Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Árið sem Hitler, Stalín, Freud, Tito og Trotsky voru nágrannar í Vín

Ár­ið 1913 bjuggu nokkr­ir vænt­an­leg­ir og al­ræmd­ir þjóð­ar­leið­tog­ar í höf­uð­borg aust­ur­rísk-ung­verska keis­ara­dæm­is­ins.

Árið sem Hitler, Stalín, Freud, Tito og Trotsky voru nágrannar í Vín
Málverk eftir Adolf Hitler Þetta verk málaði Hitler af Karlskirche þegar hann bjó í Vín.

Í janúar árið 1913 steig maður út úr Krakow-lestinni á norðurpalli lestarstöðvarinnar í Vín. Í passanum hans stóð nafnið Stavros Papadopoulos, dökkur yfirlitum með stórt og þykkt yfirvaraskegg og ferðatösku úr tré, sem lét lítið yfir sér.

„Ég sat við borðið,“ skrifaði maðurinn sem hann kom til að hitta, mörgum árum síðar, „þegar dyrnar opnuðust og inn kom þessi óþekkti maður. Hann var lágvaxinn, horaður og grábrún húðin alsett örum eftir unglingabólur. Ég sá ekkert í augum hans sem minnti á vináttu.“

Höfundur þessara orða var rússneskur andófs- og hugsjónamaður og ritstjóri hins róttæka dagblaðs Pravda [ísl. Sannleikur]. Hann hét Leon Trotsky. Maðurinn sem hann var að lýsa hér í raun er ekki Papadopoulos. Hann hafði verið skírður Vissarionovich Dzhugashvili, vinirnir kölluðu hann Koba, en í dag er hann best þekktur sem Jósef Stalín.

Trotsky og Stalín voru aðeins tveir af fjölmörgum mönnum sem bjuggu í miðborg Vínar árið 1913 sem áttu með verkum sínum eftir að móta, og jafnvel rústa, tuttugustu öldinni.

En þetta var ólíkur hópur. Byltingarsinnarnir tveir, Stalín og Trotsky, voru á flótta. Sigmund Freud hafði hins vegar fyrir löngu fest rætur í borginni. Sálfræðingurinn, sem var hampað af fylgjendum sínum sem maðurinn sem opnaði á leyndardóma hugans, bjó og starfaði við Berggasse-götu.

Hinn ungi Josip Broz, sem seinna varð frægur sem herforinginn Tito, leiðtogi Júgóslavíu, vann í Daimler-bílaverksmiðjunni í Wiener Neustadt, í suðurhluta Vínar, þar sem hann leitaði sér að vinnu, peningum og skemmtun.

Síðan var það 24 ára gamall maður frá norðvestur-Austurríki sem dreymdi um að læra málaralist við hinn virta listaháskóla borgarinnar, Akademie der bildenden Künste Wien, en hafði tvisvar verið hafnað og bjó í gistiskýli fyrir heimilislausa við ána Danube. Sá hét Adolf Hitler.

Lítill radíus
Lítill radíus Þessir áhrifamiklu karakterar eyddu allir árinu 1913 í sama hverfi miðborgar Vínar.

Rithöfundurinn Frederic Morton skrifaði mikilfenglega lýsingu á borginni á þessum tíma í bók sinni Thunder at Twilight. Þar sér hann Hitler þruma yfir hinum íbúum gistiskýlisins „um siðferði, hreinleika kynþáttanna, hið guðdómlega verkefni sem liggur fyrir Þjóðverjum, svik slavanna, gyðinga, jesúíta og frímúrara. Hártoppurinn kastast til, hendurnar settar málningarblettum sveiflast í gegnum loftið, röddin verður háværari svo hún minnir á óperusöngara. Síðan, jafn skyndilega og hann byrjaði, er hann hættur. Safnar hlutunum sínum saman með yfirlætisfullu skrjáfri og strunsar að beddanum sínum.“

Yfir þessu öllu, í hinni óreglulegu Hofburg-höll, ríkti hinn aldraði keisari Franz Joseph, sem hafði setið á valdastól síðan 1948. Maðurinn sem átti að vera arftaki hans, Franz Ferdinand, bjó í hinni nærliggjandi Belvedere-höll, og beið þess spenntur að taka við völdum. Morðið á honum ári seinna átti svo eftir að verða atvikið sem hratt af stað fyrri heimstyrjöldinni.

Árið 1913 var Vín höfuðborg austurrísk-ungverska keisaradæmisins, sem samanstóð af 15 þjóðum og rúmlega 50 milljón íbúum. „Hún var ekki beint suðupottur, en Vín var eins konar menningarleg súpa, sem dró að sér metnaðarfullt fólk frá allri álfunni,“ segir Dardi McNamee, ritstjóri Vienna Review, sem hefur búið í borginni í 17 ár. „Innan við helmingur hinna tveggja milljóna íbúa voru fæddir í borginni og fjórðungur kom frá Bæheimi- og Mæra-fylkjum, sem nú eru hluti af Tékklandi, þannig að tékkneska var töluð samhliða þýsku í borginni. Samtals töluðu þegnar landsins tólf tungumál. „Yfirmenn í hernum þurftu að geta gefið skipanir á 11 tungumálum fyrir utan þýsku, og hvert einasta tungumál átti sína eigin þýðingu á þjóðsöngnum.“

(Austurrísk-ungverski þjóðsöngurinn er sá sami og Þjóðverjar brúka í dag, með breyttum texta þó.)

Þessi óvenjulega blanda ól svo af sér sitt eigið menningarlega fyrirbæri, sem eru hin frægu kaffihús Vínarborgar. Goðsögnin er sú að hefðin hafi byrjað vegna kaffisekkja sem urðu eftir þegar her Ottómana þurfti frá að hverfa eftir misheppnað umsátur um borgina árið 1683.

Cafe Landtmann
Cafe Landtmann Kaffihúsið, sem Freud sótti mikið, er enn þann dag í dag mjög vinsælt.

„Menning kaffihúsanna, skraf og rökræður eru enn jafn stór hluti af lífi Vínarbúa eins og það var þá,“ segir Charles Emmerson, höfundur bókarinnar 1913: In Search of the World Before the Great War [ísl. 1813: Í leit að heiminum fyrir heimsstyrjöldina]. „Hópur menntafólks í borginni var frekar lítill, allir þekktu alla og það varð til þess að hugmyndir flökkuðu auðveldlega yfir menningarleg landamæri.“ Hann bætti því einnig við að þetta ástand væri mjög heppilegt fyrir pólitíska andófsmenn og fólk á flótta. „Það var ekki til staðar neitt gríðarlega öflugt miðstýrt ríki. Þetta var kannski svolítið losaralegt. Ef þig vantaði stað til að fela þig í Evrópu, þar sem þú gætir hitt annað áhugavert fólk, þá hentaði Vín mjög vel til þess.“

Uppáhaldsstaður Freuds, Cafe Landtmann, er enn þá á Ringstraße, hinni nafntoguðu breiðgötu sem hringar hinn fornfræga Innere Stadt. Í nokkurra mínútna göngufjarlægð er svo Cafe Central, sem Trotsky og Hitler sóttu mikið. Þar er enn boðið upp á kökur, dagblöð, skák og að sjálfsögðu heitar umræður um málefni líðandi stundar.

Enginn veit fyrir víst hvort Hitler rakst á Trotsky, eða hvort Tito hitti Stalín. En það sem vitað er er að neistinn sem kviknaði við morðið á Franz Ferdinad ári seinna átti eftir að verða að eldhafi sem lagðist yfir alla Evrópu með tveimur heimsstyrjöldum, sem svo skiluðu okkur þeirri heimsmynd sem við búum við í dag. Heimsveldi austurrísk-ungverska keisaradæmisins hrundi árið 1918 og í kjölfarið fundu Hitler, Stalín, Trotsky og Tito fjöl sína í stjórnmálum, sem átti svo eftir að setja, vægast sagt, varanlega mark sitt á mannkynssöguna.

Cafe Central
Cafe Central Bæði Hitler og Trotsky fengu sér sína tíu dropa innan um fagurskreyttar súlur undir bogadreginni lofthvelfingu Cafe Central.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sagnfræði

Hannes bað þekktan hagfræðing um aðstoð við að breyta Íslandi í skattaskjól
FréttirSagnfræði

Hann­es bað þekkt­an hag­fræð­ing um að­stoð við að breyta Ís­landi í skatta­skjól

Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son stjórn­mála­fræði­pró­fess­or, sem hef­ur und­an­far­in ár unn­ið að rann­sókn á er­lend­um áhrifa­þátt­um efna­hags­hruns­ins, skrif­að­ist á við frjáls­hyggju­mann­inn James M. Buchan­an fyr­ir hrun og bað hann um að­stoð í hug­mynda­stríð­inu á Ís­landi. Hann­es sagði álíka af­ger­andi breyt­ing­ar hafa orð­ið á ís­lenska hag­kerf­inu og í Chile og lýsti hug­mynd­um sín­um um stór­fellda lækk­un fyr­ir­tækja­skatts sem síð­ar urðu að veru­leika.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár