Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fórnarlamb íslenska læknisins: „Loksins kom réttlætið“

Lækn­ir­inn Emma Carol­ine Fern­and­ez, sem starf­aði á Sel­fossi, var dæmd í vik­unni fyr­ir að ráð­ast á konu í Ung­verjalandi. Þol­and­inn kvaðst hafa ver­ið orð­in úrkula von­ar.

Fórnarlamb íslenska læknisins: „Loksins kom réttlætið“

Konan sem íslenski læknirinn Emma Caroline Fernandez hefur verið dæmd fyrir hafa ráðist á í Ungverjalandi segist mjög ánægð með niðurstöðu dómsins í samtali við Stundina. Fórnarlambið, Funkebi Brambaifa, starfar sem læknir í heimalandi sínu, Nígeríu, og náði Stundin tali af henni rétt í þessu en hún frétti af niðurstöðu dómsins í gær. „Auðvitað er ég glöð. Þetta var komið á þann stað að ég hélt að enginn myndi gera neitt af því ég er svört. Ég var búin að gefast upp, því þetta gerðist árið 2012. Núna er árið 2016 og þetta er eiginlega smá yfirþyrmandi, en loksins kom réttlætið,“ segir Funkebi.

Emma var á miðvikudag dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás en að sögn lögmanns hennar, Ingibjargar Ólöfu Vilhjálmsdóttur, hefur dóminum verið áfrýjað. Emma var dæmd fyrir að hafa árið 2012 byrlað Funkebi svefnlyf og barið hana í framhaldinu tvívegis í höfuðið með hamri. 

Ekki náðist í Emmu við vinnslu fréttir en þegar Stundin ræddi við hana í október vildi hún ekki tjá sig um málið utan þess að hún lýsti sig saklausa.

Málið hefur verið nokkurn tíma í vinnslu út í Ungverjalandi en Emma tjáði ekki yfirmönnum sínum við lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um alvarleika brotsins. Hún starfaði við lækningar allt fram til síðastliðins októbermánaðar þegar greint var frá málinu í íslenskum fjölmiðlum. Þá fór hún í launað leyfi. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við HSU, segir í samtali við Stundina að hún hafi verið ráðin tímabundið til áramóta og hafi hún ekki sóst eftir starfinu að nýju.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár