Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um allt að 20 milljarða króna við söluna á tölvuleikjaframleiðandanum CCP til suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss. Forstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, hagnast sjálfur um allt að 3 milljarða króna.
Salan var tilkynnt á fimmtudag og hljóðar kaupverðið upp á 425 milljónir Bandaríkjadala, eða 46 milljarða íslenskra króna. Annar hluti kaupverðsins greiðist innan tveggja ára og er árangurstengdur. Mikið veltur því fyrir seljendur á að áætlanir fyrirtækisins til næstu ára standist væntingar. Hilmar Veigar átti 6,5% hlut í CCP og mun áfram stýra fyrirtækinu eftir kaupin.
Pearl Abyss gefur út leikinn Black Desert Online, en flaggskip CCP er fjölspilunarleikurinn EVE Online. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og fjármagnaði upphaflega þróun leiksins með útgáfu borðspilsins Hættuspil. Samkvæmt samningnum sem fyrirtækin hafa undirritað mun CCP starfa áfram sem sjálfstæð heild og halda áfram óbreyttum rekstri leikjastúdíóa sinna í Reykjavík, London og …
Athugasemdir