Enn hefur engin stjórnvaldsákvörðun verið tekin um að hætta endursendingum hælisleitenda til Ítalíu og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti því yfir úr ræðustól Alþingis þann 17. september síðastliðinn að ekki væri öruggt að senda hælisleitendur til Grikklands, Ítalíu og Ungverjalands. Hælisleitendur, sem áður máttu búast við því að verða senda til Ítalíu samkvæmt dómi, bíða enn í óvissu um hvað tekur við.
Árið 2010 ákvað dómsmála- og mannréttindaráðherra að stöðva, með formlegum hætti, endursendingar hælisleitenda til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafar á Alþingi hefur engin sams konar ákvörðun verið tekin um þá hælisleitendur sem sótt hafa um hæli á Ítalíu og í Ungverjalandi og eru á ábyrgð þeirra ríkja samkvæmt Dyflinnarsamkomulaginu. Þá hafa dómstólar og Útlendingastofnun haldið áfram að úrskurða um endursendingar til Ítalíu.
Vinnan „vel á veg komin“
Stundin sendi innanríkisráðuneytinu fyrirspurn þann 14. október og spurði hvort til stæði að hætta endursendingum til Ítalíu og Ungverjalands og hvernig brugðist yrði við í málum þar sem úrskurðað hefur verið um slíkar
Athugasemdir