Pegasus-forritið: Hleranir, ofsóknir og morð
Rúmlega 80 blaðamenn störfuðu í tæpt ár við að fletta ofan af ísraelska fyrirtækinu NSO. Njósnaforriti þess var komið fyrir í símum fjölda blaðamanna, stjórnmálamanna, lögfræðinga og fulltrúa mannréttindasamtaka.
FréttirFjölmiðlabann Útlendingastofnunar
Íslenska ríkið má ekki banna heimsóknir til flóttafólks
Útlendingastofnun lagði árið 2016 blátt bann við heimsóknum fjölmiðlamanna á heimili flóttafólks og hælisleitenda. Innanríkisráðuneytið lagði blessun sína yfir verklagið og sagði það stuðla að mannúð. Ungverska ríkið hlaut nýlega dóm fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna sambærilegrar fjölmiðlatálmunar.
ÚttektHeilbrigðismál
Íslendingar í hópferðir til útlanda að sækja sér tannlækningar
Margfalt fleiri hérlendis sleppa því að fara til tannlæknis vegna kostnaðar en á hinum Norðurlöndunum. Pólskir og ungverskir tannlæknar hafa ráðið Íslendinga til starfa í markaðssetningu og við umboðsstörf. Fjórfalt fleiri lífeyrisþegar hafa farið til tannlæknis í útlöndum það sem af er ári en allt árið í fyrra.
Pistill
Valur Gunnarsson
Fegurð og fátækt í landi paprikunnar
Gúllas, Drakúla, tannlæknar, uppreisnarmenn og einræðisherrar í Búdapest.
Flækjusagan
Illugi Jökulsson
Sögulegasti leikurinn á HM: Olli hann bæði efnahagsundri og blóðugri uppreisn?
Illugi Jökulsson skrifar um leik Vestur-Þjóðverja og Ungverja á HM 1954.
Fréttir
Skiptinemi auðgar og léttir heimilislífið
Hjónin Björk Vilhelmsdóttir og Sveinn Rúnar Hauksson tóku að sér ungverskan skiptinema í fyrrasumar og var það í annað sinn sem þau buðu erlendum skiptinema inn á heimili sitt. „Ég mæli með þessu,“ segir Björk en hún leggur áherslu á hve gaman það sé að kynnast erlendu fólki sem og menningu heimalands þess.
FréttirFlóttamenn
Ný lög: Flóttafólk fangelsað og rukkað fyrir fangelsisvistina
Ungverjar hafa samþykkt ný lög sem kveða á um að flóttafólk verði handtekið og fært í fangabúðir á landamærum Serbíu. Meðal annars gert ráð fyrir að hægt verði að rukka fólk fyrir eigin fangelsisvist. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök gagnrýna lögin harðlega.
FréttirFlóttamenn
Norsk stjórnvöld reisa girðingu til að halda flóttafólki frá landinu
Skiptar skoðanir eru á framkvæmdum norskra stjórnvalda, sem reisa nú girðingu meðfram landamærunum við Rússland í tilraun til þess að hefta för flóttafólks inn í landið.
FréttirSagnfræði
Árið sem Hitler, Stalín, Freud, Tito og Trotsky voru nágrannar í Vín
Árið 1913 bjuggu nokkrir væntanlegir og alræmdir þjóðarleiðtogar í höfuðborg austurrísk-ungverska keisaradæmisins.
FréttirFlóttamenn
Mikill meirihluti Evrópubúa sammála Merkel í flóttamannamálum
Tæplega áttatíu prósent Evrópubúa vilja koma á kvótakerfi varðandi móttöku flóttafólks rétt eins og Angela Merkel. Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins segir að þýskalandskanslari muni endast lengur í embætti en gagnrýnendur hennar.
Fréttir
Fórnarlamb íslenska læknisins: „Loksins kom réttlætið“
Læknirinn Emma Caroline Fernandez, sem starfaði á Selfossi, var dæmd í vikunni fyrir að ráðast á konu í Ungverjalandi. Þolandinn kvaðst hafa verið orðin úrkula vonar.
Fréttir
Óvissa um brottvísun hælisleitenda til Ítalíu
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur sagt að ekki sé öruggt að senda hælisleitendur til Ítalíu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en dómstólar og Útlendingastofnun halda áfram að mæla fyrir um endursendingar þangað.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.