Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Einungis beðist afsökunar á gríninu um Sigmund og Bjarna í Stundinni okkar

Gert var grín að fjöl­mörg­um stjórn­mála­mönn­um í Ára­móta­s­kaupi Stund­ar­inn­ar okk­ar. RÚV sendi frá sér af­sök­un­ar­beiðni í beinu fram­haldi af harðri gagn­rýni stjórn­ar­liða, en að­eins er beðist af­sök­un­ar á at­riði um stjórn­ar­herr­ana.

Einungis beðist afsökunar á gríninu um Sigmund og Bjarna í Stundinni okkar

Í afsökunarbeiðni sem RÚV sendi frá sér í dag er beðist afsökunar á einu tilteknu atriði í áramótaskaupi Stundarinnar okkar. Að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, dagskrárstjóra Sjónvarps, er vísað til atriðisins þar sem kastljósinu er beint að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Stjórnarherrarnir, í gervi stjörnustríðspersóna, hlæja illkvittnislega, þeysast um á geimskipinu „einkavæðarinn“ og tortíma Landspítalanum og Ríkisútvarpinu. 

Í Stundarskaupinu, eins konar áramótaskaupi sem sérstaklega er ætlað börnum, er gert grín að fleiri stjórnmálamönnum, meðal annars Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingarinnar og pírötunum Birgittu Jónsdóttur og Helga Hrafni Gunnarssyni. Þá er hæðst að forseta Íslands og Eyþóri Arnalds, athafnamanni sem nýverið vann umdeilda skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Ekki hefur verið beðist afsökunar á þessum bröndurum, heldur einungis þeim er beindist að Sigmundi og Bjarna. „Það er beðist afsökunar á nálgun í þessu atriði, ekki Stundarskaupinu öllu eins og rangt er farið með í flestum fyrirsögnum dagsins,“ sagði Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps, í svari við fyrirspurn Stundarinnar í gærkvöldi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

RÚV

Útvarpsstjóri mótmælti mögulegum 388 milljóna niðurskurði hjá RÚV
FréttirRÚV

Út­varps­stjóri mót­mælti mögu­leg­um 388 millj­óna nið­ur­skurði hjá RÚV

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri brást illa við mögu­leg­um nið­ur­skurði hjá Rík­is­út­varp­inu á fjár­lög­um fyr­ir næsta ár. Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vil­hjálm­ur Árna­son, vildi taka fé af RÚV og styrkja N4 og var þetta rætt inn­an fjár­laga­nefnd­ar. Stefán vill ekki ræða sam­töl sín við Lilju Al­freðs­dótt­ur ráð­herra en seg­ist standa vörð um RÚV á hverj­um degi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu