Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni

Novator og tengd fé­lög áttu 43,42% hlut í CCP sem selt hef­ur ver­ið til suð­ur-kór­esks leikja­fram­leið­anda á 46 millj­arða króna. Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, hagn­ast um allt að 3 millj­arða.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni
Björgólfur Thor Forbes metur auð Björgólfs á 200 milljarða króna. Mynd:

Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um allt að 20 milljarða króna við söluna á tölvuleikjaframleiðandanum CCP til suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss. Forstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, hagnast sjálfur um allt að 3 milljarða króna.

Hilmar Veigar Pétursson

Salan var tilkynnt á fimmtudag og hljóðar kaupverðið upp á 425 milljónir Bandaríkjadala, eða 46 milljarða íslenskra króna. Annar hluti kaupverðsins greiðist innan tveggja ára og er árangurstengdur. Mikið veltur því fyrir seljendur á að áætlanir fyrirtækisins til næstu ára standist væntingar. Hilmar Veigar átti 6,5% hlut í CCP og mun áfram stýra fyrirtækinu eftir kaupin.

Pearl Abyss gefur út leikinn Black Desert Online, en flaggskip CCP er fjölspilunarleikurinn EVE Online. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og fjármagnaði upphaflega þróun leiksins með útgáfu borðspilsins Hættuspil. Samkvæmt samningnum sem fyrirtækin hafa undirritað mun CCP starfa áfram sem sjálfstæð heild og halda áfram óbreyttum rekstri leikjastúdíóa sinna í Reykjavík, London og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár