Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Óvissa um brottvísun hælisleitenda til Ítalíu

„Mér finnst ómann­úð­legt að láta fólk bíða með þeim hætti sem gert er,“ seg­ir Katrín Odds­dótt­ir hér­aðs­dóms­lög­mað­ur. Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra hef­ur sagt að ekki sé ör­uggt að senda hæl­is­leit­end­ur til Ítal­íu á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, en dóm­stól­ar og Út­lend­inga­stofn­un halda áfram að mæla fyr­ir um end­ur­send­ing­ar þang­að.

Óvissa um brottvísun hælisleitenda til Ítalíu
Vill ekki endursendingar Ólöf Nordal er ráðherra hælisleitendamála. Hún telur ekki óhætt að senda fólk til Grikklands, Ítalíu og Ungverjalands.

Enn hefur engin stjórnvaldsákvörðun verið tekin um að hætta endursendingum hælisleitenda til Ítalíu og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir úr ræðustól Alþingis þann 17. september síðastliðinn að ekki væri öruggt að senda hælisleitendur til Grikklands, Ítalíu og Ungverjalands. Hælisleitendur, sem áður máttu búast við því að verða senda til Ítalíu samkvæmt dómi, bíða enn í óvissu um hvað tekur við.

Árið 2010 ákvað dómsmála- og mannréttindaráðherra að stöðva, með formlegum hætti, endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafar á Alþingi hefur engin sams konar ákvörðun verið tekin um þá hælisleitendur sem sótt hafa um hæli á Ítalíu og í Ungverjalandi og eru á ábyrgð þeirra ríkja samkvæmt Dyflinnarsamkomulaginu. Þá hafa dómstólar og Útlendingastofnun haldið áfram að úrskurða um endursendingar til Ítalíu.

Vinnan „vel á veg komin“

Stundin sendi innanríkisráðuneytinu fyrirspurn þann 14. október og spurði hvort til stæði að hætta endursendingum til Ítalíu og Ungverjalands og hvernig brugðist yrði við í málum þar sem úrskurðað hefur verið um slíkar 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár