Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti

Hæstirétt­ur sýkn­aði RÚV af kröfu Ad­olfs um bæt­ur vegna einelt­is og ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Áð­ur hafði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur sak­fellt RÚV og dæmt til að greiða Ad­olfi 2,2 millj­ón­ir króna í bæt­ur.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti
Adolf Ingi Erlingsson. Starfaði sem íþróttafréttamaður á RÚV þangað til að honum var sagt upp í nóvember 2013. Hæstiréttur sýknaði RÚV af skaða- og miskabótum kröfum fyrr í dag. Mynd: Radio Iceland

Hæstiréttur sýknaði RÚV í dag í skaðabótamáli Adolfs Inga Erlingssonar, fyrrverandi íþróttafréttamans RÚV, vegna ólögmætrar uppsagnar og eineltis á vinnustað. Héraðsdómur hafði áður dæmt RÚV til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir króna í skaðabætur.

Adolf fór fram á rúmar 10 milljónir króna í bætur með máli sem höfðað var í febrúar 2016. Hann hafði starfað fyrir RÚV frá árinu 1991 þangað til að honum var sagt upp störfum þann 27. nóvember 2013.  Í kjölfar Evrópumótsins í handknattleik 2010 tilkynnti Kristín Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, að breytingar yrðu á verkefnum Adolfs. Með þeim var hann að miklu leyti tekinn úr reglulegum verkefnum í sjónvarpi, svo sem dagskrárgerð og lýsingu á kappleikjum en þess í staðinn var honum falið að skrifa fréttir á vefsíðu RÚV. Þá var Adolf færður frá öðrum íþróttafréttamönnum á starfsstöð veffréttamanna. Kristín var ráðin í starf íþróttastjóra eftir stuttan feril í íþróttafréttadeildinni en hún hafði áður starfað í bókhaldsdeild RÚV.

Taldi sig niðurlægðan með breytingunum

Í kjölfar þess kvartaði Adolf undan einelti en honum fannst að með breytingunum væri verið að setja hann til hliðar og niðurlægja með því að útiloka hann frá verkum sem hann hafði sinnt lengi. Fundaði mannauðsstjóri RÚV með Adolfi og Kristínu, fyrst hvoru í sínu lagi en síðan saman.

Niðurstaða fundarins var að þau þyrftu bæði að leggja sitt af mörkum til að bæta samstarfið og samskiptin. Þá taldi mannauðsstjórinn að Adolf gætti bætt úr samstarfs- og samskiptaörðugleikum milli hans og starfsmanna, stundvísi og vinnubrögð við vinnslu og lýsingu íþróttafrétta.

Í kjölfarið var gert munnlegt samkomulag við Adolf um að hann myndi halda vaktaálagsgreiðslum þrátt fyrir að hið nýja starfsfyrirkomulag hans innihéldi ekki slíkar vaktir. Adolf hélt því fram að þær greiðslur hefðu fallið niður af óútskýrðum ástæðum en Kristín taldi hið munnlega samkomulag aðeins hafa átt að ná til verkefna í sjónvarpi á meðan hann sinnti þeirri starfsskyldu.

Þá sagði Adolf sig hafa þurft að bera harm sinn í hljóði vegna eineltis Kristínar því hann óttaðist um starfsöryggi sitt. Vanlíðan hans hefði fljótlega farið að bitna á fjölskyldulífi hans og hann hefði þurft að leita sér fagaðstoðar af því tilefni.

Ósamræmi í vitnisburði starfsmanna RÚV

Í nóvember 2013 voru kynntar aðhaldsaðgerðir sem grípa þyrfti til í því skyni að bæta rekstur RÚV. Nokkrum dögum síðar var Adolf einn margra sem sagt var upp störfum.

Fyrir héraðsdómi sagði Kristín að hún gæti ekki lagt mat á með hvaða hætti yrði ákveðið hverjum skyldi sagt upp í hópuppsögninni þar sem hún hefði ekki komið að ákvörðuninni um að Adolf Ingi væri meðal þeirra sem sagt var upp með neinum hætti. Óðinn Jónsson, þáverandi fréttastjóri RÚV, sagði hins vegar að byggt hefði verið á mati næstu yfirmanna og í tilviki Adolfs hefði það byggst á mati Kristínar og Einars Örns Jónssonar, varaíþróttastjóra RÚV.

Adolf byggði skaðabótakröfu sína á því að RÚV bæri fébótaábyrgð vegna saknæmrar háttsemi og aðgerðarleysi starfsmanna vegna eineltis, ítrekaðra meingerða og ólögmætrar uppsagnar.

Niðurstöðu héraðsdóms snúið við

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hvorki tilhögun lýsinga íþróttakappleikja né breytingar á starfstilhögun Adolfs gætu hafa falið í sér einelti. Þá taldi dómurinn að þó ekki hefði verið staðið við samkomulag um óbreytt launakjör Adolfs gæti það heldur ekki falið í sér einelti, enda hefðu málefnaleg sjónarmið getað búið þeim að baki.

Héraðsdómur taldi að aðgerðarleysi RÚV um að kanna hvort fótur væri fyrir ávirðingum Kristínar í hans garð hafi verið til þess fallin að gera lítið úr honum og teldist til eineltis. Hæstiréttur hafnaði þessi og taldi að ágallar á meðferð kvörtunar Adolfs um einelti gæti ekki eitt og sér falið í sér einelti.

Héraðsdómur hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að framganga starfsmanna RÚV gagnvart Adolf, sem starfað hafði hjá RÚV í rúma tvo áratugi, hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu hans og ætti hann því rétt á miskabótum. Hæstiréttur hafnaði þessu taldi að þeir ágallar sem hefðu verið á eineltismáli Adolfs yrðu ekki taldir svo alvarlegir eða þess eðlis að miskabótaábyrgð yrði felld á RÚV vegna þeirra.

Loks var niðurstaða dómsins sú að málefnalegar ástæður hefðu legið að baki uppsögn Adolfs. Óumdeilt væri að honum hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri RÚV og hefði uppsögnin verið liður í hópuppsögn af því tilefni. Aftur snéri Hæstiréttur við niðurstöðu héraðsdóms en í dómi héraðsdóms var talið að uppsögnin væri ólögmæt vegna þess að málefnalegar ástæður hefðu ekki legið að baki uppsögn Adolfs og ætti hann því rétt til skaðabóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár