Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ný lög: Flóttafólk fangelsað og rukkað fyrir fangelsisvistina

Ung­verj­ar hafa sam­þykkt ný lög sem kveða á um að flótta­fólk verði hand­tek­ið og fært í fanga­búð­ir á landa­mær­um Serbíu. Með­al ann­ars gert ráð fyr­ir að hægt verði að rukka fólk fyr­ir eig­in fang­elsis­vist. Flótta­manna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna og ým­is mann­rétt­inda­sam­tök gagn­rýna lög­in harð­lega.

Ungverska þingið hefur samþykkt afar umdeild lög sem kveða á um að allir þeir sem sóst hafa eftir alþjóðlegri vernd í landinu verði handteknir og færðir í varðhald. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, segir löggjöfina nauðsynlega til þess verjast innflytjendum sem sæki að landinu hans úr öllum áttum. Á fundi sem Orban átti nýlega með sérþjálfuðum ungverskum landamæravörðum, sem eru raunar kallaðir „landamæraveiðimenn“ í Ungverjalandi, sagði hann að Ungverjaland gæti einungis treyst á sjálft sig þegar kæmi að því að verja landið.

Aðdáandi Trump
Aðdáandi Trump Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, er einhver helsti bandamaður Pútíns í Evrópu og mikill aðdáandi Donalds Trump

Orbán, sem er einhver helsti bandamaður Vladimir Pútín rússlandsforseta í Evrópu og sérstakur aðdáandi Donald Trump bandaríkjaforseta, hefur setið í stóli forsætisráðherra allt frá árinu 2010. Hann er leiðtogi hins þjóðlega og íhaldssama Fidesz-flokks sem hefur lengi gert út á útlendingaótta- og andúð. Alveg síðan flóttafólk tók að streyma í gegnum landið snemma árs 2015 hafa flokksmenn hert á orðræðu sinni í málaflokknum en þeir telja flóttafólk hreinlega ógn við hina kristnu sjálfsmynd og menningu Evrópu.

Nýju lögin, sem kveða á um fangelsun hælisleitenda hvar sem þeir finnast, eru langt í frá þau fyrstu sem ungverska þingið hefur lagt fram í þessum sama anda, en þau þykja til marks um hina harkalegu stefnu sem ungversk stjórnvöld halda uppi gagnvart flóttafólki. Ungverjar hafa síðustu ár reist mikla og rammgerða gaddavírsgirðingu við landmæri Serbíu í þeim tilgangi að halda flóttafólki frá landinu. Stefnt er á að stækka og hleypa rafmagni á hana innan tíðar. Bágar aðstæður í ungverskum flóttamannabúðum hafa oftar en einu sinni ratað í heimsfréttirnar:

Borga fyrir eigin fangelsun

Í umfjöllun Independent um málið kemur fram að framvegis verði öllu flóttafólki komið fyrir í sérstökum gámum sem settir hafi verið upp í fangabúðum á landamærum Serbíu á meðan hælisumsóknir þeirra eru til afgreiðslu. Þá verða þeir sem fyrir eru í landinu handteknir og þeir færðir í þessar sömu búðir á landamærunum. Ofan á þetta hefur afgreiðslutími áfrýjunarmála verið styttur verulega, er einungis þrír dagar, auk þess sem lagabreytingarnar kveða á um að þeir sem komi til landsins í gegnum Serbíu eða frá öðru öruggu ríki verði sendur beinustu leið aftur til baka. Eitt af því sem hefur vakið athygli við nýju lögin er að þar er gert ráð fyrir því að hælisleitendur sjálfir geti þurft að greiða fyrir eigin varðhaldsvist.

Á flótta
Á flótta Flóttamenn skríða undir gaddavírsgirðingu í Ungverjalandi árið 2015.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, hefur gagnrýnt lagabreytingarnar harðlega og bent á að hinu nýju lög, ásamt þeim sem fyrir eru, muni gera það nær ómögulegt fyrir hælisleitendur að stíga fæti inn í landið, hvað þá að sækja um alþjóðlega vernd. Á blaðamannafundi í Genf í dag sagði Cécile Pouilly, talsmaður Flóttamannahjálparinnar, að nýju lögin gengu þvert gegn þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem Ungverjaland hefur undirgengist, og að þau ættu einingis eftir að auka á þjáningar kvenna, barna og manna sem eiga nú þegar um sárt að binda.

Pouilly minntir ennfremur á að alþjóða- og Evrópulög kveða á um að flóttafólk og hælisleitendur væru ekki settir í varðhald nema í undantekningartilvikum og þá mætti aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, beita slíkum úrræðum gagnvart börnum. Ýmis mannréttindasamtök sendu bréf á Evrópuráðið í síðasta mánuði þar sem lagafrumvarpið var sagt brjóta harkalega gegn mannréttinda- og flóttamannalögum.

Lamdir á landamærunum

Samkvæmt lögunum verður heimilt að handtaka og fangelsa allt flóttafólk yfir fjórtán ára aldri. Sem fyrr segir þá er þetta ekki í fyrsta skipti sem ungverska ríkisstjórnin fer fram með þessum hætti gagnvart flóttafólki en árið 2013 var ríkisstjórnin gerð afturreka með svipaða löggjöf eftir mikinn þrýsting frá Evrópusambandinu, Flóttamannahjálpinni og Mannréttindadómstóli Evrópu.

Föst í Búdapest
Föst í Búdapest Heimurinn fylgdist með þegar sýrlenskir flóttamenn voru strand á Keleti lestarstöðinni í höfuðborg Ungverjalands, Búdapest, árið 2015.

Benjamin Ward, framkvæmdastjóri Evrópu- og Mið-Asíu deildar Human Rights Watch, segir í yfirlýsingu að Evrópuráðið eigi ekki að standa hjá á meðan Ungverjaland geri réttinn á að sækja um hæli að engu. Ungverska þingið samþykkti lögin á sama tíma og töluverð umræða hefur verið um ofbeldi landamæravarða og lögreglu gagnvart flóttafólki á lokuðum búðum. Ku ástandið vera orðið svo slæmt, samkvæmt mannréttindasamtökum, að svo virðist sem ofbeldið sé hreinlega orðið hluti af innflytjendapólitíkinni sem rekin er í landinu.

„Þegar þeir börðu okkur þá voru þeir að hlæja hver að öðrum. Lögreglumennirnir, þegar þeir börðu okkur, þá vou þeir að taka sjálfur með okkur“

„Þegar þeir börðu okkur þá voru þeir að hlæja hver að öðrum. Lögreglumennirnir, þegar þeir börðu okkur, þá vou þeir að taka sjálfur með okkur.“ Þannig lýsir pakistanski hælisleitandinn, Shahid Khan, ofbeldinu sem hann varð fyrir af hálfu ungverskra lögreglumanna á landamærunum, að því er fram kemur í nýlegri umfjöllun Independent. Khan lýsti atburðarrásinni þannig að fyrst hafi hann verið laminn, svo ljósmyndaður og loks rekinn í burtu með lögregluhundana á hælununum. „Þeir koma fram við okkur eins og dýr, en við erum manneskjur.“

Rammgerðari girðing í smíðum

Guardian greinir frá því að Orbán hafi á fyrrgreindum fundi með „landamæraveiðimönnunum“ svokölluðu talað um að Ungverjaland væri enn undir árásum innflytjenda. Þá sagði hann að landamæri Ungverjalands yrðu áfram undir þrýstingi þar sem milljónir manna væru að undirbúa sig til brottfarar og í leit að betra lífi. „Stormurinn hefur ekki feykt sjálfum sér í burtu,“ er haft eftir honum.

Orbán sagði ennfremur að Ungverjaland yrði að bregðast við með þessum hætti þar sem Evrópusambandinu væri ekki treystandi til þess að takast á við flóttamannavandann. Þessi stefna hans og flokksins í garð flóttafólks yrði forgangsatriði þar til allir hefðu viðurkennt að massafólksflutningar væru í raun Trójuhestur sem fæli í sér hryðjuverk.

Ungverjar vinna nú hörðum höndum að því að stækka og betrumbæta gaddavírsgirðingu sem sett hefur verið upp á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Markmiðið er að nýja girðingin verði tilbúin 1. maí en hún verður útbúin sérstökum eftirlitsmyndavélum auk þess sem rafmagni verður nú hleypt á vírana sem ná yfir 150 kílómetra landsvæði. Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði nýlega að girðingin verði sérútbúin þannig að landamæravörðum verði gert sérstaklega viðvart ef einhver reynir að skemma hana.

„Stormurinn hefur ekki feykt sjálfum sér í burtu“

Gauri van Gulik, framkvæmdarstjóri Amnesty International í Evrópu, sagði af þessu tilefni að Ungverjaland hefði náð nýjum botni. „Að safna saman mönnum, konum og börnum sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd og setja það í varðhald mánuðum saman í gámabyggðum verður að teljast ný lægð þessari baráttu Ungverjalands að koma allra þjóða verst fram við hælisleitendur og flóttamenn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár