Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi með atvinnurekendum: Miklar launahækkanir kalla á vaxtahækkun „þannig að hér verði sam­drátt­ur“

Þór­ar­inn G. Pét­urs­son sagði á fundi hjá Fé­lagi at­vinnu­rek­enda í morg­un að ef sam­ið yrði um álíka mikl­ar launa­hækk­an­ir í kom­andi kjaralotu og gert var ár­ið 2015 myndi Seðla­bank­inn lík­lega neyð­ast til að hækka vexti og fram­kalla slaka í hag­kerf­inu.

Aðalhagfræðingur Seðlabankans á fundi með atvinnurekendum: Miklar launahækkanir kalla á vaxtahækkun „þannig að hér verði sam­drátt­ur“

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, var ómyrkur í máli á fundi hjá Félagi atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um horfur í efnahagsmálum. 

Fram kom í máli Þórarins að ef samið yrði um álíka miklar launahækkanir í komandi kjaralotu og gert var árið 2015 myndi Seðlabankinn líklega neyðast til að hækka vexti og framkalla slaka í hagkerfinu. Þeir orsakaþættir sem hindruðu að launahækkanir færu beint út í verðlagið árið 2015, t.d. innflutt verðhjöðnun, væru ekki fyrir hendi í dag.  

„Þá er í raun og veru bara eitt eft­ir og það er að búa til nógu mik­inn slaka í þjóðarbú­inu til þess að laun og verðlag byrji að lækka,“ er haft eftir Þórarni á Mbl.is þar sem vitnað er í erindi hans og umræður sem fram fóru á fundinum. „Það er eina tækið sem við höf­um að koma vöxt­un­um nógu mikið upp þannig hér verði sam­drátt­ur.“ 

Í glærum sem Þórarinn studdist við á fundinum bendir hann á að innflutningsverð hefur tekið að hækka eftir því sem áhrif gengishækkunar fjara út og alþjóðleg verðbólga eykst. Þá séu verðbólgu verðbólguvæntingar teknar að hækka á ný. 

Eins og Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, bendir á í skýrslu um komandi kjarasamninga bjuggust margir við því árið 2015 að verðbólga ykist í kjölfar almennra kjarasamninga. Það gerðist ekki, einkum vegna gengisstyrkingar og lægra innflutningsverðs í erlendum gjaldmiðli árin 2015 og 2016 sem lækkuðu verð á innflutningi mælt í krónum. 

„Gengishækkunin varð einkum vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna og einnig vegna þess að Seðlabankinn minnkaði kaup sín á erlendum gjaldeyri sumarið 2016. Launahækkanirnar og hækkun á gengi krónunnar höfðu samt þau áhrif að auka kostnað útflutningsatvinnuvega svo að samkeppnisstaða versnaði,“ skrifar Gylfi. „Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að erlendum ferðamönnum muni fjölga ört á næstu árum, gengi krónunnar styrkjast og verðhjöðnun erlendis lækka verð á innfluttum vörum, þ.e. að verðmæti þjóðarframleiðslu aukist mikið. Þess vegna gæti verðbólga aukist ef samið yrði um miklar launahækkanir.“ 

Gylfi og Þórarinn G. Pétursson eru báðir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans sem hefur það lögbundna hlutverk að stuðla að stöðugu verðlagi. Athygli í fyrra þegar Þórarinn drakk úr bolla á blaðamannafundi þar sem blasti við mynd af Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna og áletrunin “What would Volcker do?” Volcker er einna þekktastur fyrir að hafa hækkað vexti yfir 20 prósent til að framkalla samdrátt og ná niður verðbólgu í byrjun níunda áratugarins. 

„Við segj­um að það sé í hönd­um annarra hver fórn­ar­kostnaður­inn verði til að halda verðbólgu­mark­miðum á næstu miss­er­um. Það eru rík­is­valdið og vinnu­markaður­inn,“ sagði Þórarinn á fundinum í dag og bætti því við að Seðlabank­an­um væri full al­vara með þessu tali, þó að það væri frek­ar óskemmti­legt, enda væri það lögbundið hlutverk bankans að halda aftur af verðbólgu og stuðla að verðstöðugleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Kjaraviðræður stranda á forsenduákvæðum og breiðfylkingin fundar um mögulegar verkfallsaðgerðir
GreiningKjarabaráttan

Kjara­við­ræð­ur stranda á for­sendu­ákvæð­um og breið­fylk­ing­in fund­ar um mögu­leg­ar verk­falls­að­gerð­ir

Formað­ur VR fékk í gær sam­þykkta heim­ild til þess að grípa til að­gerða og fé­lög inn­an breið­fylk­ing­ar­inn­ar hafa blás­ið til fund­ar í dag þar sem rætt verð­ur um næstu skref. Um tals­verð­an við­snún­ing er að ræða frá því að kjara­við­ræð­ur hóf­ust fyrst. Nú hafa við­ræð­urn­ar harðn­að og er það fyrst og fremst vegna ósætt­is um for­sendu­ákvæði í langa­tíma­kjara­samn­ingn­um.
Af hverju dó hamingjan milli breiðfylkingarinnar og Samtaka atvinnulífsins?
GreiningKjarabaráttan

Af hverju dó ham­ingj­an milli breið­fylk­ing­ar­inn­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins?

Allt ann­ar tónn hef­ur ver­ið í kjara­bar­átt­unni nú en síð­ustu miss­eri. Við­semj­end­ur ætl­uðu að taka hönd­um sam­an og auka stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. En svo heyrð­ist lít­ið af fram­gangi. Í þess­ari viku var við­ræð­um slit­ið og deil­unni vís­að til rík­is­sátta­semj­ara. Marg­ir klór­uðu sér í hausn­um og spurðu hvað hefði eig­in­lega gerst? Svar­ið við því er: ansi margt.

Mest lesið

Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
4
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár