Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nánast sama verð í Bónus og Krónunni

Ice­land er oft­ast með hæsta verð­ið. Yf­ir­leitt var yf­ir 40% verðmun­ur á hæsta og lægsta verði.

Nánast sama verð í Bónus og Krónunni
Bónus Lítill munur var á verði í Krónunni og Bónus.

Lítill munur er á verði í Bónus og Krónunni, en verslunin Iceland var oftast með hæsta verðið. Oftast var yfir 40% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst.

Samkvæmt könnuninni var í um þriðjungi tilfella yfir 60% munur á hæsta og lægsta verði. Ódýrasta matarkarfan var í Bónus á 8.210 kr., en hún var aðeins 27 krónum dýrari í Krónunni og oftast fárra króna munur á einstaka vörum. Hagkaup var með næstdýrustu körfuna á 9.469 kr. og var sú dýrasta í Iceland á 10.612 kr.

Í könnuninni var hilluverð á 100 vörum skráð niður og ef afsláttur var skráður á hillu var hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í öllum verslunum á sama tíma. „Neytendur geta því auðveldlega sparað sér töluverðar upphæðir með því að versla þar sem vöruverð er lágt,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Töluverður munur getur verið á einstaka vörutegundum. Þannig er ódýrasta Cherrio's á mun lægra verði í Krónunni en Bónus, eða 753 krónur kílóið, annars vegar, og 1.149 krónur kílóið, hins vegar. Libero-bleyjur eru á móti rúmlega 100 krónum ódýrari í Bónus en Krónunni, 595 krónur og 698 krónur pakkinn.

Verslun Costco var einnig tekin með í verðkönnuninni, en þar sem vöruúrval þar reyndist illa sambærilegt við hinar verslanirnar er ekki hægt að bera saman verð á vörukörfu þar og annars staðar. Bláber voru hins vegar langsamlega ódýrust í Costco, en á móti kemur að ýsuflökin voru þar dýrust, appelsínurnar voru þar töluvert dýrari en í Bónus, sem og bananar og sætar kartöflur.

Nánar má lesa um verðkönnunina á vefsíðu ASÍ.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Neytendamál

Greiðslubyrðin tvöfaldaðist um mánaðarmót: „Það má ekkert koma upp á“
FréttirNeytendamál

Greiðslu­byrð­in tvö­fald­að­ist um mán­að­ar­mót: „Það má ekk­ert koma upp á“

Greiðslu­byrði af hús­næð­is­láni Gígju Skúla­dótt­ur tvö­fald­að­ist síð­ustu mán­að­ar­mót. Þeg­ar bú­ið er að greiða önn­ur mán­að­ar­leg gjöld stend­ur hún eft­ir með lít­ið á milli hand­anna til þess að verja í grunn nauð­synj­ar á borð mat. Hún seg­ir að lít­ið megi út af bregða án þess að hún lendi í fjár­hags­vand­ræð­um. Hún spyr hvernig venju­legu fólki tak­ist að lifa lífi sínu í nú­ver­andi efna­hags­ástandi.
Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
FréttirNeytendamál

Fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fé­lög keyptu upp stór­an hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár