Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni

Novator og tengd fé­lög áttu 43,42% hlut í CCP sem selt hef­ur ver­ið til suð­ur-kór­esks leikja­fram­leið­anda á 46 millj­arða króna. Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, hagn­ast um allt að 3 millj­arða.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni
Björgólfur Thor Forbes metur auð Björgólfs á 200 milljarða króna. Mynd:

Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um allt að 20 milljarða króna við söluna á tölvuleikjaframleiðandanum CCP til suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss. Forstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, hagnast sjálfur um allt að 3 milljarða króna.

Hilmar Veigar Pétursson

Salan var tilkynnt á fimmtudag og hljóðar kaupverðið upp á 425 milljónir Bandaríkjadala, eða 46 milljarða íslenskra króna. Annar hluti kaupverðsins greiðist innan tveggja ára og er árangurstengdur. Mikið veltur því fyrir seljendur á að áætlanir fyrirtækisins til næstu ára standist væntingar. Hilmar Veigar átti 6,5% hlut í CCP og mun áfram stýra fyrirtækinu eftir kaupin.

Pearl Abyss gefur út leikinn Black Desert Online, en flaggskip CCP er fjölspilunarleikurinn EVE Online. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og fjármagnaði upphaflega þróun leiksins með útgáfu borðspilsins Hættuspil. Samkvæmt samningnum sem fyrirtækin hafa undirritað mun CCP starfa áfram sem sjálfstæð heild og halda áfram óbreyttum rekstri leikjastúdíóa sinna í Reykjavík, London og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár