Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fórnarlamb íslenska læknisins: „Loksins kom réttlætið“

Lækn­ir­inn Emma Carol­ine Fern­and­ez, sem starf­aði á Sel­fossi, var dæmd í vik­unni fyr­ir að ráð­ast á konu í Ung­verjalandi. Þol­and­inn kvaðst hafa ver­ið orð­in úrkula von­ar.

Fórnarlamb íslenska læknisins: „Loksins kom réttlætið“

Konan sem íslenski læknirinn Emma Caroline Fernandez hefur verið dæmd fyrir hafa ráðist á í Ungverjalandi segist mjög ánægð með niðurstöðu dómsins í samtali við Stundina. Fórnarlambið, Funkebi Brambaifa, starfar sem læknir í heimalandi sínu, Nígeríu, og náði Stundin tali af henni rétt í þessu en hún frétti af niðurstöðu dómsins í gær. „Auðvitað er ég glöð. Þetta var komið á þann stað að ég hélt að enginn myndi gera neitt af því ég er svört. Ég var búin að gefast upp, því þetta gerðist árið 2012. Núna er árið 2016 og þetta er eiginlega smá yfirþyrmandi, en loksins kom réttlætið,“ segir Funkebi.

Emma var á miðvikudag dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás en að sögn lögmanns hennar, Ingibjargar Ólöfu Vilhjálmsdóttur, hefur dóminum verið áfrýjað. Emma var dæmd fyrir að hafa árið 2012 byrlað Funkebi svefnlyf og barið hana í framhaldinu tvívegis í höfuðið með hamri. 

Ekki náðist í Emmu við vinnslu fréttir en þegar Stundin ræddi við hana í október vildi hún ekki tjá sig um málið utan þess að hún lýsti sig saklausa.

Málið hefur verið nokkurn tíma í vinnslu út í Ungverjalandi en Emma tjáði ekki yfirmönnum sínum við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um alvarleika brotsins. Hún starfaði við lækningar allt fram til síðastliðins októbermánaðar þegar greint var frá málinu í íslenskum fjölmiðlum. Þá fór hún í launað leyfi. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSU, segir í samtali við Stundina að hún hafi verið ráðin tímabundið til áramóta og hafi hún ekki sóst eftir starfinu að nýju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár