Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einungis beðist afsökunar á gríninu um Sigmund og Bjarna í Stundinni okkar

Gert var grín að fjöl­mörg­um stjórn­mála­mönn­um í Ára­móta­s­kaupi Stund­ar­inn­ar okk­ar. RÚV sendi frá sér af­sök­un­ar­beiðni í beinu fram­haldi af harðri gagn­rýni stjórn­ar­liða, en að­eins er beðist af­sök­un­ar á at­riði um stjórn­ar­herr­ana.

Einungis beðist afsökunar á gríninu um Sigmund og Bjarna í Stundinni okkar

Í afsökunarbeiðni sem RÚV sendi frá sér í dag er beðist afsökunar á einu tilteknu atriði í áramótaskaupi Stundarinnar okkar. Að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra Sjónvarps, er vísað til atriðisins þar sem kastljósinu er beint að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Stjórnarherrarnir, í gervi stjörnustríðspersóna, hlæja illkvittnislega, þeysast um á geimskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma Landspítalanum og Ríkisútvarpinu. 

Í Stundarskaupinu, eins konar áramótaskaupi sem sérstaklega er ætlað börnum, er gert grín að fleiri stjórnmálamönnum, meðal annars Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingarinnar og pírötunum Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni. Þá er hæðst að forseta Íslands og Eyþóri Arnalds, athafnamanni sem nýverið vann umdeilda skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Ekki hefur verið beðist afsökunar á þessum bröndurum, heldur einungis þeim er beindist að Sigmundi og Bjarna. „Það er beðist afsökunar á nálgun í þessu atriði, ekki Stundarskaupinu öllu eins og rangt er farið með í flestum fyrirsögnum dagsins,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, í svari við fyrirspurn Stundarinnar í gærkvöldi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár