Mikill meirihluti Evrópubúa styður við stefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í málefnum flóttafólks. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Bertelsmann stofnunarinnar. Merkel hefur allt frá því síðasta sumar barist fyrir því að koma á lögbundnu kvótakerfi varðandi móttöku flóttafólks, það er hversu marga flóttamenn hvert og eitt ríki Evrópusambandsins eigi að taka á móti.
Þessar hugmyndir hennar eiga hinsvegar ekki upp á pallborðið hjá ríkisstjórnum ýmissa evrópuríkja. Til þessa hefur harðasta andstaðan komið frá Póllandi, Ungverjalandi, Tékklandi og Slóvakíu en hægri popúlískar ríkisstjórnir þessara landa vilja lítið með flóttafólk hafa og leggja áherslu á að halda því utan landamæra sinna. Þá hefur umræða og umfjöllun verið á þá leið að sífellt færri styðji stefnu Merkel, að minnsta kosta á yfirborðinu.
Athugasemdir