Sveinn Rúnar Hauksson var skiptinemi í Bandaríkjunum 1964–1965 á vegum KAUS sem er forveri alþjóðlegu ungmennaskiptanna AUS sem eru starfandi á Íslandi. AUS eru sjálfboðaliða- og fræðslusamtök og er markmiðið að stuðla að friði og skilningi milli einstaklinga og þjóða og vinna gegn hvers kyns fordómum. Félagið vinnur að þessu markmiði m.a. með því að senda ungmenni utan í sjálfboðaliðastarf og taka á móti ungmennum í sama tilgangi til Íslands.
Tvær dætur Sveins Rúnars fóru síðar sem skiptinemar á vegum AUS til Bólivíu og Kólumbíu og segir Björk að þeim hjónum hafi fundist að þeim bæri í raun siðferðileg skylda til að taka við skiptinema. „Það var þó ekki neikvæð skylda að neinu leyti.“
Fengu að velja
Ítalskur skiptinemi um tvítugt bjó með fjölskyldunni á árunum 1997–1998. Ungversk, 27 ára gömul kona, Orsylia, flutti síðan til þeirra í ágúst í fyrra en í vor flutti hún í sambýli með sjö …
Athugasemdir