Guðlaugur G. Sverrisson er nú starfandi formaður stjórnar Ríkisútvarpsins og tekur við af Ingva Hrafni Óskarssyni sem sagði sig úr stjórninni í gær. Guðlaugur gegnir formannshlutverkinu þar til nýr formaður verður skipaður og mun stýra fundi stjórnarinnar sem fram fer á fimmtudaginn.
Þá verður rætt um skýrsluna sem nefnd Eyþórs Arnalds vann um rekstur Ríkisútvarpsins. Ríkisútvarpið gerði fjölmargar athugasemdir við skýrsluna sem ekki voru teknar til greina. Líklegt er, samkvæmt heimildum Stundarinnar, að á fundinum verði ákveðið með hvaða hætti stjórnin bregðist við skýrslunni, svo sem hvort tekið verði undir þær athugasemdir sem gerðar voru við hana.
Í viðtali við Morgunblaðið í dag segist Guðlaugur Sverrisson fagna vinnu Eyþórsnefndarinnar. „Sem stjórnarmaður er ég ánægður með skýrsluna og tel að hún aðstoði við reksturinn,“ segir hann og bætir við: „Þó að ég sé ekki sáttur við allt það sem þar kemur fram þá er hún mjög gott gagn
Athugasemdir