Mörður Árnason, stjórnarmaður hjá Ríkisútvarpinu, hefur verið beðinn um mæta ekki á stjórnarfund RÚV núna síðdegis vegna meints vanhæfis. Guðlaugur G. Sverrisson, stjórnarformaður RÚV, sendi Merði erindi þess efnis í dag og vísaði í athugasemd frá Fjölmiðlanefnd. Mörður er varaþingmaður Samfylkingarinnar en samkvæmt lögum eru kjörnir fulltrúar ekki kjörgengir í stjórn Ríkisútvarpsins. Mörður segir tímasetninguna mjög sérkennilega, en hann hefur setið í stjórn Ríkisútvarpsins síðan í janúar. „Ég hef ekki ennþá svarað þessu erindi stjórnarformanns og er að kanna hvernig þetta mál stendur,“ segir Mörður í samtali við Stundina. „Ég hef ekki þann skilning að ég sé kjörinn fulltrúi samkvæmt þessum lögum. Ég hef hins vegar setið á þingi síðan ég var kosin í þessa stjórn, í viku í febrúar.“
Mörður segist hafa fullan skilning á því að fólk vilji fara varlega í þessum efnum enda sé þetta ákvæði í lögum af ástæðu. „Það er hins vegar sérkennilegt að Fjölmiðlanefnd skuli ekki hafa uppgötvað þetta, hvorki í janúar þegar ég var kosin né í febrúar þegar ég sat á þingi, heldur núna í
Athugasemdir