Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fórnarlamb íslenska læknisins: „Loksins kom réttlætið“

Lækn­ir­inn Emma Carol­ine Fern­and­ez, sem starf­aði á Sel­fossi, var dæmd í vik­unni fyr­ir að ráð­ast á konu í Ung­verjalandi. Þol­and­inn kvaðst hafa ver­ið orð­in úrkula von­ar.

Fórnarlamb íslenska læknisins: „Loksins kom réttlætið“

Konan sem íslenski læknirinn Emma Caroline Fernandez hefur verið dæmd fyrir hafa ráðist á í Ungverjalandi segist mjög ánægð með niðurstöðu dómsins í samtali við Stundina. Fórnarlambið, Funkebi Brambaifa, starfar sem læknir í heimalandi sínu, Nígeríu, og náði Stundin tali af henni rétt í þessu en hún frétti af niðurstöðu dómsins í gær. „Auðvitað er ég glöð. Þetta var komið á þann stað að ég hélt að enginn myndi gera neitt af því ég er svört. Ég var búin að gefast upp, því þetta gerðist árið 2012. Núna er árið 2016 og þetta er eiginlega smá yfirþyrmandi, en loksins kom réttlætið,“ segir Funkebi.

Emma var á miðvikudag dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás en að sögn lögmanns hennar, Ingibjargar Ólöfu Vilhjálmsdóttur, hefur dóminum verið áfrýjað. Emma var dæmd fyrir að hafa árið 2012 byrlað Funkebi svefnlyf og barið hana í framhaldinu tvívegis í höfuðið með hamri. 

Ekki náðist í Emmu við vinnslu fréttir en þegar Stundin ræddi við hana í október vildi hún ekki tjá sig um málið utan þess að hún lýsti sig saklausa.

Málið hefur verið nokkurn tíma í vinnslu út í Ungverjalandi en Emma tjáði ekki yfirmönnum sínum við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um alvarleika brotsins. Hún starfaði við lækningar allt fram til síðastliðins októbermánaðar þegar greint var frá málinu í íslenskum fjölmiðlum. Þá fór hún í launað leyfi. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSU, segir í samtali við Stundina að hún hafi verið ráðin tímabundið til áramóta og hafi hún ekki sóst eftir starfinu að nýju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár