Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti

Hæstirétt­ur sýkn­aði RÚV af kröfu Ad­olfs um bæt­ur vegna einelt­is og ólög­mætr­ar upp­sagn­ar. Áð­ur hafði Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur sak­fellt RÚV og dæmt til að greiða Ad­olfi 2,2 millj­ón­ir króna í bæt­ur.

Hæstiréttur: Adolf ekki lagður í einelti
Adolf Ingi Erlingsson. Starfaði sem íþróttafréttamaður á RÚV þangað til að honum var sagt upp í nóvember 2013. Hæstiréttur sýknaði RÚV af skaða- og miskabótum kröfum fyrr í dag. Mynd: Radio Iceland

Hæstiréttur sýknaði RÚV í dag í skaðabótamáli Adolfs Inga Erlingssonar, fyrrverandi íþróttafréttamans RÚV, vegna ólögmætrar uppsagnar og eineltis á vinnustað. Héraðsdómur hafði áður dæmt RÚV til að greiða Adolf Inga 2,2 milljónir króna í skaðabætur.

Adolf fór fram á rúmar 10 milljónir króna í bætur með máli sem höfðað var í febrúar 2016. Hann hafði starfað fyrir RÚV frá árinu 1991 þangað til að honum var sagt upp störfum þann 27. nóvember 2013.  Í kjölfar Evrópumótsins í handknattleik 2010 tilkynnti Kristín Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, að breytingar yrðu á verkefnum Adolfs. Með þeim var hann að miklu leyti tekinn úr reglulegum verkefnum í sjónvarpi, svo sem dagskrárgerð og lýsingu á kappleikjum en þess í staðinn var honum falið að skrifa fréttir á vefsíðu RÚV. Þá var Adolf færður frá öðrum íþróttafréttamönnum á starfsstöð veffréttamanna. Kristín var ráðin í starf íþróttastjóra eftir stuttan feril í íþróttafréttadeildinni en hún hafði áður starfað í bókhaldsdeild RÚV.

Taldi sig niðurlægðan með breytingunum

Í kjölfar þess kvartaði Adolf undan einelti en honum fannst að með breytingunum væri verið að setja hann til hliðar og niðurlægja með því að útiloka hann frá verkum sem hann hafði sinnt lengi. Fundaði mannauðsstjóri RÚV með Adolfi og Kristínu, fyrst hvoru í sínu lagi en síðan saman.

Niðurstaða fundarins var að þau þyrftu bæði að leggja sitt af mörkum til að bæta samstarfið og samskiptin. Þá taldi mannauðsstjórinn að Adolf gætti bætt úr samstarfs- og samskiptaörðugleikum milli hans og starfsmanna, stundvísi og vinnubrögð við vinnslu og lýsingu íþróttafrétta.

Í kjölfarið var gert munnlegt samkomulag við Adolf um að hann myndi halda vaktaálagsgreiðslum þrátt fyrir að hið nýja starfsfyrirkomulag hans innihéldi ekki slíkar vaktir. Adolf hélt því fram að þær greiðslur hefðu fallið niður af óútskýrðum ástæðum en Kristín taldi hið munnlega samkomulag aðeins hafa átt að ná til verkefna í sjónvarpi á meðan hann sinnti þeirri starfsskyldu.

Þá sagði Adolf sig hafa þurft að bera harm sinn í hljóði vegna eineltis Kristínar því hann óttaðist um starfsöryggi sitt. Vanlíðan hans hefði fljótlega farið að bitna á fjölskyldulífi hans og hann hefði þurft að leita sér fagaðstoðar af því tilefni.

Ósamræmi í vitnisburði starfsmanna RÚV

Í nóvember 2013 voru kynntar aðhaldsaðgerðir sem grípa þyrfti til í því skyni að bæta rekstur RÚV. Nokkrum dögum síðar var Adolf einn margra sem sagt var upp störfum.

Fyrir héraðsdómi sagði Kristín að hún gæti ekki lagt mat á með hvaða hætti yrði ákveðið hverjum skyldi sagt upp í hópuppsögninni þar sem hún hefði ekki komið að ákvörðuninni um að Adolf Ingi væri meðal þeirra sem sagt var upp með neinum hætti. Óðinn Jónsson, þáverandi fréttastjóri RÚV, sagði hins vegar að byggt hefði verið á mati næstu yfirmanna og í tilviki Adolfs hefði það byggst á mati Kristínar og Einars Örns Jónssonar, varaíþróttastjóra RÚV.

Adolf byggði skaðabótakröfu sína á því að RÚV bæri fébótaábyrgð vegna saknæmrar háttsemi og aðgerðarleysi starfsmanna vegna eineltis, ítrekaðra meingerða og ólögmætrar uppsagnar.

Niðurstöðu héraðsdóms snúið við

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hvorki tilhögun lýsinga íþróttakappleikja né breytingar á starfstilhögun Adolfs gætu hafa falið í sér einelti. Þá taldi dómurinn að þó ekki hefði verið staðið við samkomulag um óbreytt launakjör Adolfs gæti það heldur ekki falið í sér einelti, enda hefðu málefnaleg sjónarmið getað búið þeim að baki.

Héraðsdómur taldi að aðgerðarleysi RÚV um að kanna hvort fótur væri fyrir ávirðingum Kristínar í hans garð hafi verið til þess fallin að gera lítið úr honum og teldist til eineltis. Hæstiréttur hafnaði þessi og taldi að ágallar á meðferð kvörtunar Adolfs um einelti gæti ekki eitt og sér falið í sér einelti.

Héraðsdómur hafði einnig komist að þeirri niðurstöðu að framganga starfsmanna RÚV gagnvart Adolf, sem starfað hafði hjá RÚV í rúma tvo áratugi, hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu hans og ætti hann því rétt á miskabótum. Hæstiréttur hafnaði þessu taldi að þeir ágallar sem hefðu verið á eineltismáli Adolfs yrðu ekki taldir svo alvarlegir eða þess eðlis að miskabótaábyrgð yrði felld á RÚV vegna þeirra.

Loks var niðurstaða dómsins sú að málefnalegar ástæður hefðu legið að baki uppsögn Adolfs. Óumdeilt væri að honum hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri RÚV og hefði uppsögnin verið liður í hópuppsögn af því tilefni. Aftur snéri Hæstiréttur við niðurstöðu héraðsdóms en í dómi héraðsdóms var talið að uppsögnin væri ólögmæt vegna þess að málefnalegar ástæður hefðu ekki legið að baki uppsögn Adolfs og ætti hann því rétt til skaðabóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár