Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni

Novator og tengd fé­lög áttu 43,42% hlut í CCP sem selt hef­ur ver­ið til suð­ur-kór­esks leikja­fram­leið­anda á 46 millj­arða króna. Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, hagn­ast um allt að 3 millj­arða.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni
Björgólfur Thor Forbes metur auð Björgólfs á 200 milljarða króna. Mynd:

Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um allt að 20 milljarða króna við söluna á tölvuleikjaframleiðandanum CCP til suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss. Forstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, hagnast sjálfur um allt að 3 milljarða króna.

Hilmar Veigar Pétursson

Salan var tilkynnt á fimmtudag og hljóðar kaupverðið upp á 425 milljónir Bandaríkjadala, eða 46 milljarða íslenskra króna. Annar hluti kaupverðsins greiðist innan tveggja ára og er árangurstengdur. Mikið veltur því fyrir seljendur á að áætlanir fyrirtækisins til næstu ára standist væntingar. Hilmar Veigar átti 6,5% hlut í CCP og mun áfram stýra fyrirtækinu eftir kaupin.

Pearl Abyss gefur út leikinn Black Desert Online, en flaggskip CCP er fjölspilunarleikurinn EVE Online. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og fjármagnaði upphaflega þróun leiksins með útgáfu borðspilsins Hættuspil. Samkvæmt samningnum sem fyrirtækin hafa undirritað mun CCP starfa áfram sem sjálfstæð heild og halda áfram óbreyttum rekstri leikjastúdíóa sinna í Reykjavík, London og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár