Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni

Novator og tengd fé­lög áttu 43,42% hlut í CCP sem selt hef­ur ver­ið til suð­ur-kór­esks leikja­fram­leið­anda á 46 millj­arða króna. Hilm­ar Veig­ar Pét­urs­son, for­stjóri CCP, hagn­ast um allt að 3 millj­arða.

Björgólfur Thor og félagar hagnast um 20 milljarða á CCP-sölunni
Björgólfur Thor Forbes metur auð Björgólfs á 200 milljarða króna. Mynd:

Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hagnast um allt að 20 milljarða króna við söluna á tölvuleikjaframleiðandanum CCP til suður-kóreska fyrirtækisins Pearl Abyss. Forstjóri CCP, Hilmar Veigar Pétursson, hagnast sjálfur um allt að 3 milljarða króna.

Hilmar Veigar Pétursson

Salan var tilkynnt á fimmtudag og hljóðar kaupverðið upp á 425 milljónir Bandaríkjadala, eða 46 milljarða íslenskra króna. Annar hluti kaupverðsins greiðist innan tveggja ára og er árangurstengdur. Mikið veltur því fyrir seljendur á að áætlanir fyrirtækisins til næstu ára standist væntingar. Hilmar Veigar átti 6,5% hlut í CCP og mun áfram stýra fyrirtækinu eftir kaupin.

Pearl Abyss gefur út leikinn Black Desert Online, en flaggskip CCP er fjölspilunarleikurinn EVE Online. Fyrirtækið var stofnað árið 1997 og fjármagnaði upphaflega þróun leiksins með útgáfu borðspilsins Hættuspil. Samkvæmt samningnum sem fyrirtækin hafa undirritað mun CCP starfa áfram sem sjálfstæð heild og halda áfram óbreyttum rekstri leikjastúdíóa sinna í Reykjavík, London og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Auðmenn

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár