Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Norsk stjórnvöld reisa girðingu til að halda flóttafólki frá landinu

Skipt­ar skoð­an­ir eru á fram­kvæmd­um norskra stjórn­valda, sem reisa nú girð­ingu með­fram landa­mær­un­um við Rúss­land í til­raun til þess að hefta för flótta­fólks inn í land­ið.

Norsk stjórnvöld reisa girðingu til að halda flóttafólki frá landinu
Flóttafólk hjólar yfir landamærin milli Noregs og Rússlands

Norsk stjórnvöld standa að byggingu stálgirðingar meðfram landamærunum við Rússland vegna fjölda flóttafólks sem kom til landsins í fyrra.

Nýja girðingin, sem verður rúmlega 200 metra löng og 3,3 metrar á hæð, mun verða í kringum Skorskog landamærastöðina, samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar. Áætlað er að byggingu hennar verði lokið áður en vetrarfrostin á svæðinu hefjast.

Dómsmálaráðherra landsins, Ove Vanebo, varði framkvæmdina í samtali við Reuters og sagði hana vera „ábyrgt úrræði,“ þrátt fyrir að um 23.000 manns, að mestu frá Sýrlandi, hafi sótt um hæli í Noregi í fyrra. Fjöldi þeirra sem sækja um hæli í landinu hefur hins vegar fækkað um 95% á fyrsta þriðjungi ársins 2016.

„Ég sé enga þörf fyrir þessa girðingu,“ sagði Rune Rafaelsen, bæjarstjóri Soer-Varanger, sem liggur nálægt landamærunum, í samtali við Reuters. „Það eru allt of margar girðingar að rísa í Evrópu í dag,“ bætti hann við, og benti á dæmi um gaddavírsgirðingar í þjóðum eins og Ungverjalandi.

Linn Landro, sem tilheyri hópnum Refugees Welcome [e. Flóttafólk Velkomið] sagði um framkvæmdina: „Það er skylda okkar að vera land sem fólk getur flúið til. Girðingin sendir mjög neikvæð skilaboð, einnig til Rússlands, af því hún segir: „Við treystum ykkur ekki.““

Flóttafólkið notar reiðhjól til þess að komast yfir landamærin, vegna þess að landamæraeftirlit Rússlands leyfir fólki ekki að fara yfir þau fótgangandi og það er ólöglegt að fara akandi inn í Noreg ef ökumaðurinn er ekki með réttu pappírana.

Mikið hefur verið rætt um vegg sem forsetaframbjóðandi repúblikana, Donald Trump, segist ætla að reisa meðfram landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Norsk stjórnvöld hafa áður vakið athygli fyrir aðferðir sínar sem miða að því að koma í veg fyrir að flóttamenn komist til landsins.  Þau halda meðal annars úti facebook síðu þar sem hryllingssögur eru sagðar af móttöku flóttamanna í landinu, og hversu erfitt sé að fá hæli þar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár