Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Orri Páll Dýrason hættir í Sigur Rós vegna ásakana

Tromm­ari Sig­ur Rós­ar hætt­ir í hljóm­sveit­inni vegna ásak­ana um nauðg­un. Hann hafn­ar þess­um ásök­un­um og bið­ur fólk um að beina reiði sinn í rétt­an far­veg og draga fjöl­skyldu sína ekki frek­ar inn í mál­ið.

Orri Páll Dýrason hættir í Sigur Rós vegna ásakana

Orri Páll Dýrason, trommuleikari í hljómsveitinni Sigur Rós, hefur ákveðið að hætta í hljómsveitinni vegna ásakana um nauðgun.

Tímaritið Paste Magazine greindi frá þessum ásökunum um helgina, en hafði ekki náð tali af Orra þegar fréttin birtist. Stundin hefur óskað eftir viðbrögðum vegna málsins en án árangurs.

Konan sem sakar hann um að hafa brotið gegn sér hefur hins vegar birt tölvupóstsamskipti á milli þeirra þar sem hann kveðst ekki skilja af hverju hún saki hann um að hafa gert eitthvað sem hann gerði ekki. 

Meagan Boyd, listakona í Los Angeles, birti færslu á Instagram á þriðjudag, þar sem hún sagði Orra hafa nauðgað sér í janúar 2013. Hún segist hafa verið mikill aðdáandi hans og að þau hafi hist á næturklúbbi. Þau hafi í kjölfarið gist í sama rúmi og segir hún hann hafa nauðgað sér tvisvar á meðan hún svaf.

Í færslunni segist Meagan ekki hafa greint frá reynslu sinni í tengslum við #MeToo byltinguna vegna kvíða, en í kjölfar yfirheyrslunnar yfir Dr. Christine Blasey Ford vegna ásakana á hendur Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er sem hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, hafi hún fundið sig knúna til þess að stíga fram. 

Orri segist ætla að hætta í Sigur Rós, þar sem hann geti ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina. Þá biður um að fjölskylda sín og kona verði ekki dregin frekar inn í þetta mál. Hann muni gera allt sem í valdi sínu stendur til að losa sig „úr þessari martröð“ en af virðingu við „raunverulega þolendur ofbeldis“ muni hann þó ekki taka þann slag opinberlega.

Yfirlýsing Orra

Ég vil byrja á því að þakka vinum og vandamönnum sýndan stuðning. Það er gott að finna fyrir trausti ykkar þrátt fyrir þær alvarlegu ásakanir sem komið hafa fram á hendur mér.

Málið hefur óneitanlega tekið á mig síðustu daga. Réttlætanlegt, segja ef til vill einhverjir og hyggst ég ekki deila við það fólk. Hinsvegar bið ég einlæglega um að sama fólk beini reiði sinni í réttan farveg og að fjölskylda mín og þá sérstaklega konan mín verði ekki dregin frekar inn í þetta mál eðaumfjöllun þess. Að sama skapi vil ég biðja fólk að halda ró sinni og skipast ekki í tvær stríðandi fylkingar, þetta eru ekki réttarhöld, bara orð Meagan gegn mínum, á internetinu. 
Engum er greiði gerður með upphrópunum og gífuryrðum. 
-Hvorki mér, né henni.

Vegna umfangs þessa máls hef ég ákveðið að hætta í Sigur Rós. Sú ákvörðun er mér þungbær, en ég get ekki látið þessar alvarlegu ásakanir hafa áhrif á hljómsveitina og það mikilvæga og fallega starf sem þar hefur verið unnið síðustu ár. Starf sem er mér svo kært. 

Fram skal tekið að ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að losa mig úr þessari martröð en af virðingu við raunverulega þolendur ofbeldis mun ég þó ekki taka þann slag opinberlega.

Ást

Orri

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár