðverjar brúka í dag, með breyttum texta þó.)

Þessi óvenjulega blanda ól svo af sér sitt eigið menningarlega fyrirbæri, sem eru hin frægu kaffihús Vínarborgar. Goðsögnin er sú að hefðin hafi byrjað vegna kaffisekkja sem urðu eftir þegar her Ottómana þurfti frá að hverfa eftir misheppnað umsátur um borgina árið 1683.

Cafe Landtmann
Cafe Landtmann Kaffihúsið, sem Freud sótti mikið, er enn þann dag í dag mjög vinsælt.

„Menning kaffihúsanna, skraf og rökræður eru enn jafn stór hluti af lífi Vínarbúa eins og það var þá,“ segir Charles Emmerson, höfundur bókarinnar 1913: In Search of the World Before the Great War [ísl. 1813: Í leit að heiminum fyrir heimsstyrjöldina]. „Hópur menntafólks í borginni var frekar lítill, allir þekktu alla og það varð til þess að hugmyndir flökkuðu auðveldlega yfir menningarleg landamæri.“ Hann bætti því einnig við að þetta ástand væri mjög heppilegt fyrir pólitíska andófsmenn og fólk á flótta. „Það var ekki til staðar neitt gríðarlega öflugt miðstýrt ríki. Þetta var kannski svolítið losaralegt. Ef þig vantaði stað til að fela þig í Evrópu, þar sem þú gætir hitt annað áhugavert fólk, þá hentaði Vín mjög vel til þess.“

Uppáhaldsstaður Freuds, Cafe Landtmann, er enn þá á Ringstraße, hinni nafntoguðu breiðgötu sem hringar hinn fornfræga Innere Stadt. Í nokkurra mínútna göngufjarlægð er svo Cafe Central, sem Trotsky og Hitler sóttu mikið. Þar er enn boðið upp á kökur, dagblöð, skák og að sjálfsögðu heitar umræður um málefni líðandi stundar.

Enginn veit fyrir víst hvort Hitler rakst á Trotsky, eða hvort Tito hitti Stalín. En það sem vitað er er að neistinn sem kviknaði við morðið á Franz Ferdinad ári seinna átti eftir að verða að eldhafi sem lagðist yfir alla Evrópu með tveimur heimsstyrjöldum, sem svo skiluðu okkur þeirri heimsmynd sem við búum við í dag. Heimsveldi austurrísk-ungverska keisaradæmisins hrundi árið 1918 og í kjölfarið fundu Hitler, Stalín, Trotsky og Tito fjöl sína í stjórnmálum, sem átti svo eftir að setja, vægast sagt, varanlega mark sitt á mannkynssöguna.

Cafe Central
Cafe Central Bæði Hitler og Trotsky fengu sér sína tíu dropa innan um fagurskreyttar súlur undir bogadreginni lofthvelfingu Cafe Central.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sagnfræði

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól
FréttirSagnfræði

Hann­es bað þekkt­an hag­fræð­ing um að­stoð við að breyta Ís­landi í skatta­skjól

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur und­an­far­in ár unn­ið að rann­sókn á er­lend­um áhrifa­þátt­um efna­hags­hruns­ins, skrif­að­ist á við frjáls­hyggju­mann­inn James M. Buchan­an fyr­ir hrun og bað hann um að­stoð í hug­mynda­stríð­inu á Ís­landi. Hann­es sagði álíka af­ger­andi breyt­ing­ar hafa orð­ið á ís­lenska hag­kerf­inu og í Chile og lýsti hug­mynd­um sín­um um stór­fellda lækk­un fyr­ir­tækja­skatts sem síð­ar urðu að veru­leika.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár